BLOG



Íslenzkir þjóðhættir

Íslenzkir þjóðhættir

Bókin "Íslenzkir þjóðhættir" eftir Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili er ein af merkustu bókum íslenskrar menningar og þjóðfræði. Hún er einstök lýsing á daglegu lífi og venjum Íslendinga á 19. öld. Jónas Jónasson (1856–1918) var íslenskur prestur, kennari og fræðimaður og var þekktastur fyrir þessa bók, sem kom út árið 1934, sextán árum eftir andlát hans. Bókin varðveitir dýrmætar heimildir um íslenskt þjóðlíf, sem örugglega hefðu glatast með nútímavæðingu, og er talin ein af grundvallarritum íslenskrar þjóðfræði. Fyrir utan það er hún skemmtileg lesning, enda er hún skrifuð þannig að hún höfðar ekki bara til þjóðfræðinga heldur líka til almennings. Í bókinni er ýtarlegur kafli um hunda (blaðsíðu 177-181), og frásögnin er að sumu leyti frábrugðin því sem við finnum í öðrum ritum. Jónas skrifar um nauðsyn þess fyrir bændur og smala að eiga hunda. Hann skrifar að Íslendingar hafi lengi verið þekktir fyrir að hafa dálæti á hundum, láta þá sofa hjá sér og þrífa fyrir sig matarílátin. Hann nefnir að á Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu hafi verið tólf hundar, en það var ekki algengt. Víða var þó hægt að sjá að minnsta kosti sex hunda, þar sem mikið af fjáreign og búskap var að finna. Jónas dregur fram ýmsa þjóðtrú í sambandi við hunda, sem mig langar að setja hér upp: "Hundur verður beztur sem alinn er á þorra eða góu því að þá er hann mátulega gamall að venja hann við lambfé á vorin." "Alla varuð verður við að hafa, þegar hvolpar eru valdir til lífs; fyrst er það, að þeir séu ekki gotnir sjáandi, því að ef svo er, á að drepa þá hið bráðasta. Annars hverfa þeir í jörð niður, þegar þeir eru þriggja nátta, en koma upp aftur á sama stað að þrem árum liðnum, en þá eru þeir orðnir svo voðaleg ófreskja, að hver sú skepna deyr, sem verður fyrir augum þeirra. Ef svo illa fer, verður að stilla svo til, að ókind þessi sjái fyrst sjálfa sig í spegli, er hún kemur upp, því að það er hennar bráður bani." "En svo er annað, - að geta átt það vist, að hundurinn, sem alinn er, verði vænn. Til þess segja sumir, að taka skuli þann hvolpinn, er fyrst fæðist, en sumir segja, og það eru fleiri, að taka skuli hvolpana frá tíkinni, er hún er búin að gjóta, og bera þá burt frá henni, svo að hún sjái, hún tekur þá svo aftur og færir þá í bæli sitt; sá hvolpurinn, sem hún tekur fyrst, verður vænstur, og skal hann upp ala." "Þar sem smalamennska fór fram í bröttum fjöllum, sældust margir til að hafa hunda hvíta eða sem ljósleitasta, því þeir sjást bezt, þegar langt þarf að senda." "Jafnan hefir verið við brugðið tryggð hunda, en þó hafa sumir smalar verið svo óheppnir, að hundar eru ófúsir að fylgja þeim. En til þess að tryggja sér hund þarf ekki annað en gefa honum bita og núa bitanum í svita sinn. Þá fylgir hundurinn manni fúslega og verður honum tryggur." "Sumum hundum hætti við að vera grimmir og bíta í afturfæturnar á fénu og enda rífa það til skemmda. Ef ekki var hægt að venja þá af því öðruvísi, var vant að brjóta úr þeim vígtennurnar með naglbit; gátu þeir úr því ekki bitið fé til skemmda." "Hundar eru skyggnir og sjá fylgjur manna og aðrar vofur; þegar hundar taka til að ólmast og gelta á kvöldin frammi í bænum eða úti við, kemur það af því, að þeir sjá fylgjur eða eitthvað óhreint á seyði. Þegar einhver óhug setur að þeim af einhverju óhreinu, sem er á flökti í kring um þá, setjast þeir niður og spágola eða spangóla, sem kallað er. Svo vita þeir og á annan hátt, þegar gesta er von." "Hundaskinn er til margra hluta nytsamlegt, t.d. eru vettlingar úr hundaskinni óvenju hlýir, og eins þeir sokkar og vettlingar, er hundshár er haft saman við ull í. Hundafeiti er allra áburða bezt á gigt, mar, tognun og önnur meiðsli, og trúa margir því enn í dag." Sem betur fer útskýrir Jónas ekki verkun á hundaskinn og framleiðslu hundafeitunnar, því það gæti verið erfið lesning nú til dags. Í framhaldi af yfirferð bókarinnar langar mig að benda á [spurningaskrá um hunda inni á Sarpi](https://www.sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID=531295&page=0&pageSize=192), sem er menningarsögulegt gagnasafn. Í svörunum er komið inn á margt sem Jónas nefnir í "Íslenzkir þjóðhættir," og það er afar áhugavert að lesa sig í gegnum svörin. Mynd: Djúpadal, 1930. Höfundur óþekktur.

Lýsing Íslands 1920

Lýsing Íslands 1920

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig Mark Watson fór að því að safna saman allar heimildir um íslenska hunda í bókinni sinni. Hvernig fann hann þær bækur sem hann vitnar í? Fór hann á milli landa og bókasafna, lét hann þýða þær? Það hefði tekið hann mörg ár, en mér finnst það ekki alveg passa við allt sem maðurinn gerði og stóð fyrir. En loksins fann ég skýringu í bókinni **Lýsing Íslands** eftir Þorvald Thoroddsen, fjórða bindi, fyrsta hefti, prentað árið 1920. Þessi bók er ein af þeim síðustu sem ég ætlaði að taka fyrir í mínum rannsóknum, og ég var svo heppin að finna hana í fornbókasölu, þar sem þetta bindi er ekki til í rafrænu formi. **Lýsing Íslands** er ítarlegt verk í fjórum bindum eftir Þorvald Thoroddsen. Fyrsta bindið kom út árið 1881 og síðasta bindið árið 1920. Þetta rit var afrakstur margra ára rannsókna Þorvalds, oft við krefjandi aðstæður. Þorvaldur Thoroddsen (1855–1921) var íslenskur jarð- og landfræðingur og er talinn einn af merkustu vísindamönnum Íslands á sinni tíð. Hann ferðaðist víða um landið til að safna gögnum. _Lýsing Íslands_ hefur haldið gildi sínu og er enn talið mikilvægt heimildarrit um íslenska náttúrufar, jarð- og landafræði. Fjórða bindið fjallar mjög ítarlega um landbúnað á Íslandi, og fyrsta heftið fer yfir húsdýr, garðrækt og akuryrkju. Þorvaldur skrifar nokkrar blaðsíður um hunda og fer meðal annars ítarlega yfir sögu hunda á Íslandi. Hann nefnir landnámstíð, hungursneyðin 990 og tillögu Arnórs Kerlingarnefs, Sám Gunnars á Hlíðarenda, hunda í Sturlungu og öðrum sögum. Hann fjallar einnig um útflutning íslenskra hunda á miðöldum og vinsældir þeirra meðal enskra kvenna. Merkilegt þykir mér eftirfarandi gagnrýni Þorvalds á lygasögur sem komu á kreik á 15. öld í tengslum við útflutning íslenskra hunda til Englands: "Út úr þessari hundasölu spanst sú lygasaga sem einna fyrst kemur í ljós hjá Martein Behaim 1492, sem segir um Íslendinga: 'Þeir eru vanir að selja hunda sína dýrt, en börn sín gefa þeir kaupmönnum fyrir ekkert, svo hin önnur hafi fæði.' Þetta er svo ótal sinnum endurtekið hjá útlendum landfræðishöfundum. Olaus Magnus segir 1555, að á Íslandi séu hvítir hundar, loðnir og hárin eins og ull, og hafi höfðingsfrúr og prestar þá sér til gamans. Blefken segir að hundar þessir séu eyrnalausir og rófulausir. Þetta er þó eflaust vitleysa. Það er varla ástæða til að efast um að hinir smáu, hvítu íslensku loðhundar hafi verið til, en þeir virðast fyrir löngu horfnir; kynferðið hefur ef til vill dáið út í einhverri hundapestinni." Um hina vanalegu íslensku hunda skrifar Þorvaldur: „...þeir eru af hundakynkvísl þeirri sem kallaðir eru ‘Spids’-hundar, líkir hundum norðan til í Noregi og á Lapplandi, enda eru þeir þaðan upprunalega ættaðir. Þeir eru fremur litlir, hvatir og skynugir, með stutt, en hvast trýni, upprétt, hvöss eyru og hringaða loðna rófu. Þeir hafa ýmsan lit, en munu þó einna oftast vera mórauðir, allmargir líka flekkóttir.“ Þorvaldur gagnrýnir Íslendinga harðlega fyrir illa meðferð þeirra á hundum. Eiginleikum íslenska hundakynsins sé enginn sómi sýndur, hundarnir séu látnir fjölga eftir tilviljun og margir þeirra þurfa að þola píslir af hungri og kulda. Honum sýnist þessi meðferð stafa „mest af kæruleysi og hirðuleysi manna. Hundarnir hafa verið fyrirlitnir og álitnir einskis virði. Þó er góður og vel vaninn hundur eitt hið mesta búmannsþing og getur verið sannur dýrgripur á sveitaheimili.“ Þorvaldur dregur fram kosti íslenska hundsins, sem mætti bæta með ræktun, kynbótum og uppeldi. Hann segir þá vera afbragðs fjár- og smalahunda, sem geta einnig verið góðir varðhundar, skothundar og ferðahundar, til dæmis til að reka hesta og þræða vegi í dimmviðrum. Þefvísi hunda hefur oft komið að góðum notum við að finna fennt fé. Um samvistir manna og hunda skrifar Þorvaldur: „Hvergi hafa á Íslandi verið sérstök hús, kofar eða krár fyrir hunda, eins og alstaðar er tízka í öðrum löndum. Það hefur verið algengt að siga hundum út á kvöldin, þegar veður var þannig að 'hundi var útsigandi,' eins og orðtækið segir, og loka þá úti. Þeir hafa svo orðið að láta fyrirberast utanhúss, hvernig sem veðrið var, hringað sig í gluggatoftum, heyholum eða öðrum smugum. Aftur á móti hefur sums staðar verið of mikið dálæti á þeim, eða þeir hafa, af hugsunarleysi, haft of náið samneyti við börn og fullorðið fólk, sofið í baðstofum, sleikt matarílát o.s.frv. Eins og kunnugt er fá hundar bandorma úr sullum úr sauðkindum sem þeir éta, en egg bandormanna komast svo í mat manna og eru orsök sullaveikinnar, sem hefur verið svo algeng á Íslandi og gjört svo mikið mein.“ Þorvaldur fer síðan nánar yfir sullaveikina, hundaskatt og sjúkdóma í hundum. Lýsingar Þorvalds í þessari bók eru ómetanleg heimild um hunda og hundahald á þessum tíma, og það er dýrmætt að þessar upplýsingar hafi varðveist á þennan hátt. Fyrir Mark Watson hefur þessi bók líklega lagt grunn að rannsóknum hans og skrifum. Mynd: Bruno Schweizer

Hundafár

Hundafár

Svo­kallaðir hundafár eða hundapestir hafa oft gengið á Íslandi og var oft um bráðdrepandi sjúkdóma að ræða. Í heimildum er getið um faraldra á hundum á fyrri öldum. Árið **1591** er talað um dauða nauta, hunda og refa um allt land og sagt að sýkin hafi borist til landsins með enskum hundi fyrir vestan. Árið **1727 og 1728** er talað um hundapest á Snæfellsnesi, jafnframt varð kvikfénaður bráðdauður. Á árunum **1731-33** er talað um pest í nautum, hestum, hundum og refum. Í ferðabók Eggerts og Bjarna stendur um pestina 1731 á Suðurlandi: „Þeir (hundar og refir) urðu ringlaðir, en ekki óðir. Refir ráfuðu heim undir bæi og voru þar drepnir.“ Árið **1786** gekk mikil hundapest á Íslandi. Árið **1827** gekk drepsótt á hundum og urðu þeir svo dýrmætir eftir það, að sumir bændur gáfu þrjár ær fyrir hund. Árið **1855** gekk hundapest yfir mikinn hluta landsins og gjöreyddi heil héruð að hundum, svo varla var hægt að reka saman búpeninginn. Það var sagt að fárið væri svo næmt, að ef ósjúkur rakki þefaði af manni frá bæ, þar sem fárið var komið, þá veiktist hann óðar. Voru menn víða í mestu vandræðum af hundaleysi, svo jafnvel var boðin kýr eða hestur fyrir hund. _„Um hávetur, í mars og apríl, fóru 30 manns úr ýmsum héruðum nyrðra, Bárðardal, Eyjafirði og Skagafirði, suður fjöll, Sprengisand, Eyfirðingaveg og Kjöl, til að kaupa hunda í Árness- og Rangárvallasýslum. Tíðarfar var þá gott, svo fjallaferðirnar gengu vel.“_ Árið **1870** gekk skæð hundapest norðanlands, drap fjölda hunda og gerði sum heimili hundlaus. Var sagt að pestin hefði komið með enskum hundi, sem fylgdi enskum ferðamanni. Hún dreifði sig síðan um Vesturland og Suðurland. **1871** skrifar Snorri Jónsson, dýralæknir í [Heilbrigðistíðindi](https://timarit.is/page/2043924#page/n5/mode/2up): "Hundurinn er eitt þeirra dýra, sem sjaldan er skortur á, hjer á Íslandi, en menn gá fyrst verulega að, hversu mikið gagn hann gjörir, þegar hann vantar. Þegar hundaveikin geisaði hjer um landið fyrir 16 árum, fengu margir að kenna á, hversu óbærilegt það er fyrir alla, sem hafa fje að birða, að vera hundlausir. Nú í ár lítur út fyrir, að margir muni fá hið sama að reyna; því eptir að hundveikinni að mestu var lokið hjer á Suðurlandi, hefur frjetzt, að hún sje byrjuð bæði á Norðurlandi og Austfjörðum, og sje þegar orðin þar allskæð. Það mun því eigi þykja úr vegi, að hjer sje farið fáeinum orðum um veiki þessa, og drepið á hið helzta, sem gjört verður til að draga úr henni." Hann skrifar enn fremur að þessi veikindi líkist _Febris catarrhalis epizootica canum_, sem þekkist erlendis, nema að erlendis leggst þessi veiki aðeins á hunda sem eru yngri en eins árs. Hér á landi er hún hins vegar jafnskæð hundum á öllum aldri. Pestin lýsir sér á þann hátt: "Veikin byrjar vanalega með hósta og hrygglu. Trýnið er þurrt og heitt. Úr nösunum og af augunum rennur í byrjun veikinnar tært vatn, sem bráðum verður graptrarkennt. Þetta getur nú gengið nokkra daga, án þess hundurinn virðist að vera mjög veikur; en nú fer honum smá-hnignandi; hann verður máttlaus, skjögrar á fótunum, fær krampateygjur og drepst eptir hálfsmánaðar-tíma eða fyr. Opt fylgir veiki þessari megn höfuðverkur, svo hundurinn verður sem óður, hleypur fram og aptur, snýst í hring og vill jafnvel stundum bíta allt það, sem fyrir honum verður. Máttleysið er ætið mest í apturparti hundsins, og það er eigi sjaldgæft, að aflleysi þetta við helzt eptir að hundurinn að öðru leyti er orðinn albata. Eins ber það líka opt við, að hundurinn verður líkt sem hálftruflaður eptir veikina, ef höfuðverkurinn hefur verið mjög megn. Sjónleysi eða sjóndepra fylgir líka þráfaldlega veiki þessari." Snorri heldur áfram að hvetja fólk til að hugsa vel um hundana sína, koma í veg fyrir að þeir hafi samgöngu við heilbrigða hunda, láta þá ekki liggja úti á næturnar og gefa þeim nægilega næringarríka fæðu, sérstaklega kjötmeti. Hann gefur einnig leiðbeiningar um alls konar meðul sem hægt er að nota til að meðhöndla veika hunda. Árin **1888, 1892-93** og **1900** gengu pestir yfir ýmsa landshluta, þar sem fjöldi hunda sýktist og drapst. Heimild: Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen. Fjórða bindi. Fyrsta hefti. 1920. Mynd: Hallgrímur Árni Gunnlaugsson f.25.10.1867, beykir Raufarhöfn, ríðandi. 1911. Ljósmyndari Bárður Sigurðsson.

Qualiscunque descriptio Islandiae

Qualiscunque descriptio Islandiae

Það hljómar ekki endilega spennandi að lesa bók með titlinum **Qualiscunque descriptio Islandiae** úr 16. öld, en þvílík veisla er það, verð ég að viðurkenna. Þó hef ég ýtt svolítið á undan mér að byrja að lesa þessa bók sem ég pantaði í fornbókasölu fyrr í haust. Bókin nefnist **Íslandslýsing** á íslensku og er talin vera eftir Odd Einarsson. Í formála bókarinnar (eftir Jakob Benediktsson) kemur fram að ritið hafi átt sér æði krókóttan feril og var ekki varðveitt í heilu lagi; lítið munaði að það glataðist með öllu. Uppskriftir ýmissa fræðimanna á 17. öld hafa sennilega orðið eld að bráð í Kaupmannahöfn árið 1728. En ein uppskrift bjargaðist til Hamborgar og varðveittist þar í ríkis- og háskólabókasafninu. Um það handrit var öllum ókunnugt fram á 20. öld, þegar bókavörður við safnið, Fritz Burg, veitti því eftirtekt og gaf það loks út á prent árið 1928. Burg var með sína eigin kenningu um að skólameistari í Skálholti, að nafni Sigurður Stefánsson, væri höfundur ritsins, en Jakob Benediktsson dregur fram ýmislegt sem bendir til þess að Oddur Einarsson sé höfundur. Má þar nefna mjög góða kunnáttu og ýtarlegar lýsingar á Norður- og Suðurlandi, sem að mati Jakobs hefði Sunnlendingur ekki getað haft.  En hver var Oddur Einarsson? Oddur Einarsson (1559–1630) fæddist í Odda á Rangárvöllum og hlaut menntun sína í Hólaskóla, þar sem hann kynntist vel Norðurlandi og lífsskilyrðum þar. Síðar hélt hann til Kaupmannahafnar og Þýskalands, þar sem hann lagði stund á guðfræði og heimspeki. Árið 1589 var hann skipaður biskup í Skálholti og gegndi því embætti þar til andláts árið 1630. Oddur var mjög lærður maður og skrifaði Íslandslýsingu á latínu árið 1593 til að verja Ísland gegn neikvæðum lýsingum erlendra fræðimanna, sem oft litu á landið sem afskekktan og hrjóstrugan stað. Það er mjög gaman að lesa lýsingar hans, t.d. af eldsumbrotum, hitavatnssvæðum, snjóflóðum og náttúrufyrirbærum eins og norðurljósum. Áhugaverðar eru lýsingar hans á birkiskógum, rekaviði og eldiviði. Hann lýsir húsakosti manna á þessum tíma, sem er merkilegt heimild og sýnir vel hvernig íslenskir torfbæir þróuðust fram á 20. öld. Hann segir frá dæmalausri grimmd og ránsfíkn refsins og ísbjörnum sem koma með rekís frá Grænlandi. Hann lýsir búpeningi og húsdýrum eins og hestum og er með góðan kafla um hunda: _"Af hundum er Ísland mjög auðugt. Sumir eru bæjarhundar, eins og lagaðir til að gæta húsa, aðrir fjárhundar og eru hinir áfjáðustu í að reka saman hjarðirnar, sem dreifðar eru allar götur um fjöll og dali, og enn aðrir eru eingöngu dekurhundar, sem sveitafólk kennir ýmsar listir. Loks eru svo veiðihundar, miklu stærri og vandir á allt annan hátt. Eru þeir notaðir til refaveiða, og leita þeir refinn uppi af furðulegri ratvísi, ekki einasta með því að sjá hann eða heyra í honum, heldur þefa þeir líka uppi spor óvinarins. Þegar honum er svo náð, bita þeir ýmist af honum hausinn, tæta hann sundur eða kyrkja án þess að skadda hann, eftir því hve ofsinn og æðið er mikið í þeim. Auk þess beita bændur ýmsum brögðum til að sitja fyrir refnum og hefna fyrir lymsku hans og búsifjar."_ Þegar ég les þessar lýsingar, sé ég íslenska hundinn eins og við höfum hann í dag: blöndu af bestu eiginleikum þessara hunda. Þeir gæta húsa, reka saman hjarðir, eru dekraðir og hægt er að kenna þeim ýmsar listir. Þeir eru ratvísir og hafa frábært þefskyn. Úr þremur mismunandi hundum, sem eru svo oft nefndir alveg fram á 18. öld (t.d. hjá Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni 1752–1757), varð hundurinn sem við höfum í dag. Fyrir mér kemur þarna skýring á þeirri fjölhæfni sem íslenski hundurinn býr yfir í dag. Mynd: Úr 16.aldar handrit í Árnasafni

Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn

Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn

Íslenski hundurinn hefur lengi verið vinsæll í Danmörku, sjá einnig bloggpóstana um Njord, Pillar og Schierbeck. Í danska blaðinu **VORE HUNDE** frá 1898 birtist [grein eftir Eugen Colding](https://drive.proton.me/urls/MHDE8XE8QR#DiBpN4PYfz5e) þar sem hann skrifar um áætlun Dýragarðsins um að einbeita sér að þremur þjóðarhundum: Stóra Dönum, Íslenska fjárhundinum og Grænlenska hundinum. Hér kemur þýðing á þessari grein: **Dýragarðurinn** „Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hyggst einbeita sér að þremur þjóðarhundum: Stóra Dönum, Íslenska fjárhundinum og Grænlenska hundinum, auk annarra tegunda. Sem stendur á garðurinn enga íslenska hunda, en það er þó aðeins tímaspursmál. Myndin sýnir síðasta afkomanda fyrri stofns garðsins af þessari tegund. Hann dó hér, og nú - í samræmi við venju hr. Hoffmann-Bangs, forstöðumannsins, varðandi öll dýr sem deyja í garðinum - prýðir hann vegg heimilis hans. Þetta er fallega gert og vel við hæfi dýravinarins sem hr. Hoffmann-Bang er. Íslenskir hundar finnast aðallega í Álaborg í þessu landi - sumir sem áður voru keyptir af Christensen skipstjóra fyrir stríðsmálaráðuneytið til að vera þjálfaðir sem stríðshundar, aðrir eru af hans eigin ræktun. Tilraunum með íslenska hunda í herþjónustu var hins vegar hætt, og hundarnir hafa verið færðir til ýmissa eigenda. Á hundasýningunni í Tívolí árin 1897-98 hlaut „Yips“, í eigu P.C. Hansen liðþjálfa, tvö fyrstu verðlaun; „Svartur“, í eigu Steen liðþjálfa, hlaut tvö önnur verðlaun og eitt þriðju verðlaun; og „Pillar“, í eigu T. Lindholm liðþjálfa, hlaut tvö fyrstu verðlaun og bikar. Nokkur eintök má einnig finna í Kaupmannahöfn." Ekki varð þessi áætlun að veruleika, og hundarnir á myndinni voru síðustu íslensku hundarnir sem héldu til í Dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Að auki var hætt að rækta norræna hunda.

CANIS ISLANDICUS

CANIS ISLANDICUS

Mig langar að taka saman nokkrar lýsingar á íslenska hundinum frá síðari hluta nýaldar (18. og 19. öld), sem ég hef ekki áður nefnt í blogginu. Mark Watson kemur með góða samantekt í bók sinni [The Iceland dog 874-1956](https://drive.proton.me/urls/MSZXKPRSBW#NJ3Xh5blzdvJ). Ekki tókst mér að finna alla frumtextana, en þar sem það tókst, set ég tengla á bak við nafn bókarinnar. Íslenski hundurinn (_Canis familiaris Islandicus_) var eina hundategundin á Íslandi á 18. og 19. öld sem vakti að sjálfssögðu áhuga erlendra manna. Honum er oft lýst í sögulegum textum, bæði í tengslum við ferðalög til Íslands og í alfræðibókum. Útlitseiginleikum hans er lýst, svo sem uppréttum eyrum (þó lýsingarnar séu ekki alltaf samhljóða), þykkum feldi í fjölbreyttum litum, hringuðu skotti, sem og hlutverki hans. Það er athyglisvert að íslenska hundinum er oft líkt við grænlenska hundinn. Textarnir sem hér fylgja eru ekki þýddir. **1791 Encyclopedia Britannica** "The first species is the pastoralis, or shepherd'-s dog; which is the same that isused at present, either in guarding our flocks, or in driving herds of cattle. This kind is so well trained for these purposes as to attend every part of the herd, be it ever so large; confine them to the road; and force in every straggler, without doing it the least injury....The Iceland Dog is the only one that has not his ears entirely erect; for their extremities are a little inclined; and Iceland, of all the northern regions has been longest inhabited by half civilized men." [**1792 THE ANIMAL KINGDOM or Zoological System of the celebrated Sir Charles Linnaeus**](https://archive.org/details/animalkingdomorz00linn/page/130/mode/2up) "The ears are erect, with pendulous points; and the hair is universally long, except on the snout, which is short." [**1813 JOURNAL OF A TOUR IN ICELAND IN THE SUMMER OF 1809, by William Jackson Hooker**](https://archive.org/details/journaloftourini00hook/page/276/mode/2up) Among the domestic animals in the island, the dog deserves the first place, not only as the companion and solace of the natives as we 11 as the guard of, their houses, but as being of essential service in their agricultural pursuits, by keeping the horses from eating the grass intended for hay, and by collecting the sheep scattered over the mountains, and driving them to the milking places. Hence they abound throughout the country, and few huts are unprovided with one or two of them. The Fi a a r h u n du r of the Icelanders (Canis lslandicus of some authors) if it has not sufficient characters to rank it as a species, is at least a very strongly marked variety; differing in many points from any of the dogs I have elsewhere seen but most nearly approaching the figures and descriptions that we are given of the Greenland dog. It is rather below the middle size, well proportioned in its parts, having a short and a sharp nose, much resembling that of a fox and small erect pointed ears, of which the tips only, especially in the young animal, hang down. The hair is coarse, straight, and thick, very variable in colour, but most frequently of a greyish brown; the tail long and bushy, and always carried curled over the back." [**1811 TRAVELS IN THE ISLAND OF ICELAND during the summer of the year MDCCCX. By Sir George Steuart Mackenzie**](https://archive.org/details/Travelsintheisla000253532v0MackReyk/page/n397/mode/2up?q=dogs) "The dogs which are generally seen in Iceland, bear a strong resemblance to those of Greenland. Like them they are covered with long hair, forming about their necks a kind of ruff. Their noses are sharp, their ears pointed, and their tails bushy, and curled over their backs. Their predominant colour is white; yet they vary considerably; and some are entirely brown or black. Very few of them can be induced to go into the water; and though some are of service in guarding the cottages and flocks, and preventing the horses from eating the grass intended for hay, yet the greater number appear very useless. Scarcely any family, however, is without one or two of them." [**1829 BIOGRAPHICAL SKETCHES AND AUTHENTIC ANECDOTES OF DOGS. By Thomas Brown**](https://archive.org/details/biographicalske00browgoog/page/186/mode/2up) "This variety of the dog bears a strong resemblance to that of Greenland, differing, however, in the hair and woolly fur not being quite so long. His head is nearly of the same shape, with pricked ears, slightly turned downwards at the tips. His general colour is white, with large patches of black over different parts of the body. In some few instances they are found altogether black The Iceland Dog is frequently of great use to the natives, especially while travelling in winter through the snowy, trackless, and extensive deserts with which that country abounds, as he is oflen their only compa\* nion in these excursions. His instinctive sagacity is of much service to his master while journeying through those regions, for he will forewarn him of a coming storm by skipping and yelling ; and if far from a village, will frequently discover a snug shelter among the rocks for hinpiself and his fellow-traveller. If he is forced to attempt the passage of an unfordable current he sets up a most hideous howling." **1840 THE NATURALISTS LIBRARY MAMMALIA. VOL. X. Sir William Jardine** "The Norwegian emigrants to Iceland seem to have carried a race of dogs to its shores which at present is not found in the parent country. The head is rounder, and the snout more pointed, than the preceding. In stature, it is not larger than that of Kamtschatka, and in fur like the Esquimaux; the ears are upright, and the lips flaccid; the colours white and black, or white and brown. This race is somewhat allied to the following, and therefore may have been obtained from the Skrelings or Esquimaux, by the adventureres who first visited Greenland.''    [**1863: ICELAND: ITS SCENES AND SAGAS. By Sabine Baring Gould**](https://archive.org/details/icelanditsscenes00bari/page/58/mode/2up) "The Icelandic dog (Canis familiaris Islandicus) has been already briefly described in the Introduction: its head is just like that of a fox; it is small, has sharp eyes, short legs, a profusion of hair, a ruff round the neck, a tail curled over the back, and it is generally of a white, dappled, or tawny colour. In Iceland the different kinds of dogs are distinguished by different names. The sheep-dog is fjárhundr; the hound, veithihundr; the dog which can follow scent, rakkr ; the poodle, lubbr ; the house-dog, bærhundr ; and the lap-dog, mjóhundr. The farm, at the door of which Grimr and I reined up, is celebrated for its breed of dogs. The price of a puppy is about a dollar, but the traveller had better not purchase one, as it will not live in England. A skipper, who visited Iceland yearly, informed us that he had brought a dog with him to Leith on his return from every cruise, but that he had never been able to rear any, with the exception of a pup bom on the voyage." [**1875: ULTIMA THULE OR, A SUMMER IN ICELAND, by Richard F. Burton**](https://archive.org/details/ultimathuleorsum01burt/page/171/mode/2up) The Fjarhundr or shepherd-dog (C. Islandicus), according to Mackenzie, is of the Greenland breed ; the " prick-eared cur " certainly resembles the Eskimo, sometimes with a dash of our collie. Formerly they were far more numerous than men ; and old authors mention several breeds — "lubbar" or shag-dogs ; dýrhundar, deer or fox hounds, and dverg-hundar, dwarf hounds or lapdogs. Foreign animals are now rare; the common sort is a little "pariah," not unlike the Pomeranian; stunted, shortbacked, and sharp-snouted, with ruffed neck and bushy tail, or rather brush, curling and recurling. The colour is mostly brownblack, some are light -brown, deep-black, white, and piebald. Those brought to Reykjavik appear shy, savage, and snappish as foxes. Formerly they were trained to keep caravan-ponies on the path ; now they guard the flocks, loiter about the farms, and keep cattle off the "tún." Good specimens easily fetch $6; a horse may be exchanged for the most valuable, those which, they say, can search a sheep under nine ells of snow. They are accused of propagating amongst their masters, hydatic disease and intestinal worms (Tænia echinococcus) ; and this consideration induced the Althing, in 1871, magno cum risu of the public, who asked why the cats were not assessed, to impose an annual dog-tax of $2 per head upon all exceeding a certain number on each farm — it will cause the premature death of many a promising pup. Half of the amount is the perquisite of the Hreppstjórar, the other moiety goes to the Treasury. The danger would be less if the dogs were not so often allowed to lick the platters clean, and to perform other and similar domestic duties." **1887 HUNDEN OG HUNDERACERNE (THE DOG AND DOG BREEDS) by Viggo Moeller** "The ICELAND DQG resembles the GREENLAND DOG, but is smaller, more slenderly built and more long-legged. It is somewhat under medium size, being only 10¼-15 ½ inches tall, and if anything should be described as small. The head is comparatively larget with a broad, high -domed skull, rather pointed muzzle and tight lips. The ears are large, broad at the base, pointed (triangular) and upright. The eyes are small, round and dark in colour. Head and neck are carried high. The body .is lightly built, with a comparatively short back, broad in front, deep chest. Belly drawn up. Legs slender, well set and well shaped. The foot is long with small, curved claws. The bushy tail is carried curled up over the back. The coat is of medium length, longest on the haunches, the tail and the underside of the belly, and it lies close to the body. On the muzzle and legs it is short, and there is no plumed fringe on the front legs. The colour is commonly brownish or greyish and dirty white or yellowish. A usual colour distribution is: back black, underside of the body and limbs white, with the latter colour also on the underside of the tail and its tip, and as a collar around the throat. For this type of dog the Icelanders have a special name: strútóttur, i.e. with a collar around the throat. Dr. Krabbe has obtained a couple of stuffed specimens of this type for the museum of the Royal Veterinary and Agricultural High School of Denmark. The breed is well defined on the whole, though not quite pure near the commercialcenters to which foreign dogs have been imported. Dr. Fitzinger describes various types of Iceland Dogs and distinguishes between Fjaar•hundar, Dyr-hundar, Dvaerg-hundar and Lubbar, but now there is only one breed. Dr. Krabbe, who has visited the island for the purpose of studying domestic animals there, has given an interesting description of the Icelanders' dog-keeping. I take the liberty of quoting the following from his article in Tidsskrift for Landoekonomi (Journal of Agronomy): As will be known, the Icelanders' chief occupation apart from fishery is sheepraising, particularly for those who do not live immediately on the coasts. The dogs are not used to watch the sheep, for all summer they roam freely. Only the milch ewes are gathered close to the farms. All the rest are driven up into the mountains to graze and are not taken home before autumn. But the dogs are excellent at rounding up the sheep and particularlz at fetching them down from inaccessible hills. They also make themselves useful by keeping the horses collected on journeys and by keeping the live stock away from the tún (home meadow)....." Mynd: Interior of Shepherd's Hut, Iceland eftir Bayard Taylor, 1862

Bastard of the dog and the fox

Bastard of the dog and the fox

**Sir Thomas Browne (1605–1682)** var enskur læknir, fræðimaður og rithöfundur sem er þekktur fyrir fjölbreytt ritverk sín sem fjalla um trú, vísindi, heimspeki og náttúruna. Hann var þekktur fyrir skáldlegan og stílhreinan ritstíl og djúpa speki í skrifum sínum. Eitt frægasta verk hans er [_Pseudodoxia Epidemica_ (1646),](https://archive.org/details/BrownePseudodoxia1650Clark/page/n3/mode/2up) einnig þekkt sem **Vulgar Errors**. Í því rannsakar hann almennar ranghugmyndir og goðsagnir samtímans og reynir að leiðrétta þær með rökum og vísindalegum athugunum.  Meðal annars fjallar hann um þá hugmynd að íslenski hundurinn, sem var fluttur til Bretlands og metinn bæði sem vinnuhundur og fjölskyldudýr, gæti verið blendingur úr hundi og ref (Bastard of the dog and the fox).  Hann hafnaði þessari hugmynd og benti á að þrátt fyrir svipað útlit væru hundar og refir líffræðilega ósamrýmanlegir. Mynd: Plinius, 1565

Hungursneyð um 990

Hungursneyð um 990

Í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar er sagt frá því að um árið 990 hafi verið hungursneyð í landinu. Arnór kerlingarnefur lagði þá til að lóga skyldi flestum eða öllum hundum í landinu, þar sem þeir voru svo margir að það gæti bjargað fjölda mannslífa ef ekki þyrfti að fóðra þá. En bændurnir fóru ekki að þessum ráðum og hundarnir héldu lífi. Þessi kafli er hluti af þeim ágripum um sögu íslenska fjárhundsins sem hægt er að finna á netinu. Þar má nefna tillögu Guðna Ágústssonar, alþingismanns, frá 15. febrúar 1994, þar sem hann lagði fram hugmyndir um að auka veg og virðingu íslenska fjárhundsins. Sjá [bloggpóst minn](https://www.fjarhundur.is/is/blog/lifandi_listaverk) og grein úr [_Morgunblaðinu_](https://timarit.is/page/1954753#page/n11/mode/2up) frá 19. desember 1999. Mig hefur lengi langað að fletta þessari sögn upp, og eyddi ég dágóðum tíma í það í dag. Ég fann enska útgáfu af [_Sögu Ólafs konungs Tryggvasonar_](https://drive.proton.me/urls/05E2CBKNWR#EEDXrZsbNOW2), og kafli 226 á blaðsíðu 360 segir frá aðdraganda þess, sem fékk Arnór til þessarar tillögu. Ekki hefur mér tekist að finna þennan kafla í íslenskri útgáfu, en mér sýnist að sagan sé aðeins til í **Ólafs sögu Tryggvasonar hin mesta**. Sú saga var samin um 1300 og styðst meðal annars við _Ólafs sögu Tryggvasonar_, eins og Snorri Sturluson gekk frá henni í [_Heimskringlu_](https://drive.proton.me/urls/PBR4RP0P9G#1LOrGUFGULRV). Hins vegar bætir hún frásögnina með öðru efni. Yngri útgáfa af _**Ólafs sögu Tryggvasonar hin mesta**_ er varðveitt í _Flateyjarbók_, þar sem sagan er mikið aukin með því að skjóta inn heilum sögum eða köflum úr sögum sem tengjast Ólafi konungi Tryggvasyni. Ekki tókst mér í dag að skoða _Flateyjarbókina_ til að finna frumtextann á íslensku, en það verður kannski verkefni seinna – hver veit? Ég er þó ánægð með að hafa fundið söguna í kringum tillögu Arnórs.

Fornleifarannsóknir

Fornleifarannsóknir

Eftir að hafa skrifað póstinn um [Hunda á landnámsöld](https://www.fjarhundur.is/is/blog/hundar-a-landnamsold) langaði mig að skoða fornleifarannsóknirnar betur til að dýpka þekkingu mína og fá meiri innsýn. Lítið er vitað um útlit hunda á landnámsöld, en vitað er að þeir komu með landnámsmönnum til Íslands á 9. öld. Við vitum einnig að hundar sinntu ýmsum verkefnum og voru því misjafnir að gerð. Sumir fylgdu höfðingjum í blíðu og stríðu, eins og Sámur Gunnars á Hlíðarenda, sem talið er að hafi verið írskur úlfhundur sem var veiðihundur. Smáhundar voru aftur á móti þekktir sem gæludýr yfirstétta og presta. Flestir landnámsmenn voru bændur. Búfénaður þeirra gekk að hluta til sjálfala og hélt sig ekki í hópum, enda áttu dýrin enga náttúrulega óvini og dreifðust víða. Hundar voru því notaðir til að smala búfénaðinum saman og reka hann heim að bænum. Hvorki úlfhundar né smáhundar voru hentugir til slíkra verka í þessu viðfeðma landi. Það voru hins vegar fjárhundar sem urðu ómissandi félagar bænda. Fornleifarannsóknir hafa varpað ljósi á þær tegundir hunda sem voru til á fyrstu áratugum byggðar á Íslandi, sem og á tengslin milli hunda og fólks á þessum tíma. Hundabein hafa fundist í 32 kumlum frá víkingaöld. Rannsóknir á dýrabeinum á Íslandi hófust á 19. öld. Til dæmis fannst kuml frá víkingaöld við Hafurbjarnastaði árið 1868, þar sem grafið voru upp bein af hesti og hundi. "Hundar á Víkingaöld voru ólíkari innbyrðis en íslenska kynið í dag og voru stundum einnig grafnir með fólki. Sjaldgæfara var að drepa og grafa hunda og var sá siður ekki jafn fastmótaður og hrossdrápin. Hundarnir deildu alltaf gröf með manneskju en stundum var einungis hluti skrokks þeirra grafinn. Ummerki á beinum sumra hundanna benda til að þeir hafi notið atlætis í lifanda lífi sem styrkir þá túlkun að þeir hafi verið grafnir með eiganda sínum." [(Rúnar Leifsson. Ritual Animal Killing and Burial Customs. 2018).](https://drive.proton.me/urls/J9DSCKP9SR#2gQ9MSu4H4kW) Við rannsóknir á hundabeinum hefur í nokkrum tilfellum komið í ljós gömul, gróin beinbrot, og stundum vantar tennur. Talið er að hundarnir hafi verið grafnir í þessu ástandi. Slík meiðsli gætu verið ummerki um ofbeldi eða misþyrmingar, sem sjaldan finnast í tengslum við búfénað. Hins vegar hefur samband fólks og hunda alltaf einkennst af sterkum tilfinningatengslum. Hundar voru mun nær eigendum sínum en önnur dýr og gegndu oft hlutverki félaga og vinveittra samferðamanna. (Rúnar Leifsson) Það er einnig áhugavert að lesa um hvernig hundar voru staðsettir í gröfum manna. Ólíkt hestum fylgdu þeir alltaf mönnum og voru aldrei grafnir einir sér. Staðsetning hundanna gefur sterklega til kynna náin tengsl milli manns og dýrs. Oftast hafði hundslík verið lagt við fætur hins látna. Þetta gæti hafa líkt eftir hundi sem krýpur og hvílir við eiganda sinn, rétt eins og hann gerði í lifanda lífi. Í tveimur tilvikum voru tengslin milli manns og hunds enn nánari. Í Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu var maður grafinn liggjandi á hlið í svokallaðri „fósturstellingu“, þar sem hundurinn hafði verið lagður undir annað hné hans. Svipuð staðsetning á hundi er líkleg í gröf á Dalvík (Brimnes) í Eyjafirði. Þar álykta fornleifafræðingar að hinn látni hafi verið grafinn í sitjandi stöðu, með hundinn hvílandi milli fóta hans eða hennar. Ekki er ljóst hvernig hundar voru felldir í tengslum við grafarsiðir í flestum tilvikum. Þetta er að hluta til vegna lélegrar varðveislu og stundum vegna þess að sýnum var valið af handahófi við uppgröft, en hugsanlega einnig vegna þess að sumar aðferðir til að drepa skildu ekki eftir ummerki á beinum. Einu skráðu ummerkin hingað til benda til að það hafi verið gert með barefli. Fyrir utan doktorsritgerð Rúnars Leifssonar, sem ég hef að mestu leyti notað til að vinna þennan póst, er bók Kristjáns Eldjárns _**Kuml og haugfé**_ frá 1956 ómetanleg heimild fyrir áhugasama um fornleifarannsóknir á kumlum og gröfum á 20. öld. Einnig er ritið [Margt býr í moldinni](https://drive.proton.me/urls/DZXJT7S52G#nI12j4ZMGmm8) frá Byggðasafni Skagfirðinga, sem fjallar um rannsóknir í skagfirsku minjaumhverfi á árunum 2000–2005, mjög áhugavert og miðlar fróðleik til almennings á aðgengilegan hátt. Í rannsóknum í Skagafirði fundust hundabein bæði á Kolkuósi og í Keldudal. Kolkuós var ein helsta verslunarhöfn landsins frá landnámi fram á 16. öld og er staðsett skammt frá Hólastað, sem varð biskupsstóll árið 1106. Þar fundust meðal annars hundabein úr maltnesku smáhundi sem var þekkt gæludýr yfirstétta Evrópu á miðöldum. Þetta er í fyrsta sinn sem leifar slíks hunds finnast á Íslandi. Í Keldudal fundust fyrir tilviljun kumlateigur og leifar kristins grafreits. Hundabein voru í tveimur kumlanna. Í öðru kumlinu voru bein úr íslenskum hundi, en í hinu bein úr svokölluðum höfðingjahundi eða „Greyhound“. Stórir hundar eru þekktir úr fornsögum, eins og áður nefndur Sámur Gunnars á Hlíðarenda. Slíkir hundar voru ekki í almannaeigu, og þessi fundur, líkt og smáhundabeinin í Kolkuósi, bendir til þess að hundar hafi verið fluttir inn sem stöðutákn höfðingja héraðsins. (Úr bókinni _Margt býr í moldinni_). Mynd: hægri herðablað úr hundi, fundið í Vatnsdal. Úr: [(Rúnar Leifsson. Ritual Animal Killing and Burial Customs. 2018).](https://drive.proton.me/urls/J9DSCKP9SR#2gQ9MSu4H4kW)

Fréttaskot

Fréttaskot

Það er orðið vetrarlegt úti og nú gefst tími til að vinna markvisst að lokasprettinum fyrir sýninguna. Húsið er nú orðið einangrað að innan, en samt er ýmislegt eftir að gera. Ég held áfram að lesa og grúska, en nýlega fór ég í ferð til útlanda og nýtti tækifærið til að heimsækja nokkur söfn. Það er alltaf gaman og fróðlegt að skoða uppsetningu safna og úrvinnslu efnis sem er til sýnis – sem er yfirleitt aðeins brot af því sem er "á bak við" safnið. Ég sendi inn styrkumsókn í haust og vona að ég fái jákvætt svar. Ég hef áður sagt að án styrkjanna sem ég hef fengið hefði ekki verið hægt að koma þessu öllu í framkvæmd. Sama hvernig fer, þá hefur rannsóknarvinnan undanfarin tvö ár verið afar áhugaverð og fróðleg. Það gladdi mig mjög að sjá pistil á Facebook um daginn eftir þjóðþekktan rithöfund og sögumann, þar sem efsta heimild var bloggpóstur frá mér á þessari síðu um uppruna íslenska fjárhundsins. Það sýnir mér að ég er að gera eitthvað eftirtektarvert hér. Ég stefni á að vera með opinn dag núna í aðventu til að kynna verkefnið og fyrstu sýnilegu safngripi fyrir nærumhverfið mitt.

Hundar á landnámsöld

Hundar á landnámsöld

Það eru engin rit né nákvæmar lýsingar frá landnámsöldinni. Þekking okkar kemur bæði úr Landnámabók og Íslendingabók, sem eru báðar frá 12. öld. Litlar heimildir eru til um hunda frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi. Engar lýsingar eru á fjárhundum í Íslendingasögum og þar er einnig mjög lítið að finna um hunda almennt. Þó má nefna Sám hans Gunnars á Hlíðarenda en talið er að hann hafi verið írskur úlfhundur.  Þekkingin okkar kemur einnig úr fornleifarannsóknum. Í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði fannst fyrir tilviljun grafreitur þegar verið var að grafa grunn að nýju ferðaþjónustuhúsi. Við fyrstu vettvangskönnun varð ljóst að þarna væri um leifar kristins grafreits að ræða og að hann væri, að minnsta kosti að hluta til, eldri en Heklugosið sem varð árið 1104. Seinna fannst einnig kumlateig á svæðinu. Í viðtækum fornleifarannsóknum árin 2002–2003, sem síðan voru framkvæmdar, fundust ekki bara mannabein heldur einnig dýrabein í nokkrum kumlum. Sum þeirra voru af fullvöxnum háfættum og lágfættum hundum, sem segir okkur til um tilvist hunda í misjöfnum stærðum og "útgáfum" rétt eftir landnámsöld. Áhugasömum er bent á [skýrslu rannsóknarinnar](https://www.glaumbaer.is/static/files/pdf/Rannsoknarskyrslur/bsk-2013-135-keldudalur-i-hegranesi-2002-2003.pdf). Þó að við höfum bara litlar heimildir frá landnámsöldinni, getum við gert okkur í hugarlund og ímyndað okkur hvernig hundurinn, sem síðar varð að íslenska fjárhundinum, kom til landsins og varð hluti af daglegu lífi fólks, bæði í gleði og sorg. Lítum hér á sögu sem finnst í bókinni [_The Icelandic Sheepdog: The dog of the Vikings_](https://www.amazon.com/-/de/dp/B0CTXFXBFP/ref=sr_1_1?__mk_de_DE=%C3%85M%C3%85%C5%BD%C3%95%C3%91&crid=3KO80S3TVFP2V&dib=eyJ2IjoiMSJ9.KKoPt-Sp8bbQESMfuZdsRvxS_u5scLmbD34te5uG78ATgFTI8X50WmepSZYTxJWBKecVwRXPPI2QYcypKsEecfXiABDFXH31-jTOFvYU5rPGbUZOm_kG5HRpiOuXm7QHgl9cWhRqGECUE-3TXYlzGFksTYUommn1Tnbr_LsfRx6bh74HM6ZOrgJqIEh-qq4HTCFh21nAMyrAD42izvCPlkCsWmyuXDt7gaIJP14pPQI.zcXY1hx1-7fQz7vvkCTNMzjxBLZhQHhZb4WpNqyHCOo&dib_tag=se&keywords=the+Icelandic+sheepdog&qid=1729243660&sprefix=the+icelandic+sheepdog%2Caps%2C213&sr=8-1) eftir Tom Verbeeck, sem kom út fyrr á þessu ári og er frábær lesning fyrir vini íslenska fjárhundsins. Í bókinni fer Tom yfir samband víkinganna og hundanna sinna, sem mér finnst einstaklega fróðlegt, því það gefur okkur smá hugmynd um hvernig þeir völdu hundana sína áður en ferðinni var heitið til Íslands. "Ferðin frá meginlandinu til Íslands var mikil áskorun. Flestir sem lögðu í leiðangurinn voru smábændafjölskyldur, dregnar af loforðum um land og frelsi. Engar skriflegar heimildir eru til um ferðina, en líklega hefði bóndi sem hafði tekið stökkið sagt eftirfarandi sögu: Síðla sumars, þegar dagarnir byrjuðu að styttast og kaldur andvari færðist yfir loftið, söfnuðum við fjölskyldan saman okkar dýrmætustu eigum. Við höfðum heyrt sögurnar, orðróminn um ótemja land í norðri sem beið eftir að verða uppgötvað og byggt. Ísland, svo hvíslaði vindurinn, bauð upp á nýtt upphaf, tækifæri til betra lífs í gnægð auðlinda og rýmis óþekkts lands.  Knörrinn okkar, sterkt kaupskip sem var einskonar heimili fjarri heimahögum, lá tilbúinn við hrjúfa ströndina. Kíllinn hafði klofið gegnum harða öldu margra hafsins, og nú var það tilbúið að bera okkur, hugrakka sálir, til fyrirheitna framtíðar. Knörrinn, hlaðinn viðaröskjum, matvælum og fatnaði, gaf einnig rými fyrir dýrmætustu eign bóndans: búpeninginn hans.  Sólin speglaðist á tindrandi hafinu þegar við leiddum sauðfé, nautgripi og hesta um borð í farmrýmið. Strá og hey voru vandlega lögð til að skapa þægilegt skjól fyrir trúu fylgdarmenn okkar á löngu ferðinni framundan. Loftið var fullt af blöndu af spenningi og kvíða, því þó við dreymdum um nýtt upphaf, þá vissum við að vegurinn yrði ekki án áskorana. Seglið var dregið upp og vindurinn knúði knörrinn okkar áfram með kröftugum hvössum. Hafið var ófyrirsjáanlegt, stundum grimmt og villt, en stundum rólegt og hughreystandi. Dagar liðu á meðan við sigldum norður, sjóndeildarhringurinn ávallt hulinn í þoku vonar og fyrirheita.  Hundarnir okkar, trúir förunautar sem voru jafn mikilvægir hluti af fjölskyldunni okkar og búféð sem við fluttum, geltu af spenningi þegar þeir hlupu fram og til baka um skipið. Ferðin var ekkert einfalt verk. Á leiðinni mættu okkur áskoranir, allt frá óveðrum til logndaga þar sem við þráðum landið sem við vonuðumst til að ná til. En að lokum, eftir vikur af seiglu og þrautseigju, blasti hrjúf strönd Íslands við okkur. Við fundum spennuna í loftinu þegar við stigum í land og leiddum dýrin okkar varlega á fast land.  Jörðin undir fótum okkar var gróf og ósnortin, strigi sem beið eftir að verða mótaður og ræktaður af okkur. Við vorum frumkvöðlar, djarfir bændur á nýjum vegi í þessu ókunnuga landi. Knörrinn í fjarska, vagga á öldunum, var vitni að því þegar við hófum að koma okkur fyrir, sauðfé okkar og nautgripir á beit á víðáttumiklum engjum, á meðan hundarnir okkar skimuðu af áhuga hæðirnar eftir lífsmerkjum.  Þannig hófst ævintýri okkar á Íslandi, með skipin sem hljóðlaus vitni að einbeitni okkar og þrautseigju. Knörrinn og áhöfnin, með búfé og hunda um borð, flutti okkur til nýs kafla í lífi okkar, þar sem við gróðursettum drauma okkar og vonir í frjósama moldina og hófum að smíða framtíð okkar í hrjúfu landslagi ókunns lands.  Með hverjum degi sem leið urðu böndin okkar við landið sterkari og dýpri. Sauðfé okkar beit á blómstrandi hæðum og fann næringu meðal gróðurríkra gróðursvæða. Nautgripirnir þræddu dalina og leituðu hvíldar við tærar lækir, á meðan hestarnir okkar prófuðu sterku fætur sína á hrjúfum stígum sem við byrjuðum að leggja.  Hundarnir okkar, tryggir förunautar sem aðlöguðust lífinu í nýja landinu, voru ómissandi. Þeir hlupu glaðir yfir hæðirnar og leituðu að dreifðum hjörðum okkar. Skyggni þeirra og vökul eðli hjálpuðu ekki aðeins við að verja búfé okkar fyrir hugsanlegum hættum heldur einnig við að reka kindurnar heim þegar þær fundust. Geltið þeirra fyllti loftið þegar þeir leiddu hjörðina heim á bæinn, skottin stolt krullað á bakinu. Á meðan lambféð fæddist héldum við kindunum okkar nærri, vitandi að viðkvæmu nýborna lömbin þurftu aukna umönnun og vernd. Hundarnir okkar voru ávallt á verði, augun vökul til að hræða burt hugsanlega ránfugla sem líttu á dýrmætu lömbin okkar. Gjörðir þeirra voru eins og dans af vernd og umhyggju, óþreytandi við að gæta hjördýranna og hjálpa okkur við að forðast tap sem hefði hindrað fyrirætlanir okkar.  Byggðin okkar óx og blómstraði, með hörðum störfum okkar og trúrri tryggð dýranna. Hundarnir ávallt við hlið okkar. Á daginn tóku þeir virkan þátt í bændastörfum; gættu búfjárins, vörðu landareignina og buðu hjálparhönd þar sem þess þurfti. Á kvöldin og nóttinni slökuðu þeir á við fætur okkar eða á rúminu, deilandi hlýju sinni með okkur á köldum dimmum nóttum. Árstíðirnar skiptu um og árin liðu. Hundarnir okkar voru ekki aðeins verðir og verkamenn, heldur einnig ástkærir félagar og vinir. Þeir deildu með okkur gleði og sorgum, sigrum og áföllum.  Og á meðan við mótuðum nýtt líf okkar á Íslandi, urðu hundarnir lifandi þráður í vefnum okkar, stöðug áminning um tengsl okkar við landið, búféð og hvert annað. Og þannig er saga byggðar okkar lituð viðveru og tryggð þessara ótrúlegu dýra. Þau voru hluti af daglegu lífi okkar og mynduðu óútslettanlegan hluta af minningum okkar. Tryggð þeirra, hollusta og fjölhæfni hjálpuðu okkur við hvert skref ævintýrisins á Íslandi, og arfleifð þeirra lifir áfram í hjörtum okkar og komandi kynslóða." **Takk fyrir að taka okkur með í þetta ferðalag, Tom!**

Martin Behaim 1492

Martin Behaim 1492

Annað nafn sem kemur fyrir í sögulegum ágripum um íslenska fjárhundinn er Martin Behaim, og ætla ég hér að taka saman nokkur orð um hann. **Martin Behaim** (1459–1507) var þýskur kortagerðarmaður, landkönnuður og kaupmaður frá Nürnberg. Hann er þekktastur fyrir að hafa smíðað elsta varðveitta jarðkúlan, svokallaðan [„Erdapfel“ (1492).](https://globus1492.gnm.de/en) Á jarðkúlunni eru öll þau lönd dregin, sem kunn voru, áður en Ameríka fannst; þar er ritað margt á kúluna um löndin, og meðal annars dálítil klausa um Ísland. Ísland er þar sett norður af norðvesturhorni Skotlands nokkru fyrir norðan heimsskautsbaug; það er sporöskjumyndað og smáskorur inn í það hér og hvar. Hjá landinu er skrifað á þýzku: „**Á Íslandi eru fagurlega hvítir menn, og eru þeir kristnir. Þeir eru vanir að selja hunda sína dýrt, en börn sín gefa þeir kaupmönnum fyrir ekkert, svo hin önnur hafi fæði.** Á Íslandi eru einnig áttræðir menn, sem aldrei hafa smakkað brauð; þar vex ekkert korn, og í stað brauðs eta menn þurr fisk. Á Íslandi fæst harðfiskurinn, sem fluttur er í vort land.“ Heimild: [Landfræðisaga Íslands. Eptir Þorvald Thoroddsen](https://baekur.is/bok/ce2fb989-1c57-4fca-87e5-eb09c7e41f4b/1/114/Landfraedissaga#page/n113/mode/2up).

De Canibus Britannicis 1570

De Canibus Britannicis 1570

**John Caius** (1510–1573) var enskur læknir, fræðimaður og stofnandi Gonville and Caius College í Cambridge. Hann var þekktur húmanisti á endurreisnartímanum og skrifaði bókina _De Canibus Britannicis_. [_De Canibus Britannicis_](https://www.gutenberg.org/files/27050/27050-h/27050-h.htm#dogges) eftir John Caius frá árinu 1570 er eitt af fyrstu verkum til að flokka breska hundakyn markvisst, þar sem lýst er gerðum þeirra, hlutverkum og einkennum. Skrifuð á latínu, veitir hún innsýn í hlutverk hunda á elísabetartímanum, þar á meðal kyn sem voru notuð til veiða, varðhalds og félagsskapar. Í kafli um erlendir hundar skrifar hann meðal annars um íslenska hunda: **„Externos aliquos & eos majusculos, Islandicos dico & Littuanicos, usus dudum recepit: quibus toto corpore hirtis, ob promissum longumque pilum, nec vultus est, nec figura corporis. Externa prælata. Multis tamen quòd peregrini sunt, & grati sunt, & in Melitæorum locum assumpti sunt: usque adeo deditum est humanum genus etiam sine ratione novitatibus. ἐρῶμεν ἀλλοτρίων, παρορῶμεν συγγενεῖς, miramur aliena, nostra non diligimus.“** "Sumir erlendir hundar, sérstaklega stærri, eins og íslenskir og litháískir hundar, hafa verið notaðir hér lengi. Þessir hundar eru algerlega þaktir loði, með sítt, flæðandi hár, og hafa hvorki greinilegt andlit né líkamsform. Útlendir hundar eru í uppáhaldi. Vegna þess að þeir eru útlendir, eru þeir metnir mikils og hafa komið í stað Melítahundanna, þar sem mannkynið er svo gefið fyrir nýjungum, jafnvel án nokkurrar ástæðu. Við elskum það sem er útlent, en vanrækjum okkar eigið." Þannig virðist sem íslenskir hundar, sem eru svo loðnir að varla megi greina höfuð þeirra frá búknum, séu í miklu uppáhaldi hjá aðlinum í Bretlandi. Má einnig nefna aftur í þessu samhengi að William Shakespeare nefndi íslenskan hund í leikritinu _Henry V._ sem var skrifað um 1600: **Pish for thee Iceland Dog! Thou prick-ear´d cur of Iceland!** "Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!"

Olaus Magnus 1555

Olaus Magnus 1555

Ég ákvað að skyggnast aðeins lengra aftur í tímann. Í þeim stuttu ágripum af sögu íslenska fjárhundsins sem hægt er að finna, er Olaus Magnus oft nefndur. Yfirleitt er þetta orðað svona: "Árið 1555 skrifaði Olaus Magnus að íslenskir hundar væru vinsælir hjá prestum og aðalskonum. Hann lýsir hundinum jafnframt sem ljósum eða hvítum og með þykkan feld." Ég reyndi að finna meira, mögulega frumtextann, því mér finnst betra að skoða heimildina sjálfa til að fá heildarmyndina betur, en það tókst ekki. Kannski ekki furðulegt, þar sem þessi lýsing er úr verki hans **Historia de gentibus septentrionalibus** (Saga norrænna þjóða), sem var skrifað á latínu. Verkið var gefið út í Róm árið 1555 og er talið eitt merkasta rit um menningu og líf norrænna þjóða á 16. öld. **En hver var Olaus Magnus?** Olaus Magnus (1490–1557) var sænskur biskup, landkönnuður og rithöfundur, þekktastur fyrir verk sitt **"Historia de gentibus septentrionalibus"**. Hann fæddist í Linköping í Svíþjóð og var menntaður bæði í Svíþjóð og í Þýskalandi. Hann ferðaðist víða um Norðurlönd og safnaði upplýsingum um þjóðir og menningu norðursins. Olaus var mikill talsmaður kaþólsku kirkjunnar og bjó við útlegð í Róm eftir siðaskiptin í Svíþjóð. Hann helgaði líf sitt því að skrifa og varðveita sögu og menningu Norðurlanda. Bæði verk hans og teikningar eru ennþá virt í dag fyrir að lýsa bæði menningu og náttúru Norðurlanda með stórfenglegum hætti. **"Historia de gentibus septentrionalibus"** fjallar sérstaklega um Norðurlönd, þar á meðal Ísland, Svíþjóð, Noreg og Finnland, auk þess sem það tekur til ýmissa atriða úr daglegu lífi fólks, svo sem veiðar, sjómennsku, búskap og jafnvel galdrar. Olaus Magnus leggur áherslu á hina erfiðu veðráttu og harða lífsskilyrði, en hann lýsir líka óvenjulegum siðum, trúarbrögðum og skrítnum sögupersónum úr munnmælasögum. Verkið er skreytt mörgum myndum. Olaus Magnus teiknaði einnig stórmerkilega kort, **Carta Marina**. Þetta er eitt elsta kortið sem sýnir norðlægar slóðir með nákvæmum hætti.  **Carta Marina** er ekki aðeins landfræðilegt kort, heldur einnig mikilvæg heimild um hugmyndir miðalda um heiminn og sér í lagi um Norðurlönd. Á kortinu eru til dæmis myndir af skrímslum í Norðurhöfum, sem á þeim tíma voru talin raunverulegar verur af sjómönnum og ferðamönnum. Þetta kort hefur haft mikla þýðingu fyrir sögulegan skilning á Norðurlöndum og var mikil framför í samanburði við fyrri kortagerð.  **Carta Marina** er bæði listaverk og fræðirit, og það gefur innsýn í veröld norrænna þjóða á 16. öld. Áhugasömum er bent á eftirfarandi vefsíður til að lesa meira um Olaus og skoða myndskreytingar:  ["Historia de gentibus septentrionalibus"](https://gallery.lib.umn.edu/exhibits/show/olausmagnus/historia) [Olaus Magnus - History of the Nordic Peoples (from 1555) - Illustrations with Comments](https://www.avrosys.nu/prints/prints23-b-olausmagnus-intro.htm) [Carta Marina](https://gallery.lib.umn.edu/items/show/1026)

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Þar sem við finnum ekki margar lýsingar og myndir íslenska fjárhundsins í gegnum aldinar sem eiga upruna hjá Íslendingum sjálfum, gefa okkur ferðabækur og frásagnir erlendra ferðamanna oft góða mynd af íslenska hundinum. Bæði í orðum og myndum. Bók sem inniheldur að minnsta kosti tvær lýsingar á íslenska hundinum er [By fell and fjord or Scenes and studies in Iceland](https://drive.proton.me/urls/3Q1KHSM1N8#bDgLp2dOvXp3) eftir Elizabeth Jane Oswald frá árinu 1882. Ég ætla að gera útdrátt úr bókinu og set sögurnar Kára og Móra inn í söguhluta vefsíðunnar. Einnig mæli ég með að glugga í bókina, sjá tengill hér að ofan. Frásagnir eins og þessi eru afar mikilvægar fyrir varðveislu sögu hundsins, hvernig útlitið hans var, fyrir hvað hann var notaður og svo framvegis. Og eins og oft áður sannar það sig að glögga auga gestsins er ómetanlegt til að lýsa því sem fyrir augað hans ber en þykir sjálfsagt fyrir fólk sem hefur alist upp hér. Mynd eftir Auguste Mayer, 1836.

Bósi

Bósi

Bósi Bósi! geltu Bósi minn! en bíttu ekki, hundur! ella dregur einhvur þinn illan kjaft í sundur. Hafðu' ekki' á þér heldra snið höfðingja, sem brosa, en eru svona aftan við æru manns að tosa. [Jónas Hallgrímsson (1844-5)](https://digicoll.library.wisc.edu/Jonas/Bosi/Bosi.html) Franski landkönnuðurinn Paul Gaimard heimsótti Ísland árin 1835 og 1836. Seinna sumarið stýrði hann vísindaleiðangri á vegum frönsku stjórnarinnar. Vísindarit hans _Voyage en Islande et au Groënland_ voru gefin út í níu bindum eftir heimkomuna. Gaimard varð svo frægur á Íslandi að Jónas Hallgrímsson [orti kvæði um hann.](https://digicoll.library.wisc.edu/Jonas/Herra/Herra.html) Ritið _Voyage en Islande et au Groënland_ (1840–1842) inniheldur margar teikningar, skýrslur og rannsóknir á náttúru, dýralífi og menningu Íslands. Myndin hér að ofan er úr þessu riti. Henni fylgir eftirfarandi lýsing: Þetta er sjaldgæf prentmynd með titlinum _"Mammifères Plate 7 - Chien Islandais (Canis familiaris Islandicus)"_, sem sýnir íslenska fjárhundinn. Þetta er koparstungumynd með samtíma handlitaðri skreytingu á velínpappír. Hún var gerð af listamanninum Massard eftir teikningu Werner. Slíkar prentmyndir eru ekki aðeins merkilegar sem listaverk heldur einnig sem vísindaleg skjöl frá 19. öld. Þær höfðu oft þann tilgang að lýsa nákvæmlega dýrategundum með náttúrufræðilegum áherslum, og í þessu tilviki er íslenski fjárhundurinn sýndur. Samkvæmt merkingu á myndinni er um að ræða prent númer 1 af 5, og með mikilli ánægju get ég upplýst að ég eignaðist einmitt þetta eintak á dögunum fyrir sýninguna. [Nánar um leiðangur Gaimards er hægt að lesa hér.](https://timarit.is/page/4372104#page/n3/mode/2up)

Njord

Njord

Ég var að leita að upplýsingum um þessa mynd, sem er einnig í bók Watsons og merkt Njord, en henni fylgja engar frekari skýringar. Aftur var það [Jørgen Metzdorff](https://naskur.dk/) sem gat hjálpað mér, en hann vissi að þessi mynd var prentuð í danska tímaritinu _Vor Hunde_. Sennilega var Njord einn af íslenskum fjárhundum sem voru í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Teikningin af Njord líkist mjög hundinum á ljósmynd frá [_Københavns Zoologiske Have_](https://drive.proton.me/urls/MHDE8XE8QR#DiBpN4PYfz5e). Sú mynd var tekin 1898/99 og er af þeim síðustu sem lifðu í dýragarðinum. Þau höfðu þann draum að rækta og kynna mismunandi þjóðarhunda – íslenska fjárhunda, grænlenska hunda og Grand Dan. Myndin hékk lengi á skrifstofu forstjóra dýragarðsins. Jørgen reyndi að leita frekari upplýsinga í skjalasafni dýragarðsins en var því miður ekki svo heppinn að finna meira. Þannig mun ráðgátan um Njord áfram standa.

Hver var Pillar?

Hver var Pillar?

Í leit minni að gömlum myndum og teikningum rakst ég á mynd af "Pillar" en hún kemur fram í bókinni "Dogs of all Nations" eftir Mason sem ég nefndi í bloggfærsluna [Les Races de Chiens (1897)](https://www.fjarhundur.is/is/blog/les-racen-de-chiens-1897) fyrir nokkrum dögum. Danski rannsóknarfélagi minn, [Jørgen Metzdorff](https://naskur.dk/) fræddi mig hins vegar meira um þessa mynd, og mig langar að koma þessum upplýsingum hér á framfæri. Hann segir frá því að myndin af Pillar var upphaflega birt í grein í [“Vore Hunde”](https://drive.proton.me/urls/H706PG7DKR#ihCMe0IeZOJF) í apríl 1900. Pillar var svokallaður stríðshundur sem gegndi mikilvægu hlutverki. Jørgen segir að fjöldi íslenska fjárhundar var fluttur frá Íslandi til Danmerkur um 1890 til að sinna samskiptahlutverkum. Hundarnir voru hluti af hernaðartilraun þar sem íslenskir fjárhundar voru notaðir til að bera skilaboð milli framsækra hersveita, svokallaðir stríðshundar. Tilraunin var hafin af Christensen skipstjóra, og íslenski fjárhundurinn var valinn vegna fjölhæfni sinnar, sjálfstæðis og greindar. Notkun íslenska fjárhundsins sem stríðshundar var þó aðeins tilraun, þar sem skilaboðaflutningur var fljótlega tekinn yfir af öðrum uppfinningum. Pillar bjó hjá Sergeanti Lindholm í Álaborg og var veitt heiðursverðlaun á sýningu í Danska hundaræktarfélaginu árið 1897 og fyrsta verðlaun bæði 1898 og 1899. Pillar var, svo best sem við vitum, notuð til ræktunar tvisvar sinnum. Bókin [_The Iceland Dog_](https://drive.proton.me/urls/MSZXKPRSBW#NJ3Xh5blzdvJ) eftir Mark Watson inniheldur myndir úr sýningarskrám Danska hundaræktarfélagsins. Tvær myndir eru frá sýningunni í júlí 1900, þar sem þrír afkomendur Pillars (fæddir 1899 undan Svart) tóku þátt. Aðrar tvær myndirnar eru frá hundasýningu í Kaupmannahöfn árið 1901 og sýna tvo aðra afkomendur Pillars (fæddir 1900 undan Sampa, í eigu Sergents Andersen). Allir afkomendur voru í eigu Sergents Lindholm. Nokkrir af þessum syndum hundum voru til sölu á 50-100 DKK, sem samsvarar 4200- 8400 DKK (85.000-170.000 ISK) á núgildandi verðlagi (2024). **Smá innskot:** Venjulegur danskur verkamaður þénaði 0,39 DKK á klukkustund samkvæmt tölum frá árinu 1907. Ef þessi upphæð er uppfærð til ársins 2024 jafngildir hún 33 DKK á klukkustund. Árið 1900 tók það um 250 vinnustundir til að greiða fyrir hund. Meðallaunin í Danmörku árið 2024 eru 240 DKK á klukkustund – þannig myndi hundur, miðað við sömu forsendur, kosta um 60.000 danskar krónur eða 1,2 milljónir ISK. Hundar voru tiltölulega dýrir á þeim tíma miðað við í dag.  Þannig gerði Pillar garðinn frægan í Danmörku á þessum árum, og mynd af henni var síðar notuð í bók Masons.

Christian Schierbeck - Den ægte islandske Spids

Christian Schierbeck - Den ægte islandske Spids

Christian Schierbeck fæddist árið 1872 í Danmörku og lauk læknanámi sínu í Reykjavík árið 1900. Hann starfaði sem læknir í Reykjavík árin 1901 og 1902. Christian Schierbeck kvæntist dönsku konunni Bertu Schultz í Reykjavík árið 1900, og á meðan á dvöl þeirra stóð bjuggu þau á Laufásvegi í miðbænum. Frá Íslandi fluttu þau til Noregs og síðan til Ástralíu þar sem hann lést árið 1917, aðeins 45 ára gamall. Schierbeck eignaðist hundinn Sám, sem vakti athygli í Danmörku, og harmar hann að íslenski fjárhundurinn væri ekki mjög þekktur í Danmörku og væri orðinn sjaldséður á Íslandi. Hann skrifaði grein um „íslenska spitzhundinn“ sem birtist upphaflega í „Vore Hunde“ árið 1900. Schierbeck er einn af þeim fyrstu sem benti á þá staðreynd að íslenski hundurinn væri að fækka í heimalandi sínu. Í bók Watsons birtist hluti greinarinnar, en greinina í heild sinni er hægt að finna á dönsku síðunni [Naskur.dk](https://naskur.dk/islandsk-farehund/historisk-tilbageblik/den-aegte-islandske-farehund). Ég fékk leyfi til að endurbirta greinina hér í þýðingu, og einnig er hægt að lesa stutta útgáfu í [grein Birgis Kjarans](https://timarit.is/page/3292626#page/n7/mode/2up). **Hinn sanni íslenski spitzhundur** Eftir Chr. Schierbeck, læknir, Reykjavík. Upphaflega birt í "Vore Hunde", árið 1900. Sámur og ég höfum nú varið samtals um það bil 2 1/2 klukkustund á ljósmyndastofu Hansen & Weller – niðurstaðan var tugir misheppnaðra platna. Við létum gera prentun af þeirri bestu og niðurstaðan liggur fyrir sem listrænt viðauki við "Vore Hunde". Lesendur „Vore Hunde“ munu varla skilja að dvöl Sámurs hér á landi hafi verið ein samfelld sigurganga. Hún byrjaði í hundaherbergi með smjaðrandi athugasemdum kynólóga; hún hélt áfram á götunni, þar sem sífellt var kallað á eftir okkur: "Sjáðu þetta fallega dýr!" "Nei, hefurðu séð hundinn, hann lítur út eins og björn!" „Pabbi, er þetta ekki úlfur sem gengur þar?“ „Svona hund hef ég aldrei séð áður!“ o.s.frv. o.s.frv. Sambærilegar athugasemdir og hrós af ýtrustu gerð rigndi yfir Sám á kaffihúsum og í samkomuhúsum. Það náði hámarki þegar ritstjóri „Vore Hunde“ heimsótti mig hingað í Amaliegade til að biðja um mynd af Sám fyrir fræga blaðið sitt. Ég nefni þetta allt aðeins til að leggja áherslu á að ég er ekki sá eini sem dáist að fegurð hins sanna íslenska spitzhunds. Þeir sem hafa dáðst mest að Sámi hafa verið fólk með kynologískan skilning sem fer langt fram úr mínum. Og hjörtu glæsilegra kvenna hefur hann tekið með stormi. Stóri danski hundurinn, grænlenski spitzhundurinn og íslenski spitzhundurinn virðast mér vera þríblaða smári sem ætti að rækta hér heima. En hvers vegna hefur maður nú gleymt hinum gamla sanna Íslendingi; hundinum sem nefndur er í elstu norrænu sögunum (hundurinn minn er nefndur eftir fræga hundi Gunnars í Njálu); hundurinn sem norrænir víkingar komu með til Íslands; sem hefur haldið kyni sínu hreinu í meira en þúsund ár, sem er ómissandi fyrir hvern íslenskan fjárhirði, þar sem hann er svo undur vitur við að sækja, safna og þekkja sauðfé; hundurinn sem er svo trúr að hann deyr frekar en yfirgefur húsbónda sinn (Sámur hefur sannað það fyrir mér) – hvers vegna hefur maður gleymt þessu dásamlega dýri í Danmörku? Já, hann er ekki alveg gleymdur veit ég. En maður verður að viðurkenna að þeir sem hér eiga virkilega sanna Íslendinga, sem geta staðið undir gagnrýnni athugun – þeir eru vægt sagt færri en fáir. Ástæðan fyrir því að íslenski spitzhundurinn er svo afskaplega sjaldgæfur hér er fyrst og fremst sú sorglega staðreynd að hann, þrátt fyrir allt sem sagt er í gagnstæða átt, er líka sjaldgæfur á Íslandi sjálfu. Hann finnst nú aðeins á þeim sveitabæjum sem liggja við afskekkta firði þar sem aðeins er mjög lítil skipaumferð og þar til nýlega var engin. Á öllum þekktum fjörðum og í Reykjavík sjálfri er kynið aðeins blandað með fjölmörgum frönskum og enskum hundakynjum sem eru þar. Önnur ástæða fyrir því að hann er ekki haldinn hér heima er ótti við hinn réttilega alræmda bandorm, sem er jafnmikið meðal íslenskra fjárhunda, hvort sem þeir eru hreinræktaðir eða ekki, eins og meðal áströlsku fjárhundanna. Ég mun fjalla nánar um þessi tvö atriði: einkenni tegundarinnar og bandorma. Svo fyrst einkenni hins sanna íslenska spitzhunds, sem íslenskir ​​víkingar, eða hugsanlega eldri írskir munkar, komu með frá Bretlandi til Íslands. **Tegundin** Hundurinn er nokkuð lægri (um það bil ein handarbreidd) og styttri en grænlenski spitzhundurinn. Feldur hans er þéttur og fylltur með ull sem má greiða af í klumpum þegar hann fellir. Þetta er því alvöru feldur; hann hefur gljáandi, mjúk og löng hár sem líkjast svolítið feld bjarnarins. Litirnir eru oftast hvítur, gullhvítur, flekkóttur brúnn, sjaldnar svartur. Ég hef aðeins einu sinni séð algerlega svart hreint eintak á Íslandi. Framhluti líkamans er óvenjulega þróaður í samanburði við afturhlutann, sem er grannur og mjór. Að því er varðar líkamsbyggingu og línur er í stórum dráttum sami munurinn á milli íslensks spitzhunds og Grand Danois og á milli íslensks hests og dansks hests: Íslendingarnir eru minni, hafa sterkari framhluta og veikari afturhluta, þetta á bæði við um hundana og hestana. Ég tel það vísbendingu um að íslenski spitzhundurinn, eins og bróðir hans, hesturinn, sé fjalladýr; gegnum þúsundir kynslóða vanur hættulegum stökki á bröttum fjöllum, á meðan danski hundurinn (Grand Danois), eins og danski hesturinn, er sléttudýr. Á milli tánna hefur íslenski fjárhundurinn áberandi fitjar (hann syndir ákaflega vel yfir hrikalegar jökulár!). Höfuðið er oddmjótt, enn oddmjóttara en höfuð grænlenska hundsins. Augun eru stór, greind og afar lifandi. Eins og hjá öllum fjallahundum er það einnig einkennandi fyrir þennan, að hann sér og heyrir óvenju vel, meðan lyktarskyn hans er minna þróað en hjá sléttuhundum. Eyrun - já, hér kemur eitt af sérkennum kynsins - verða að geta staðið alveg upprétt; ekki má einn millimetri af ysta barmi hins oddmjóa eyrans hanga þegar dýrið hlustar; og það gerir það næstum stöðugt þegar það er úti: þá standa keilulaga, fíngerð loðin eyrun upprétt eins og hesteyru. Flestir hundar á Íslandi hafa lafandi eyrnasnepla þó eyrun séu sperrt og sést því strax að þeir eru kynblendingar. Á hreinræktuðum dýrum fellur fleygmyndaður hausinn saman við fallegan, breiðan og úfinn makkann sem rís eins og á bjarndýri. Aftan við eyrun rís hann eins og prestakragi þegar dýrið beygir höfuðið. Skrokkurinn er smámjókkandi, og afturhlutinn er, eins og áður sagði, áberandi lítill. Rófan á að vera mjög loðin (þétt) og hringast upp eins og klukkuhringja yfir bakinu, þar sem hárin mynda eins konar hárlínu undir bogadregnum enda rófunnar. Á eyrum, makka og rófu má þekkja hreinræktuð dýr frá blendingum á Íslandi. Tíkur hafa mun veikari makka og rófu og eru almennt mun minni. Þykkur hárvöxtur um rassinn er enn ein prýði þessara dýra. Á hvorum framfæti hefur það litla spora; á hvorum afturfæti vel þróaða tvöfalda spora. Að þessi fallega lögun kemur ekki rétt fram á ljósmyndinni stafar af því að dýrið er of líflegt til að standa kyrr nógu lengi til að stilla og „taka“ myndina. Að sitja kyrr getur hundurinn minn gert betur, en þá sér maður nánast eingöngu sterka brjóstkassann. Loðinn feldurinn gerir honum kleift að þola sterkasta kulda. Snjór er uppáhalds umhverfi hundsins, þar sem hann leikur sér með sanna ánægju. Þegar ég sá Sám í fyrsta skipti, lá hann eina vetrarnótt klukkan 1 í skjóli stórs skafls og svaf, á meðan ofsafenginn snjóbylur hvein í kringum hestinn minn og mig og snjórinn feykti yfir loðinn líkama hans; en hann svaf rólegur áfram, eins og hann væri í rúmi móður sinnar. Ef þeir eru vel baðaðir, fá þeir aldrei lús. Ég held að flær þrífist ekki í þéttu ullinni. Staðreyndin er sú að ég hef aldrei átt hund sem var jafn laus við flær og Sámur. Varðandi andleg einkenni kynsins verð ég, vegna plássins, að vera styttri en mig langar til. Hinn sanni íslenski hundur er ótrúlega námsfús – venjulegu brögð lærir hann jafn auðveldlega og góður púðluhundur. Sem fjallahundur er hann óvenjulega ratvís, sem er líka mikill kostur hjá hundi sem haldið er í stórborg. Sámur fann leiðina heim frá Frederiksberg til Niels Juelsgade eftir tveggja daga dvöl í Kaupmannahöfn (hann hafði aldrei verið í borg áður!), þar sem ég týndi hann, og hann sat og beið eftir mér þegar ég kom. Hann er tryggur eins og enginn annar hundur, held ég. Þegar hann er hryggur (ef hann er skilinn eftir heima) ýlfra hann ekki eins og bjáni, heldur hringar hann sig saman og sættir sig þegjandi við það. Hann tjáir gleði sína mjög mikið og sjaldan þarf að árétta við hann og nær aldrei skammast. Hann er notaður á Íslandi til að reka saman sauðfé og hesta, halda þeim saman í hjörðum. Hans besta starf gerir hann að hausti, þegar hann, langt að, jafnvel frá yfir þúsund feta hæð, á að sækja sauðfé niður af fjöllum, þar sem bóndinn sér aðeins af og til hvítan blett langt, langt í burtu. Þá eru hundarnir sendir út eftir þeim, sem þekkja hvert einasta lamb í hjörðinni; og án hunda myndi hirðirinn alls ekki geta safnað fénu á hættulegu og löngu vegunum. Hundarnir eru svo ómissandi, að til dæmis fyrir aðeins um tuttugu árum, þegar hundapest lagðist yfir landið og drap yfir 3/4 af íslenskum hundum, var gefið eitt hross og tvær kindur fyrir einn einasta sanna spitzhund! En eins og áður sagði, eru hinir sönnu hundar nú sjaldgæfir á Íslandi. Maður sættir sig oftast þar við blandaða hunda, sem eru langt frá því að vera jafn klárir og hinir sönnu. Sámur, sem hér er myndaður, keypti ég af bónda í afskekktu sveit þar sem aðeins fáar skip komu við í næsta firði á sumrin, sem var góðan dagleið frá bænum - og í fjörðurinn var lítið siglt síðustu þrjú árin. Á slíkum stöðum getur maður enn fengið hreina hunda. Ég hef ferðast um allt Ísland, heimsótt alla stærri firðina þar, ég hef ferðast á hestbaki meðfram ströndinni og inn í landið (uppáhalds íþróttin mín er nefnilega fjallganga) - en eftir meira en tveggja ára dvöl á þessu landi, þekki ég varla meira en tuttugu hreina hunda fyrir utan minn. **Bandormurinn** Varðandi bandormana verð ég að vera mjög stuttorður. Í rauninni á þessi spurning ekki heima hér í þessu tímariti - en sem læknir get ég þó ekki stillt mig um að koma með nokkrar yfirborðskenndar athugasemdir um þetta efni. Yfir 95% allra hunda á Íslandi (bæði hreinræktaðir, innfluttir og blendingar) hýsa í þörmum sínum 4 millimetra langan bandorm sem kallast á latínu **Taenia echinococcus**. Sá bandormur sem er algengur hér og skaðlaus mönnum í dönskum hundum - **Taenia coenurus** - er einnig nokkuð algengur á Íslandi - aðeins 1 til 2% hunda í Danmörku eru með þessa sömu skaðlegu bandorma (**echinococcus**). Egg þessa bandorms fara út með saur hundsins, og ekki sjaldan er hundur á Íslandi með slík egg á trýninu. Ef slíkur sýktur hundur sleikir disk sem síðar er ekki nægilega vel þveginn - eða enn verra: sleikir mann, þá er hættan á smiti til staðar. Egg bandormsins (**echinococcus**) þurfa nefnilega að ganga í gegnum lirfustig, svokallað blöðrustig (**hydatide**) í mönnum eða sauðfé. Þessar óverulegu bandormar hafa því miður gífurlegar lirfur. Svo gífurlegar að ég hef séð þær hjá mönnum, sem gátu fyllt venjulegan vatnsföt. Það hljómar eins og ævintýri, en er því miður allt of satt. Kemst eitt af þessum eggjum niður í meltingarveg mannsins, þróast það þar í örsmáa lirfu sem ferðast í gegnum þarmavegginn og endar oftast á að setjast í lifur (**liver echinococcus**). Þar vex það í æxli sem verður yfirleitt svo stórt sem manns höfuð. Aðeins skurðaðgerð getur þá læknað. Og margir slíkir sjúklingar deyja úr þessum langvarandi sjúkdómi (sjúkdómurinn varir oft í mörg ár, allt að 20 árum). Eins og áður sagði, hundurinn er með fullþroska en smá bandorm. Menn smitast yfirleitt frá hundum; hundurinn frá sauðkindinni, sem líkt og maðurinn hýsir þessa gífurlegu lirfu (blöðruorm). Hundar smitast auðveldlega, þar sem þeim er því miður enn að miklu leyti fleygt hráum kjötafgöngum eftir slátrun sauðfjár. Blöðruormurinn situr aðallega í fituhimnu sauðfjárins (sjaldnar í lifur eins og hjá mönnum) - og fituhimnan er aðeins nothæf sem áburður og hundafóður. Þar að auki: blöðruormur, sem smitast frá hundum, er algengasta æxlið hjá mönnum á Íslandi. Nú er það lögboðið að hver hundur gangi undir ormakúr tvisvar á ári, sem miðar að því að drepa og fjarlægja þessa litlu hættulegu sníkjudýr úr þörmum hunda. Kúrin er eftirfarandi: Fyrst er hundurinn fastaður í 24 klukkustundir, lokaður inni í skúr, síðan fær hann 5 grömm af Areca-nútnum, og verður þá að vera áfram í skúrnum í 6 klukkustundir. Þá hefur Areca-nútninn virkað, og eitt af niðurstöðunum er mikil hægðalosun; síðan er hundurinn baðaður og kúrin er lokið. Margir hundar deyja við kúra. Að mínu mati er þessi kúr einn og sér ekki tryggur. Það allra mikilvægasta er að hundurinn borði ekki hráar sláturleifar af kindum. Þó að það sé lögboðið að grafa þessar leifar niður - þá er það aðeins örfáir íslenskir hundar sem fá aðeins soðið eða steikt kjöt - flestir fá ennþá hrátt kjöt. Ég hef með vilja ekki lagt leynd á þessa hættu gagnvart lesendum „Vore Hunde“ - ég, sem hef séð svo mörg alvarleg og sársaukafull tilvik blöðrusjúkdóms hjá mönnum, hef talið það skyldu mína hér með að vara við kærulausum kaupum á íslenskum hundum í gegnum kaupmenn eða bændur þar uppi. Sámur er algerlega laus við þessa bandorma, hann hefur gengið í gegnum margar erfiðar kúrur; og hefur á þeim 2 árum sem ég hef átt hann aldrei fengið tækifæri til að borða hrátt kjöt og hefur nú slíka andúð á því að hann snertir það ekki. Í mars á Sámur að parast - nú er hann nefnilega 2 1/2 árs gamall og því kominn á þann aldur að „götufundir“ duga ekki lengur. Ef mér tekst að fá góðan hvolp, ætla ég að bjóða einn eða tvo til ráðstöfunar fyrir einn (eða tvo) af lesendum „Vore Hunde“. Hann skal ekki kosta neitt nema flutning og möguleg dýralæknisvottorð hér. Sem læknir get ég ábyrgst að slíkir hvolpar séu lausir við Taenia echinococcus (ég sendi þá ekki, fyrr en ég hef fylgst með þeim í nokkurn tíma). Í mars næsta ár (1901) fer ég aftur til Íslands, og ári síðar verða 1 til 2 hvolpar líklega til ráðstöfunar. Hundurinn minn var boðinn af Parísarbúa skoskum kollí fyrir, auk 100 franka. Læknir í London vildi kaupa hann af mér fyrir 10 sterlingspund - en jafnvel þótt mér yrði boðið 50 pund seldi ég hann ekki. Ég nefnir þetta aðeins í lokin til að sýna hversu hátt hundurinn er metinn líka erlendis. **Mynd:** Christian Schierbeck og Berta, eiginkona hans. Schierbeck heldur á hvolpi sem er afkvæmi Sáms. Myndin er tekin í Lillehammer í Noregi.

Les Races de Chiens (1897)

Les Races de Chiens (1897)

**Henri de Bylandt** (1860-1943) var belgískur aðalsmaður og kynológisti. Hann var þekktur fyrir verk sín um hundakyn, sérstaklega bókina **„Les Races de Chiens“** frá 1897, sem var mikilvægt framlag til fræðigreinarinnar um hundarækt og hundakyn. Bókin kom út á ensku 1904 sem **„Dogs of All Nations“**. Bókin inniheldur ítarlegar lýsingar og myndir af fjölmörgum hundakynjum eins og þau voru viðurkennd í byrjun 20. aldar. Verk Bylandts er mikilvægt fyrir rannsóknir á hundakynjum og var notað sem viðmið fyrir ræktendur, dómara og hundaaðdáendur. Það sýnir þróun staðla fyrir hundakyn og framfarir í alþjóðlegri viðurkenningu þeirra. Bókin virðist ekki vera til í rafrænu formi (sem skannað eintak) og eins og er hef ég því míður ekki aðgang að bókasafni til að glugga í henni.  Í bók Mark Watsons er fjallað um bókina **„Dogs of all Nations“** eftir **Walter Esplin Mason**, sem kom út árið 1915, þar sem Watsons skrifar að Mason virðist hafa tekið lýsinguna úr bók Bylandts. Þar kemur einnig fram að Mason segi að eyrun á íslenska hundinum geti stundum verið hálf reist. Mynd af íslenska hundinum í bók Masons er einmitt af hundi með hálf reist eyru.  [Hér er hægt að skoða bók Masons, og kaflinn um íslenska hundinn er á blaðsíðu 93.](https://drive.proton.me/urls/5BG13MJKB8#L2Zxk7KVyULh) Myndin hér að ofan er úr bók **Bylandts** og má finna hana á blaðsíðu 35 í [„The Iceland Dog 874-1956“](https://drive.proton.me/urls/MSZXKPRSBW#NJ3Xh5blzdvJ) eftir Mark Watson.

Chien de l'Islande 1755

Chien de l'Islande 1755

Ég datt inn í þessar sögulegu myndir í dag og langar að halda áfram að sýna fundi. Myndin er koparstunga frá 1755, grafin af Gaillard eftir teikningu Jacques de Sève. Franski náttúrufræðingurinn Georges-Louis Leclerc, greifi de Buffon, nefndi íslenska hundinn – „chien de l'Islande“ – í verki sínu _"Histoire naturelle, générale et particulière,"_ sem hann gaf út á 18. öld. Buffon lýsti íslenska hundinum sem meðalstóru dýri sem væri sérstaklega aðlagað að harðbýlu loftslagi Íslands. Hann tók fram að hundurinn væri með þykkan, þéttan og veðurþolinn feld sem hjálpaði honum að lifa af í köldu og röku norðlægu loftslagi. Buffon lagði áherslu á harðgeran og vinnusaman karakter íslenska hundsins og taldi hann vera mikilvægan félaga íslenskra fjárhirða og bænda. Hann lýsti íslenska hundinum sem hugrökkum, orkumiklum og vakandi, eiginleikum sem gerðu hann sérstaklega hæfan til að gæta sauðfjár og annarra dýra. Athugult og lifandi eðli hans gerði hann að verðmætum gæslumanni og verndara. Koparstungumyndin af hundi á móti hrjóstrugu íslensku landslagi fylgdi lýsingu hans í stórvirkinu _„Histoire Naturelle“_.

Sögulegar myndir

Sögulegar myndir

Það er ekki mikið til af sögulegum teikningum af íslenskum fjárhundum, og þær sem ég hef fundið eru aðallega í aldagömlum erlendum hundabókum, alfræðiorðabókum og ferðabókum. Þessar myndir eru ekki endilega fallegar, og stundum er erfitt að trúa að um íslenskan fjárhund sé að ræða. Til dæmis hundurinn á þessari "Quadruped" teikningu úr "THE CYCLOPAEDIA or Universal Dictionary of Arts, Sciences & Literature". Hundurinn merktur með 5 á að vera íslenskur fjárhundur, en hann er frekar ólíkur hundinum eins og við sjáum hann í dag. En hver veit nema íslenski fjárhundurinn hafi líkst þessum hundi árið 1804? Við finnum frásagnir um íslenska hundinn, til dæmis í Ferðabókinni miklu eftir Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson frá árunum 1752-1757.  Þeir lýsa hundinum svona: _„Íslenski hundurinn er litill og sterkur, með langan fótlegg og snögghærðan feld. Hann er lipur og fljótur til ferða, hefur mikla orku og er sérstaklega gott fyrir fjárhirtingu. Hann hefur mjög góðan smalahundshæfileika, getur staðið lengi uppi í fjöllunum og eltir féð af mikilli lagni. Hundurinn er líka mikill vinur bóndans og er traustur vörður heimilisins.“_ Einnig skrifa þeir: "_Á Íslandi eru hundar almennt litlir að vexti, harðgerir og mjög duglegir við smölun. Þeir hafa þann eiginleika að geta þolað mikla vinnu og kulda án þess að veikjast. Hundar hér eru sérstaklega vel þjálfaðir til að vinna með kindum og reka þær saman. Þeir eru mjög trúir húsbónda sínum og verja búfénaðinn af miklum krafti. Oft er hægt að sjá þá hlaupa langar vegalengdir á eftir kindum í fjöllunum, og þeir hafa mjög næmt skilningarvit, sérstaklega á þef og heyrn._" Kannski hefur teiknarinn lesið þennan texta og teiknað myndina eftir þessari lýsingu, því það er ekki víst að hann hafi komið til Íslands og séð íslenskan fjárhund.

Haustið

Haustið

Það er komið haust, yndislegur tími sem fylgir alls konar störfum í sveitum landsins, meðal annars göngur og réttir. Fyrir nokkru síðan rakst ég á þessa mynd sem fylgdu litlar sem engar upplýsingar. Höfundurinn var ekki rétt skráður. Fram kom að Þjóðverjinn Franz-Karl Freiherr von Linden hefði tekið myndina, en hann heimsótti Ísland árið 1868. Brúin yfir Fnjóská var byggð árið 1908, þannig að það getur ekki passað. Myndin er þó áhugaverð því hún sýnir fjárrekstur, sennilega verið að reka sláturfé vestur yfir brúna, inn yfir Vaðlaheiði. Á myndinni sjást tveir hundar fyrir aftan reksturinn. Stemmningin er svo íslensk! Ég nýtti liðið sumar til að "æfa mig" í frásögn um íslenska fjárhundinn og kanna hvar áhugasvið fólks liggja til að fræða um hundinn. Hver hópur ferðamanna sem heimsótti okkur á Lýtingsstöðum fékk kynningu á íslenska hestinum og íslenska hundinum. Það var mjög áberandi að fæstir erlendir ferðamenn vissu um tilvist íslenska fjárhundsins, en áhuga á að vita meira um hann skortir aldeilis ekki. Ég var oft spurð um vinnueðli hundsins, og það var gaman að geta útskýrt hvernig hundurinn nýtist í okkar víðfeðma landi til að reka kindurnar úr fjöllunum heim. En í frásögnum varð mér líka meira og meira ljóst hversu rosalega fjölhæfur íslenski hundurinn er, og það er ekki hægt að tala bara um hann sem "fjárhund" – hann er svo mikið meira en það.  Framkvæmdunum við húsið undir sýninguna miðar vel áfram, en vinnan innan hússins er enn eftir. Ég mun nýta tímann vel í haust til að undirbúa uppsetningu sýningarinnar og vona að það verði hægt að fá fleiri styrki fyrir verkefnið.

Framkvæmdir í fullum gangi

Framkvæmdir í fullum gangi

Byggingaframkvæmdirnar hafa gengið vel undanfarið þrátt fyrir þrálátt og leiðinlegt veður. Við vonumst til að ljúka framkvæmdunum fljótlega, svo ég geti snúið mér að undirbúningi fyrir sýninguna sjálfa. Ég er að sjálfsögðu komin með margt efni og áætlun, en áður en ég tek endanlegar ákvarðanir um uppsetningu vil ég fá betri tilfinningu fyrir sýningarrýminu. Hægt er að fylgjast með framkvæmdunum á Facebook-síðunni okkar, þar sem ég hef verið að setja inn myndasöfn með reglulegum uppfærslum.

Meira um Glóa á Grænlandi

Meira um Glóa á Grænlandi

Síðan ég rakst á söguna af Glóa á Grænlandi árin 1912-13 hefur hún ekki látið mig í friði. Ég sökk mig í bókina „Um þvert Grænland“ eftir Vigfús Sigurðsson. Ég hyggst enn að gera úrdrátt úr þessari bók og dagbók Alfreds Wegener til að kynna sögu Glóa, en í dag var ég svo heppin að fá grein um Glóa eftir Önnu Louise Schneider. Greinin birtist áður í Icelandshunden nr. 1, 1999, tímariti danska klúbbsins.  Ég fékk leyfi til að birta þessa grein hér á vefsíðunni. [Ég þýddi hana á ensku](https://www.fjarhundur.is/en/blog/meira-um-gloa-a-graenlandi) og læt það dugar. En hér er hægt að lesa frumgreinina: [**Kamikdyret Glóë**](https://drive.proton.me/urls/AC4NF3Z6DR#YLqyz8SS3wDc)

Hundakassi á Sellátrum

Hundakassi á Sellátrum

Ég rakst á þessa litlu og skemmtilegu frásögn frá Sellátrum, en það er Höskuldur Davíðsson sem á aftur heiðurinn af því að segja frá bernskuminningum sínum og færi ég honum bestu þakkir. Sögur eins og þessi gefa okkur smá innsýn í samofið líf manna og hunda á gamla tímanum. Höskuldur skrifar 19.júlí 2024 "Það var sjósorfin möl úr fjörunni sem gólf í fremri gangi gamla húsins á Sellátrum. Þar gátu hundarnir gert þarfir sínar ef útihurð var lokuð vegna veðurs eða af öðrum ástæðum að nóttu til. Svo var bara þrifið að morgni og þótti heldur leiðinlegt starf fyrir stubbana. Á þessari mynd úr albúminu hennar Guðnýjar systur minnar, höfum við Björgvin fóstbróðir minn, greinilega reddað þessu vandræða máli og búið til útisalerni fyrir hundana, svo að við slyppum við þrifin. Okkur hefur láðst að tengja saman það að hundarnir gerðu þetta bara þegar þeir voru lokaðir inni. Þetta hefur greinilega verið stór viðburður og ástæða til að fá lánaðan íslenska fánann, sem var helgigripur og ekki lagður að hégóma. Á bænum var mikið talað um að hver og einn þyrfti að leggja sig fram til hins ýtrasta til að styðja við nýfengið sjálfstæði landsins og hefur okkur trúlega fundist við hafa gert okkar í því máli þarna. Við minnumst hinsvegar ekkert á það að efnið var sjálfsagt fengið "lánað" úr framkvæmdum við byggingu rafstöðvar og verkfæri eftir okkur hist og her út um allt tún, komandi upp úr sinunni ónýt að vori, við lítinn fögnuð föður míns. En stoltið og tilfinningin um að hafa gert gagn, yfirskyggði sjálfsagt atyrðin og skammirnar hjá stórsmiðunum. Allavega hélst þörfin við líði, til að halda áfram að byggja eitthvað, hjá okkur báðum, alveg fram á elliár."

Vel heppnaður dagur

Vel heppnaður dagur

Í gær var haldinn Dagur Íslenska fjárhundsins og þjóðarhundinum var fagnað víða um landið sem og í útlöndum. Samfélagsmiðlar fylltust af myndum og hátíðarkveðjum.  Í [hádegisfréttum á RÚV](https://www.ruv.is/utvarp/spila/hadegisfrettir/25243/a16kcp/thorarinn-eldjarn-um-mark-watson) kom innslag og viðtal við Þórarinn Eldjárn, rithöfund og ljóðskáld um mynd sem hann birti á facebook síðuna sína í tilefni dagsins. Myndin sést hér að ofan (með leyfi Þórarinns fyrir birtingu) og sýnir Mark Watson, breskur ferðafélagi hans, Þórarinn Eldjárn (þá 9 ára) og Hjört Benediktsson frá Marbæli, safnvörður í Glaumbæ. Myndina tók pabbi hans Þórarinns, hann Kristján Eldjárn, rithöfundur og fræðimaður sem var forseti Íslands frá 1968 til 1980.  Þórarinn segir frá því að 7. júlí 1958 var hann í ferð með pabba sínum, sem þá var þjóðminjavörður, og leiðin lá í Glaumbæ í Skagafirði. Þeir feðgar voru að reyna að ná þangað áður en Mark Watson kæmi til að tryggja að hann þyrfti ekki að greiða fyrir aðgang að safninu sem hann hafði sjálfur kostað. Þegar þeir komu í Glaumbæ var Mark Watson kominn og var búinn að greiða aðgangseyrinn. [Sjá einnig hér.](https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-18-minnist-bjargvaettar-islenska-fjarhundsins-417938) Ég hafði mjög gaman að þessu innslagi og myndina sem ég hef aldrei séð áður. Þegar ég mætti í Glaumbæ um klukkan 16 hittumst við hundaeigendur sem komu saman til að fagna deginum akkúrat við sama húsagafl og myndin var tekin fyrir 66 árum síðan. Okkur til mikillrar ánægju mætti líka RÚV á viðburðinn og fangaði þessa yndislegu stemmningu í Glaumbæ sem myndast á hverju ári á þessum hátíðardegi. Sagt var frá viðburðinum [í kvöldfréttum á RÚV.](https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-07-19-blidir-barngodir-og-gott-ad-knusa-tha-418004) Það er frábært að sjá að Dagur Íslenska fjárhundsins vekur meiri og meiri eftirtekt. Hér er hægt er að sjá myndir frá [viðburðinum í Glaumbæ](https://www.facebook.com/byggdasafnskagfirdinga/posts/pfbid02af61MeL4A2ymcLZ3N9CW5sVTFdWRsjvE9Gc5tHXzZ6Z6hWrZNw88qqPbxydbxfEal) og hér frá [viðburðinum í Árbæjarsafninu](https://www.facebook.com/media/set/?vanity=ola.bjartmarz&set=a.3280778332054132) í Reykjavík.

18.júlí - Dagur íslenska fjárhundsins

18.júlí - Dagur íslenska fjárhundsins

Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga. Hann er afkomandi hunda sem bárust til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og yfirsetu og vinnueiginleikar hans hafa aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum.  [Úr FCI ræktunarmarkmiðinu](https://www.dif.is/UmTegundina/raektunarmarkmid_islenskur_fjarhundur_islenska_18-07-2018.pdf) Á morgun 18.júlí 2024 verður dagur íslenska fjárhundsins haldinn í níunda skiptið. Það er orðin hefð að eigendur Íslenskra fjárhunda gera hundana sína “extra” sýnilega þennan dag.  Við Sómi og Hraundís munum mæta ásamt fleirum í Glaumbæ frá klukkan 16-18. Þar ætla ég einnig að halda stutt erindi um íslenska fjárhundinn og sýninguna sem ég ætla mér að opna í ár.  Í Árbæjarsafni í Reykjavík taka íslenskir fjárhundar á móti gestum og gangandi í tilefni dagsins frá klukkan 13-16:30.  Ég hefði gjarnan viljað vera tilbúin til að opna sýninguna á þessum degi en eins og ég hef skrifað um töfðust byggingarframkvæmdirnar sérstaklega vegna veðurs. En framkvæmdum miðar vel núna og húsið verður reist á næstunni.  Þannig ætti að vera hægt á opna sýninguna seinna á þessu ári en góðir hlutir gerast hægt og ég vil vinna þetta verkefni vel frekar en í flýti.  Ég óska öllum eigendum og hundunum þeirra gleðilegann dag á morgun!

Byggingaframkvæmdir

Byggingaframkvæmdir

Það hefur lengi verið ákveðið að byggja hús undir sýninguna. Í vetur festum við kaup á fallegu timburhúsi í einingum sem kom heim í hlað í byrjun maí og bíður uppsetningar. Ferlið til að sækja um byggingaleyfið hefur verið langt og strangt og að mínu mati allt of flókið og alls ekki gegnsætt. En loksins náðum við leyfinu og öllu tilheyrandi og það eina sem var eftir var að fá byggingafulltrúan heim til að stika fyrir grunninn. Svo skall óveðrið á í byrjun þessarar viku, það snjóaði alveg óhemju mikið og við bændur höfðum um nóg að snúast við að bjarga búfénaðinum. Við vorum heppin að hafa ekki tekið grunninn áður því hann væri örugglega fullur af snjó núna. Þannig að við verðum að vera þolinmóð áfram, leyfa jarðveginum að þorna og jafna sig og halda áfram. Það lítur út fyrir að opnun sýningarinnar muni dragast aðeins lengur en ég er vongóð um að hún verði opnuð í síðasta lagi í haust. Á myndinni sést byggingarefnið á fyrsta degi óveðursins.

Örlög Glóa Grænlandsfara

Örlög Glóa Grænlandsfara

Ég rakst á mynd um daginn með upplýsingum um leiðangur til Grænlands sem ég hafði reyndar heyrt um áður en aðallega í sambandi við notkun íslenska hestsins í því samhengi. Athygli mína vakti íslenskur hundur á myndinni, og ég ákvað að kynna mér þessa sögu betur. Eftir stutta leit fann ég frásögn [Vigfúsar Sigurðssonar](https://timarit.is/page/1195041#page/n1/mode/2up) af ferð hans með kapt. J. P. Koch, dr. Alfred Wegener og Lars Larsen í einu erfiðasta umhverfi veraldar í danska leiðangrinum, 1912–1913, til Dronning Louise Land í norð-austur Grænlandi og þvert yfir Grænlandsjökul til Kangersuatsiaq á vesturströndinni, sem þá hét Pröven.  Ég náði mér í rafbókina "[Um þvert Grænland: Lífsbarátta og landkönnun með J.P. Koch & Alfred Wegener](https://www.amazon.com/%C3%BEvert-Gr%C3%A6nland-L%C3%ADfsbar%C3%A1tta-landk%C3%B6nnun-Icelandic-ebook/dp/B0BXDVNLK3)" en fann einnig frumútgáfu í fornbókasölu sem ég keypti. Leiðangur þessi er óvenjulegur því leiðangursmenn nýttu íslenska hesta til þess að draga sleða með búnaði og birgðum frá ströndinni að jöklinum og þvert yfir hábungu Grænlands til vesturstrandarinnar. Einnig framkvæmdu þeir vísindalegar mælingar. Dr. Alfred Wegener hafði þá þegar birt vísindagreinar um landrekskenningu sína sem síðar átti eftir að valda straumhvörfum í skilningi á hreyfingu jarðskorpunnar. Með í þessum leiðangri var íslenski hundurinn Glói:  "Að kvöldi hins 6.júlí (1912) var allt tilbúið. Hestarnir komnir á skip og búið um þá á þilfarinu. Við höfðum fengið nýjan ferðafélaga, lítinn gulan hund, með hvíta bringu, sem gekk undir nafninu Glói. Ekki leit út fyrir að hann væri nokkur fyrirmynd hunda að viti, en það skipti minnstu máli, hann átti aðeins að vera til þess að auka á félagsskapinn...." Í bók Vigfúsar er Glói oft nefndur og sagt frá allskonar uppákomum, t.d. þegar sauðnaut var drepið til að hafa kjöt handa Glóa, þegar Glói varar við hvítabirni, þegar hann týndist eftir jökulhlaup, hvernig bælið hans var útbúið og svo hvernig Glói bjargaði fjórmenningunum frá hungursdauðum þegar honum var slátrað. Ég mun örugglega taka saman nokkrar frásagnir um Glóa og fleiri myndir sem ég fann til að búa til sér sögu um hann í söguhlutanum á þessari vefsíðu. Ég er svo heilluð af sögunni af þessum hundi og mér finnst að það þarf að gera hana sýnilega. Það er líka hægt að lesa [dagbækur Alfred Wegeners](https://www.environmentandsociety.org/exhibitions/wegener-diaries/nl001-010167#main-content) og frásagnir hans um Glóa. Mynd: Alfred Wegener

Hundar frá Sellátrum

Hundar frá Sellátrum

Hausinn á mér er eiginlega fullur af nöfnum af hundum sem einhvern veginn tengjast og sem eru merkishundar og mér finnst þörf á að skrifa niður þessar upplýsingar og hugsanir mínar um þessa hunda. En hvar skal byrja? Byrjum á Mark Watson. Hann flutti 8 hunda út til Kaliforníu, fjóra úr Breiðdal, einn úr Jökuldal, einn úr Jökulsárhlíð, einn úr Fossárdal og einn úr Blönduhlíð í Skagafirði. Hundarnir sem Mark Watson fékk víða um land voru geymdir á Keldum og þaðan voru þeir fluttir úr landi. Samkvæmt skrifun Þórhildar Bjartmarz segir sagan að ráðsmaður á Keldum hafi átt sinn þátt í því að tíkurnar Pollý og Snúlla voru ekki sendar út en voru notaðar til undaneldis. Birgir Kjaran, alþingismaður, sem var einn af stofnendum Hundaræktarfélags Íslands skrifaði grein um íslenska fjárhunda í [Morgunblaðinu, árið 1969.](https://timarit.is/page/3292626#page/n7/mode/2up) Birgir skrifar: “ …þar (á Keldum) eru tvær tíkur, íslenzkar, sem Mark Watson mun hafa skilið eftir á sínum tíma: Önnur heitir Pollý og er fallega rauðbrún. Hin er svört með hvítan kraga og nefnist Snúlla.” Birgir sjálfur átti hundinn Klóa frá Sellátrum en Klói var samkvæmt Birgi paraður við Pollý og Snúllu: “…Með þeim hefur Klói eignazt trúlega tæpt hundrað hvolpa, sem flestir hafa lifað og dreifzt víða um land, m.a. að Hesti í Borgarfirði og að Hólum. Niðjar þeirra eru og hundar Sveins Kjarvals og sá stofn, sem frú Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum á Skeiðum er nú að reyna að rækta. – Svo að mér er nær að halda, að Klói hafi líklega lagt vel sitt að mörkum til viðhalds íslenzka hundastofninum.” Þar sem hundahald var erfitt í þéttbýli fékk Birgir aðstöðu fyrir Klóa til þess að dvelja langdvölum að Keldum í Mosfellssveit. Samkvæmt [gagnagrunninum](http://www.islenskurhundur.com/Dog/Details/4896#) hefur Pollý átt 4 hvolpa í heild sinni og alla með Klóa. [Snúlla frá Tungu](http://www.islenskurhundur.com/Dog/Details/12089#) virðist hafa verið móðir Pollýar en Pollý er eina skráða afkvæmi hennar. Þannig að ekki er víst hvar þessir hundrað hvolpar eru sem Birgir nefnir. En einn af afkvæmum Klóa var [Kátur frá Keldum](https://www.fjarhundur.is/is/blog/merkishundar) sem ég hef áður skrifað um en [Kátur átti 53 hvolpa](http://www.islenskurhundur.com/Dog/Details/4965#) og flestir eða allir Ólafsvallahundar rekja ætt sína til hans. Kannski hefur Birgir átt við áhrif Klóa á ræktunina? Trúlega. Það má líka velta fyrir sér hvort skráningar á þessum upphafsárum skipulagðrar ræktunnar hafa alltaf verið réttar. Hver veit? Það er allavega mjög áhugavert að lesa greinina hans Birgis og langar mig að skrifa nokkur orð um hunda frá Sellátrum en þaðan fékk hann Klóa sinn. Birgir skrifar í Lesbók Morgunblaðsins 1969: “Um ætt og uppruna Klóa er þetta helzt að segja, eftir upplýsingum frá Davíð Davíðssyni bónda að Sellátrum, nú oddvita í Tálknafirði, en frá honum er Klói kominn. Þegar Davíð Davíðsson kom að Sellátrum árið 1940 eða 1941 voru þar tveir hundar. Annar gul tík með svartan kjaft og trýni og svarta hvarma. Mun hún hafa verið frá Stóra-Langadal. En hundurinn var frá Kvígindisfelli. Telur Davíð að kyn þetta hafi borizt vestur af Snæfellsnesi með manni, Ólafi Kolbeinssyni að nafni, sem hafi flutzt vestur um aldamót. Að sögn Davíðs hefur kyn þetta breiðzt út um Tálknafjörð, og er yfirleitt gult að lit (golsótt), jafnvel stöku sinnum hvítt eða mórautt með hvítar tær. Eyru vel uppistandandi, og hringuð rófa. Lundarfar telur hann skemmtilegt, blíðir, nokkuð viðkvæmir, góðir smalahundar og ágætir að elta uppi tófur. Þegar þeir þefi upp tófuspor verði þeir ógn spenntir og erfitt við þá að ráða. Renni bara í slóðina.” Á undanförnum mánuðum hef ég skrifast á við Höskuld Davíðsson, einn af 12 systkinum frá Sellátrum og var gaman að heyra minningar hans frá æskuárum í Tálknafirði. Um hundana sagði hann mér: “Þeir skyldu tungumálið og gegndu því sem þeir voru beðnir að gera, svo sem að sækja fé í fjöllin. Bitu aldrei en höfðu samt gott lag á að láta rollurnar hlýða sér. Eiginleikar þeirra gengu sjálfkrafa milli kynslóða…þeir voru tilfinningaríkir og tóku einlæglega þátt í gleði okkar, og sorgum. Þeir borðuðu sama mat og við og voru bara hluti af fjölskyldunni.” Tíkin Kollý var sérstaklega í uppáhaldi hjá Höskuldi og sendi hann mér stutta sögu og fullt af myndum sem [hægt er að sjá hér](https://www.fjarhundur.is/is/saga/kolly-fra-sellatrum). Ég hef mikið velt fyrir mér hvort Kollý er tíkin [Kola frá Sellátrum](https://www.dogsglobal.com/icelandic-sheepdog/dog/details/73633/6/) í gagnagrunnum en hún er skráð móðir Klóa. Kola er sögð fædd 1956, foreldrar hennar heita Tryggur og Snotra. Ég spurði Höskuld hvort það gæti passað og hvort hann man eftir þessum hundum Trygg og Snotru. Í sambandi við fæðingarár Kolu segir Höskuldur: “Í mínum huga finnst mér Kollý hafa verið til þegar ég fór að ganga. 1956 finnst mér svolítið seint, þá var ég 8 ára.” Hann ráðfærði sig við eldri systur sínar tvær en þau systkinin könnuðust ekki við nöfnin Tryggur og Snotra. Sigurlína systir Höskuldar, man eftir svokölluðum "fjárkaupmönnum" sem fóru um sveitirnar og keyptu riðufrítt fé, og í eitt skipti fengu þeir þrjá hvolpa líka. Þannig að skýringin "frá Sellátrum", getur staðist í mörgum tilfellum, en hvolparnir hafa oft farið óskýrðir til annarra eigenda. Líklega er Kola ekki Kollý og auðvitað skiptir það ekki öllu máli en gaman er að spekúlera. Ég þakka Höskuldi og systrum hans fyrir framlag þeirra í að reka sögu hundanna frá Sellátrum.

Heitir Valur hundur minn

Heitir Valur hundur minn

Heitir Valur hundur minn hann er falur valla. Einatt smalar auminginn upp um dali fjalla. [Höfundur ókunnur](https://bragi.arnastofnun.is/arnes/visur.php?VID=24274) Heitir Kolur hundur minn, hefur bol úr skinni. Er að vola auminginn inn í holu sinni. [Baldvin Halldórsson kenndur við Þverárdal 1863–1934](https://bragi.arnastofnun.is/skag/hofundur.php?ID=15568) Mynd úr bókinni: 100 Íslenzkar myndir. Pálmi Hannesson. Reykjavík 1965 (?)

Áhugaverðar heimildir

Áhugaverðar heimildir

Um daginn fékk ég stóra rafræna sendingu af áhugaverðum heimildum frá Kanada til að hafa á sýningunni. Ég hef áður skrifað um [Strút frá Ólafsvöllum](https://www.fjarhundur.is/is/saga/strutur-fra-olafsvollum), fyrsti íslenski hundurinn sem var fluttur til Kanada. Núna fékk ég í hendur bréf og önnur skjöl um kaup hans og útflutning, blaðagreinar, myndir og einnig ljósrit af bréfasamskiptum við Mark Watson um bók hans. Það er afar ánægjulegt að fá svona heimildir sem reka þessa áhugaverðu sögu Strúts og varðveita hana. Aðalræðisskrifstofa Íslands / Consulate General of Iceland in Winnipeg aðstoðaði við ljósritun gagna sem Salín Guttormsson var að útvega. Ég er Salín og Aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg mjög þakklát fyrir þessa samvinnu. Ljósritin eru af bestu gæðum svo auðvelt verður að prenta gögnin og hafa þau til sýnis á sýningunni.

Framhaldandi vangaveltur um nafngiftina

Framhaldandi vangaveltur um nafngiftina

Í framhaldinu af færslunni minni í gær ákvað ég að bera vangavelturnar mínar um nafngiftina undir eigendur og vini íslenska fjárhundsins. Ég spurði fólk álits á facebook um "Ef íslenski fjárhundurinn væri bara kallaður íslenski hundurinn, hvað væri öðruvísi?". Úr því varð mikil umræða sem mér finnst bæði þörf en einnig áhugaverð og ég þakka öllum þeim sem tjáðu sig um þetta málefni. Það var tekið fram að íslenski fjárhundurinn er vinnuhundur, hann var að reka fé, nautgripi, eða hesta en hann er líka góður í mörgu öðru. Sumir kunna að veiða mýs, safna eggjum úr hreiðrum, rekja slóðir eða vinna sem björgunarhundar.  Þar sem hlutverk íslenska fjárhundsins er svo fjölbreytt var varpað fram nöfnum eins og íslenski búhundurinn eða íslenski smalahundurinn, vakt- og varðhundur en þetta var meira sagt í gríni og til að skoða hvernig það mundi hljóma. Það vill enginn breyta nafninu, það er á hreinu og það er heldur ekki það sem ég vil eða kalla eftir.  Á einhverjum tímapunkti var nafnið Íslenskur fjárhundur ákveðið eða skjalfest og ég heyrði að Búnaðarsambandið kom að þessari ákvörðun til að gera hann meira aðlaðandi sem sveitahund. Það var á þeim tímum sem skipulögð ræktun hófst og það þurfti að hafa mikið fyrir því að bjarga hundinum frá því að deyja út.  En auðvitað ef við horfum á sögu hundsins og fyrir hvað hann var notaður í gegnum aldirnar þá var það eðlilega vinna í kringum sauðféð. Hanna Kristín sem ræktar íslenska fjárhunda á Reykjavöllum kom þessu vel að orði: "... hann kom að mest gagni kringum féð. Fæstir áttu mikið af hrossum og þau voru bara úti. Lítið verið að brasa með þau dags daglega. Féð þurfti að reka þangað sem beitin var, koma því heim þegar veður urðu válynd, halda ánum í kvíum, reka það úr túnum á sumrin, sækja það upp í kletta og klungur þegar það hafði komið sér í sjálfheldu, leita að því þegar það hafði fennt og grafa oná það í snjónum. Mér finnst eðlilegt að þjóðarhundurinn sé kenndur við féð, sem hélt lífinu í þjóðinni. Hann átti svo mikinn þátt í vinnunni kringum féð." Í gömlum íslenskum textum er oft talað um "fjárhunda". Í enskum textum er hinsvegar oftast talað um íslenska hunda og þegar ég var að leita í gömlum bókum í stafrænum bókasöfnum þar sem sagt er frá íslenskum hundum, þá fann ég varla bækur með leitaorðinu Icelandic sheep dog en ég fann bækur þegar ég sló inn Icelandic dog.  Mark Watson nefndi bókina sína The Iceland dog 874-1956 og hann skrifar í formála bóksins: "As there is only one true type of dog in Iceland, would it not be easier to call him simply the Iceland dog, and at the same time let it be understood that he comes under the heading of a "working dog"? Many more authors refer to the Icelandic Dog rather than the Icelandic Sheepdog - occasionally the Danes mentioned the Islandske Spidshunde..." Þessi umræða virðist ekki ný af nálinni eftir allt saman og mun örugglega ekki enda hér og nú og það er líka bara í góðu lagi.

Smá grúsk og vangaveltur um nafngiftina

Smá grúsk og vangaveltur um nafngiftina

Tíminn flýgur áfram og verkefnin breytast með hækkandi sól. En ennþá er smá tími til þess að grúska í bókum og greinum. Ég datt inn á þessa frásögn sem passar svo vel við veðrið í kvöld (stórhríð í vændum): "Víða eru til skráðar sögur um samskipti manns og hunds. Hundurinn hefur frá landnámstíð verið Íslendingum, ásamt hestinum þarfasti þjónninn. Hann fór á undan húsbónda sínum þegar ekki sá út úr augum fyrir blindhríð og skilaði honum heim að bæjardyrum." Sarpur/Þjóðhættir. Karlkyns, fd. 1905 Svo voru það tvær bækur eftir Stefán Aðalsteinsson sem ég var að fletta í gegn. Stefán Aðalsteinsson (1928-2009) var íslenskur rithöfundur og doktor í búfjárfræðum. Hann lauk doktorsprófi með ritgerð um erfðir sauðfjárlita. Rannsóknir hans um íslenskt búfé og meðal annars um uppruna húsdýra eru enn í dag mikilvægar og eru þær mjög áhugavert lesefni. Í bókinni _Sauðkindin, landið og þjóðin_, Rvk. 1981 fann ég stuttan texta úr ritgerð í Búnaðarritinu frá 1891 (Hermann Jónasson): "Það er frámunalegt að hugsa til þess, að í fjalllendi, þar sem sauðfjárrækt er helsta atvinnugreinin, skuli meiri hluti hunda vera lítt nýtir og óvandir; og að varla skuli hittast menn, er hafa lag eða öllu heldur vilja til að venja þá. ... Þá er að athuga, hvort hægt sé að venja íslenska hunda svo, að þeir verði eins vænir og útlenski hundar. Þessu er erfitt að svara; því að þótt stórkostlegt sé til að hugsa, þá veit ég ekki dæmi til, að nokkru sinni hafi verið reynt með fullri alúð og lægni að venja íslenskan hund. Það er að segja, með árvekni, sem við það er lögð í útlöndum." Það er alltaf gaman að velta fyrir sér vinnueðli íslenska fjárhundsins og eiginlega finnst mér alveg óþarfi að bera eðli hans alltaf saman við eðli Border collie hunda eða að ætla íslenska hundinum að vinna eins og "útlenskir hundar". Þeir eru bara öðruvísi og það er bara í góðu lagi. Ég hef verið að velta svolítið fyrir mér undanfarið að nafngiftin "Íslenskur fjárhundur" var kannski ekki mjög skynsamlegt. Ef hann væri bara kallaður íslenski hundurinn, hvað væri öðruvísi? Mundum við sleppa við endalausa samanburði við aðrar fjárhundategundir? Væri minna af fordómum gagnvart honum? Værum við stoltari af þjóðarhundinum okkar? Mynd: Stefán Aðalsteinsson

Myndatakan

Myndatakan

Það var mikið um að vera hjá okkur síðustu daga en við vorum með kvikmyndateymi hjá okkur og á fullu í að taka upp myndir og myndbönd fyrir sýninguna og kynningarefni tengt henni.  Á sunnudaginn mætti góður hópur fólks með hunda í myndatöku við torfhúsin okkar. Þetta var rosalega skemmtilegt, veðrið sérstaklega gott, kalt en sólríkt.  Mig langar að nefna hér alla hunda því þeir muna leika sitt hlutverk í alskonar efni tengt verkefninu: Leiru Tryggur (sjá myndin) Breiðanes Kría Breiðanes Björt Breiðanes Eldur Breiðanes Elding Gerplu Kvika Sunnusteins Prins Stokk-Sels Bósi Á mánudegi tókum við upp efni hér bæ. Hundarnir okkar Reykjavalla Ísland Sómi og Huldudals Hraundís léku aðalhlutverkið en við vorum að fókusar á samskipti þeirra við hrossin og kindur og vinnueðli íslenska fjárhundsins. Þeir fengu meðal annars GoPro myndavél á bakið sér sem mun veita öðruvísi sjónarhorn en við erum vön. Á þriðjudaginn tókum við viðtal við Hönnu Kristin á Reykjavöllum um hennar sýn á íslenska fjárhundinn og hennar ræktunarmarkmið. Fylgdumst svo við gönguferð Hönnu með hundunum sínum  Reykjavalla Sæla Reykjavalla Viska Reykjavalla Vaskur Vestandvindur Hrauni Tindsson Nærmyndir voru teknar af Vask og Hrauna. Þeir eru ásamt Visku alspora hundar en að rækta alspora hunda er eitt af ræktunarmarkmiðum hennar Hönnu. Síðan fórum við í Glaumbæ og fengum leyfi til að mynda inn í gamla bænum. Það gengur ennþá mjög hægt að fá gamla myndir af íslenskum fjárhundum þannig að við hugsuðum í lausnum og ég hlakka til að sjá útkomuna. Fimmtudagurinn var síðasti tökudagur og þá var komin að okkur bændum að segja frá okkar hundalif og tala um eiginleika íslenska fjárhundsins. Sómi og Hraundís fengu í lokin sína myndatöku við torfhúsin. Kvöldinu var nýtt til að fara í frekara hugmyndavinnu fyrir sýninguna en mér finnst ég er komin með ágætis mynd hvernig best verður að setja hana upp.  Við erum frekar lúin eftir þessa viku en erum rosalega spennt fyrir að sjá allt myndefni. Það er ennþá gríðalega mikil vinna eftir áður en við getum opnað sýninguna en við erum á réttri leið. Að fara í einskonar hágæðis efnistöku eins og við gerðum undanfarnar daga væri ekki hægt án styrksins sem við fengum úr Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra. Styrkurinn gerði okkur kleift að ráða fagmenn í vinnu en þar sem við erum búin að vinna með sama teymið áður vitum við að við eigum von á frábæra útkomu. Mig langar að þakka öllum sem aðstoðuðu okkur í þessum hlut verkefnisins; þeim sem lögðu land undir fót til að koma með hundana sína í myndatöku, Hönnu fyrir móttökuna, safnastjóranum og starfsfólkinu í Glaumbæ sem veittu okkur sérstaka og alls ekki sjálfsagða leyfi og sérstaka þakkir til eiginamannsins og sonarins fyrir þolinmæði og stuðningu við öllum mínum hugmyndum. Í lokin vil ég minnast á samfélagsmiðlana okkar. Það borga sig að setja "læk" á [facebook síðuna](https://www.facebook.com/fjarhundur) til að frétta af nýju efni á þessa síðu og þeim sem langar að fylgjast með daglegu hundalífi á bænum okkar Lýtingsstaðir er bent á [instagram-ið](https://www.instagram.com/fjarhundur/) okkar.

Sögur um hunda

Sögur um hunda

Fyrir svolitlu síðan auglýsti ég eftir sögum um íslenska fjárhunda; gömlum og nýlegum, skemmtilegum og sorglegum, áhugaverðum afrekssögum og fallegum hversdagssögum. Ég vil koma upp safni af sögum sem hreyfa við manni og eru lýsandi fyrir íslenska fjárhundinn.  Núna eru fyrstu sögurnar farnar í loftið og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég á eftir að bæta nokkrum inn í safnið og þætti vænt um að fá fleiri sögur sem gaman er að varðveita hér.  Sögurnar finnst undir hnappinum **SAGA** og ég vona að fólk njóti þess að lesa þær.  Í lokin langar mig að þakka öllum þeim sem sendu mér sögur og myndir. _Mynd við færsluna: Reykjadals Móri. Brynhildur Inga tók og á myndina._

Spennandi tímar framundan

Spennandi tímar framundan

Þó að ég hef ekki skrifað mikið að undanförnu hef ég jafnt og þétt unnið að verkefninu, lesið og grúskað.  Næsti hluti vefsíðunnar er alveg að verða tilbúinn en í honum verður hægt að fletta upp og lesa sögur um íslenska fjárhunda sem ég fékk aðsendar. Þetta eru allskonar sögur, stuttar og langar og það verður gaman að setja þær af stað. Í gær auglýsti ég aftur eftir gömlum ljósmyndum og fékk svo mikil viðbrögð, svo margar ábendingar og myndir að ég sat við tölvuna langt fram að nótt. Takk öll sem höfðu samband! Mér finnst ég loksins vera skrefi nærri ljósmyndum fyrir sýninguna. Svo er margt framundan hjá okkur á næstu vikum.  Við ætlum að taka þátt í ferðaþjónustusýningunni, Mannamótum í næstu viku þar sem við munum meðal annars kynna sýninguna okkar fyrir ferðaskrifstofur og leiðsögumenn og dreifa markaðsefni. Í febrúar fáum við svo til okkar teymi sem ætlar að taka upp allskonar hundatengt myndefni og myndbönd fyrir sýninguna og ég hlakka mjög til. Við þekkjum þetta unga fólk sem hefur áður búið til markaðsefni fyrir okkur og við fundum í dag til að setja saman hugmyndir og vinnuplan.  Vá, þetta er að verða allt saman svo raunverulegt!

Verkefnið fær fleiri styrki

Verkefnið fær fleiri styrki

Í haust sótti ég aftur um styrki fyrir verkefnið um Þjóðarhund Íslendinga en án fjármagns er ekki hægt að vinna svona verkefni og koma hugmyndum í framkvæmd. Fyrir stuttu var mér svo tilkynnt um styrkveitingar en það er Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra sem mun styrkja mig í annað sinn. Þessi styrkur mun tryggja hönnun og uppsetningu sýningarinnar.  Einnig fæ ég styrk úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðina sem mun koma sér að góðum notum til að standa undir straum kostnaðar til dæmis sem varða markaðsmálum. Ég er mjög þakklát fyrir þennan fjárhagslega stuðning sem sýnir líka traust í hugmyndirnar mínar og getu til að koma upp sýningunni um sögu íslenska fjárhundsins sem mun lyfta ímynd þjóðarhundsins á hærra plan. **Takk fyrir mig!**

Kvæðið RAKKI

Kvæðið RAKKI

RAKKI Sá er nú meir en trúr og tryggur með trýnið svart og augun blá, fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá. Hvorki vott né þurrt hann þiggur, þungt er í skapi, vot er brá, en fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá. Ef nokkur líkið snertir, styggur stinna sýnir hann jaxla þá, og fram á sinar lappir liggur líki bóndans hjá. Til dauðans er hann dapur og hryggur, dregst ei burt frá köldum ná, og hungurmorða loks hann liggur líki bóndans hjá. Grímur Thomsen (1820-1896) skald, sótti sér gjarnan yrkisefni í fortíðina að hætti rómantískra skálda en hann orti þetta fallega kvæði RAKKI. Það er um íslenskan hund sem svelti sig til dauðs af sorg út af missi húsbónda síns en tryggð og hollusta hunda ná stundum út yfir gröf og dauða. Sagan um kvæðið er erftirfarandi en atburðurinn er talinn hafa átt sér stað á Austurlandi um 1869: _Á leiði einu í kirkjugarðinum í Þingmúla i Skriðdal er mynd af hundi, sem liggur fram á lappir sínar. Þetta er leiði Þorgríms Arnórssonar, sem á öldinni, sem leið, var prestur í Hofteigi á Jökuldal og í Þingmúla. Hann var búmaður mikill og dýravinur. Hann átti ágæta hesta, og jafnan átti hann hund, sem lá í nánd við hann, þegar hann var heima við, og fylgdi honum alltaf eftir á ferðalögum. Seinasti hundur séra Þorgríms hét Rakki. Þá er séra Þorgrímur lézt, vildi hundurinn ekki víkja frá líki hans, og var Rakka lofað að liggja við líkbörurnar. Ekki fékkst hann til að bragða vott eða þurrt. Líkið var kistulagt, en Rakki hélt uppteknum hætti. Síðan fór jarðarförin fram, og þegar líkkistan var borin í kirkju, fylgdi Rakki henni að kirkjudyrunum. Þá er kistan var borin út, sýndi það sig, að Rakki hafði beðið við kirkjudyrnar. Hann fylgdi kistunni eftir, og þegar mokað hafði verið ofan í gröfina, lagðist hann á moldarbinginn. Reynt var að bera hann á brott, en hann undi því hið versta, og strax og honum hafði verið sleppt, hljóp hann út í kirkjugarð og lagðist á leiði séra Þorgríms. Rakka var færður matur og drykkur, en hann neytti ekki neins, og loks varð hann hungurmorða á leiðinu. Brezkum ferðamanni, sem kom að Þingmúla, var sögð sagan af Rakka. Hann varð svo hrifinn af henni, að hann lét móta mynd af hundi og sendi hana síðan út til Islands með þeim fyrirmælum, að henni skyldi komið fyrir á léiði séra Þorgríms._ _Heimild_ [_Dýraverndarinn 1955_](https://timarit.is/page/4948420#page/n1/mode/2up)

Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum

Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum

Sigríður Pétursdóttir (1934-2016) á Ólafsvöllum í Skeiðahreppi átti án vafa stærsta þáttinn í að bjarga stofni íslenska fjárhundsins á Íslandi með því að hefjast ræktunarstarf á sjöunda áratug á síðustu aldar í samstarfi við [Pál A. Pálsson](https://timarit.is/page/5589086#page/n3/mode/2up) yfirdýralæknir á Keldum, [sjá einnig hér](https://timarit.is/page/2397334#page/n15/mode/2up).  Páll A. Pálsson skynjaði þá hættu sem steðjaði að íslenska hundastofninum og lét rækta kynhreina íslenska hvolpa út af tíkinni sem eftir varð á Keldum af þeim hundum sem Mark Watson hafði safnað saman til útflutnings. Tíkin hét Pollý og kom úr Tálknafirði í Vestfjörðum.  Sigríður átti einnig í samstarf við Mark Watson og fleiri aðila í Bretlandi sem veittu henni ómetanlega aðstoð og upplýsingar. Sigríður flutti síðan tvo hvolpa hingað frá Bretlandi sem Mark Watson gaf henni. Ræktunarstofninn var mjög fátæklegur á þessum tíma en Sigríður tókst þetta umfangsmikla verkefni.  Sigríður stofnaði ásamt fleirum Hundaræktarfélag Íslands árið 1969. Árið 2008 var hún sæmd íslensku fálkaorðu á Bessastöðum fyrir störf sín að ræktun íslenska fjárhundsins. Í tilefni þess var viðtal við hana birt í Bændablaðinu 29. janúar 2008. Því miður fannst viðtalið ekki á uppgefna slóð en það birtist með góðfúslegu leyfi ritstjóra Bændablaðsins [á vef Hundalífspóstsins](https://hundalifspostur.is/2015/12/23/hundalif-hugsjonakonu-3/). Margt áhugavert finnst í gömlum viðtölum og greinum um Sigríði sem segir svo margt um hennar skoðun á tegundina og ræktunarmarkmiðum hennar.  Má nefna [grein frá 1973](https://timarit.is/page/4472538#page/n23/mode/2up) þar sem hún segir meðal annars  \- "Þetta (frama íslenskra hunda á sýningum erlendis) er ekki mér að þakka nema að litlu leyti, sagði Sigriður, heldur starfar það af því hvað íslenzki stofninn er eðlisgóður. Hann hefur haldizt við hjá einstöku bændum, sem hafa viljað halda í sitt hundakyn og skyldleikaræktað það. Þessum tiltölulega fáu bændum eigum við það að þakka, að stofnuninn skuli hafa haldizt hreinn...hætta á úrkynjun er alltaf fyrir hendi við slíkar aðstæður, en þessir gömlu menn hafa vitað hvað þeir voru að gera og þeim hefur tekizt að fá sterkan stofn en ekki úrkynjaðan." Aðspurð um skapgerð hundsins svarar Sigríður: "...íslenzki hundurinn tengist manninum ákaflega sterkum böndum og er mjög tilfinninganæmur gagvart manninu. Þeir eru mjög glaðlyndir og þó fylgja þeir skapi eigandans. Þeir eru glettnir og gamansamir, ef eigandinn er í þannig skapi og þeir eru rólegir, ef húsbóndi þeirra er rólegur. Grimmd þekkist ekki í hreinræktuðum íslenzkum hundi. Grimmd er óæskilegur eiginleiki hjá íslenzkum fjárhundi, því að honum er ætlað að reka féð til og frá en ekki að gæta þess fyrir árás eins og sumstaðar er ætlazt til af fjárhundum...þannig hefur valizt úr þessi góða skapgerð og að mínu áliti eru þessi gæði og glaðlyndi sterkasta einkenni íslenzka hundsins." Í viðtal 1978 sem birtist í [Morgunblaðinu](https://timarit.is/page/1502344#page/n9/mode/2up) segir hún um eðli hundsins: "Sá íslenzki er talinn sá eini af þessum Spitztegundum, sem lifa í löndum kring um Norðurheimskautið, sem ekki er grimmur. Auk þess er íslenzki hundurinn mjög greindur, þó hann sé seinþroska....Íslenzki hundurinn er mjög mannelskur og þarf að fá að vera mikið með manni." Í einu viðtali var Sigríður spurð um alspora en það eru hundar sem eru með tvöfaldar sporar á afturfótum og framfótum. Í gamla daga var það trú manna, að ef hvolpur fæddist alspora, fengist ekki betra fjárhundsefni. "-- Á þessi tröllatrú á alspora hundum sér kannski einhverja stoð í raunveruleikanum? \---Ætli þetta sé ekki bara hjátrú eins og margt annað. Hitt er annað mál, kannski hafa menn lagt meiri rækt við að kenna alspora hvolpum, því að þeir gengu á hærra verði en aðrir hvolpar og álitið var, að meira von væri um árangur. Þá hefur hvolpurinn fengið meiri tækifæri til þess að læra og orðið betri hundur fyrir bragðið." [Heimild](https://timarit.is/page/4472538?iabr=on#page/n23/mode/2up) Hvað það þýðir að rækta upp stofninn úr örfáum einstaklingum kemur vel fram i viðtalinu frá 2008:  „Það sem mér finnst ánægjulegast við ræktunina mína á sínum tíma er að hún skyldi takast. En það sem mér fannst erfiðast var þegar ég valdi undaneldisdýrin og þurfti að láta lóga eða svæfa hluta því ekki var hægt að láta frá sér nema takmarkað af dýrum sem ekki voru ætluð til undaneldis. Þetta var engin „framleiðsla“, heldur nákvæm og ákaflega úthugsuð ræktun og því þurfti að velja og vera passasamur um hvað maður var að gera. Það var ekki endanlega hægt að velja undaneldisdýr nema þegar þau voru orðin ákveðið gömul og þegar hægt var að sjá eðli, skapferli, vöxt og feld. Það varð allt að passa heim og saman, eða svo nærri sem hægt var, við það sem ég var að leitast við að ná fram. Hundarnir urðu að vera orðnir upp undir sex mánaða þegar hægt var að meta þá og þá voru þeir orðnir hændir að manni." [Heimild](https://www.bssl.is/erfidast-ad-velja-undaneldisdyrin/) Þessi orð hennar sýna að hún hafði mikla ábyrgð með að rækta hundana. Hún lýsti líka áhyggjur sínar að vinsældi hundsins gæti aukast of mikið. Hún sagði: "Ef hann verður tískufyrirbrigði þá verður farið að framleiða hann í stað þess að rækta hann." [Heimild](https://timarit.is/page/2480688#page/n0/mode/2up) Ég sjálf hef aldrei kynnst Sigríði en ég ber mikla virðingu fyrir þessa afrekskonu. Ég vona að afrekið hennar, að bjarga íslenska fjárhundinn mun aldrei gleymast og verður haldið á lofti um ókomin ár!  Mynd: [Víkan - 47. tölublað 1973](https://timarit.is/page/4472538?iabr=on#page/n23/mode/2up)

Aðventa

Aðventa

Einn frægasti hundur íslenskra bókmennta er íslenski fjárhundurinn Leó úr bókinni _**Aðventa**_ eftir Gunnar Gunnarsson. Sagan um hættuför Benedikts með hundinum sínum, Leó, og forystusauðnum Eitli um snæviþakin öræfi norður í landi þykir vera meistaraverk. _**Aðventa**_ byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925. Benedikt leggur í ferð upp á fjöll á aðventu til að leita að sauðfé sem ekki hafði fundist í venjubundnum leitum að hausti. Benedikt er farinn að reskjast, hann er fimmtíu og fjögurra ára. Í sögunni er hann að fara í sína 27. ferð til að leita að fjárs við upphaf aðventu. Hann býr sig til ferðarinnar á fyrsta sunnudegi í aðventu, og með honum í för eru hundurinn hans, Leó, og sauðurinn Eitill. Benedikt lítur á þá sem trygga vini sína. Þeir eru honum líka nauðsynlegir til ferðarinnar vegna eiginleika sinna við að reka fé. Gunnar Gunnarsson (1889–1975) var einn helsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld. Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og _**Aðventa**_, sem hefur verið þýdd á um 20 tungumál. Í Sarpinum rakst ég á þessa áhugaverðu mynd af Fjalla-Bensa, sem sést hér að ofan. Hún er í eigu Minjasafnsins á Akureyri, og ég gat pantað hana þaðan. Myndin er eftir Bárð Sigurðsson (1877–1937), og henni fylgir eftirfarandi lýsing: „Fjalla-Bensi, Benedikt Sigurjónsson f. 9.4.1876, á skíðum með hund og sauð, í myndastofu Bárðar í Höfða. Ekki er víst hvort þetta eru hundurinn Leó og forystusauðurinn Eitill. Gaman er að skoða þessa mynd nánar. Búið er að hafa mikið fyrir því að taka upp torf og setja á gólfið þannig að það lítur út fyrir að Benedikt standi úti á skíðum með fjallasýn Mývatnssveitar að baki. En til vinstri sést í hefilbekk Bárðar, og til hægri sést í kistu. Myndastofa Bárðar var nefnilega líka smíðastofa hans í Höfða, þannig að hann vann sér inn fyrir lifibrauði í þessari stofu, bæði með smíðum og myndatökum.“ Lestur á sögunni _**Aðventa**_ er orðinn að árlegri hefð hjá mörgum í jólamánuðinum, og ég get ekki annað en mælt með því að lesa eða hlusta á hana núna á aðventunni.

Þefskyn

Þefskyn

Það er dimmt úti og veturinn genginn í garð með tilheyrandi hríðaveðri. Þá er best að grúska aðeins og í dag er það spurningarskrá um hunda í [Sarpinum](https://www.sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID=531295) sem varð fyrir valinu. Datt svo inn á frásögn um ratvísi og þefskyn hundanna sem mig langar að vitna hér í. Það er karlmaður, fæddur 1912 sem skrifar: "Sögur um ratvísi hunda munu nær óteljandi en þó skortir mig kunnugleika til að rekja þær hér enda yrði það allt of langt mál. Það er víst að margir sem villtir urðu í hríðarveðrum eða dimmviðrum brugðu á það ráð að láta hundinn ráða ferðinni heim og brást það sjaldan. Áður kom það oft fyrir að fé fennti í stórhríðum og lifði stundum í fönn svo vikum og mánuðum skipti.  Þá kom sér vel að eiga hunda er fundið gátu féð og þá áttu sumir bændur og voru þeir þá fengnir til leitar. Þetta voru hundar af íslensku kyni. Þeir gerðu sumir greinarmun á því hvort kindurnar í fönninni voru lifandi eða dauðar. Bóndi einn átti tvo slíka hunda, leitaði annar eingöngu að lifandi fé, en hinn að dauðu. " Læt fylgja mynd frá því í október á þessu ári.

Bækur

Bækur

Ég elska bækur og þess vegna er ég ótrúlega ánægð að eiga nokkrar bækur sem eru annaðhvort um íslenska fjárhundinn eða sem innihalda efni m. a. um íslenska hunda.  Í safninu mínu er **The Iceland dog 874-1956** eftir Mark Watson sem vísar í fullt af gömlum bókum og mér finnst gaman að grafa upp þessar frumheimildir. Sumt er ég búin að finna á netinu (í rafrænum bókasöfnum) og sumt fékk ég í fornbókasölum t. d. **Das unbekannte Island** eftir Wather Heering (1935), **Lýsing Íslands IV** eftir Þorvald Thoroddsen (1920) og **ferðabókina miklu eftir Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson 1752-1757**. Svo er það bókin **Íslenski fjárhundurinn** eftir Gísla Pálsson (1999) en í henni fer hann stuttlega yfir sögu íslenska hundsins og gefur svo yfirlit yfir ræktanda íslenskra fjárhunda á þeim tíma sem bókin kom út. Ræktendurnir lýsa hundunum sínum sem ræktunin þeirra byggist á og er afar fróðlegt að lesa sig í gegnum þetta því í raun er stofninn enn þá frekar lítill á þessum tímapunkti. Einnig eru myndir með helstu litarafbrigðum íslenska fjárhundsins og nafnabanki í bókinni. Bækur eftir Stefán Aðalsteinsson eru áhugaverðar því hann hefur rannsakað uppruna húsdýra á Íslandi og oft er vitnað í hann í nýlegum heimildum.  Margt fróðlegt um íslenska fjárhunda má finna í **Íslenzkir Þjóðhættir** eftir Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1934).  Í bókinni **The Dewclaw Puzzle** eftir Moniku D. Karlsdóttur tekur alspora hundar fyrir. Ég er viss um að ýmislegt fleira um íslenska (fjár)hunda leynist í bókahillum hjá mér sem ég er ekki búin að finna.  Ég væri einnig þakklát ef ég fengi vísbendingar um frásögn í hinum ýmsu bókum, hafið endilega samband við mig í tölvupósti [email protected].

Markmiðið 2024

Markmiðið 2024

Fyrir um það bil ári síðan byrjaði ég að vinna að verkefninu um þjóðahundi Íslendinga og er ánægð með framgöngu þess. Ég er búin að lesa mjög mikið, bæði í bókum og á netinu. Ég hef tengst mörgu fólki, innanlands og erlendis, og ég finn fyrir brennandi áhuga hjá allflestum sem ég hef talað við. Ég er búin að safna sögum og myndum og þarf að halda áfram að finna áhugavert efni í gagnagrunninn. Það gengur frekar hægt að fá svör hjá ljósmyndasöfnum landsins til að geta keypt gamla myndir en ég mun halda áfram að vinna í því. Nú er skammdegi gengið í garð sem er einmitt besti tími árs til að vinna í þessu og næst á dagskrá er að láta setja upp vefsvæði til að birta sögurnar sem ég er búin að fá afhentar. Það er mikil vinna fram undan en markmiðið er sett: opnun sýningarinnar í sumar 2024.  Ég hlakka til að koma mínum hugmyndum um sýninguna í framkvæmd og mun að sjálfsögðu halda áfram að fjalla um framgang verkefnisins hér í blogginu ásamt ýmsum vangaveltum og áhugaverðum upplýsingum.

Uppruni íslenska hundsins

Uppruni íslenska hundsins

Talið er að hundar hafi borist hingað til lands á 9. öld með landnámsmönnum alveg eins og önnur húsdýr og hundar voru til þess að aðstoða við gæslu og smölun fjár, nautgripa og hesta, því girðingar voru ekki til í þessu strjábyltu landi fyrr en á 20. öld. Lítið er skrifað um hunda í íslenskri bókmennt og heldur ekki getið hvernig fjárhundar litu út á landnámsárum en í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar er sagt frá hungursneyð á Íslandi árið 990. Lagt var til að lógað skyldi flestum eða öllum hundum í landinu því þeir væru svo margir að bjarga mætti fjölda fólks frá hungurdauða með þeim mat sem fór í þá. En bændurnir fóru ekki að þessum ráðum og hundarnir héldu lífi. Frægasti hundur í Íslendingasögum er sennilega hundurinn Sámur sem Gunnar í Hlíðarendi átti en hann var líklega írskur úlfhundur. Heimildir segja frá því að á miðöldum hafi íslenski hundurinn orðið eftirsóknarverð útflutningsvara, í dálæti sem stofuhundar enskra hefðarkvenna og árið 1570 var íslenskum hundum lýst þannig að þeir væru svo loðnir að naumlega væri hægt að greina höfuð frá búk.  Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust á Íslandi 1752-57 og í ferðabók þeirra eru góðar lýsingar á íslenska hundinum á þessum tíma, þeir tala um þrjár tegundir hunda: fjárhunda, dýrhunda og dverghunda. Fjárhunda lýsa þeir svona: Þeir eru minni en hinir, loðnir, með granna, stutta fætur. Rófan er hringuð og trýnið stutt og mjótt. Þeir eru smölum til geysismikilla nota. Þeir sækja fé, ef þeim er bent á það, hátt upp í hlíðar og reka það saman í hóp, þar sem smalinn bíður, og rekja kindurnar án þess að bita þær eða meiða á annan hátt. Sumir fjárhundanna eru sérstaklega þétthærðir og hrokkinhærðir. Þeir kallast lubbar og þykja öðrum hundum námfúsari á hvers kyns kúnstir. Forvitnilegt er að spekúlera í uppruna fjárhundanna. Sumar heimildir telja íslenski hundurinn skyldastur norska búhundinum sem kom hingað með landnámsmönnum en vorið 1983 var blóð úr 56 íslenskum fjárhundum kannað til að rannsaka uppruna kynsins.  Niðurstöðurnar sýndu greinilegan skyldleika milli íslenska fjárhundsins og finnsks hundakyns, karelísks bjarnarhunds (Karelian Bear Dog). Karelíski bjarnarhundurinn er uppruninn í Rússlandi og er einn svokallaðra Laika-hunda en þessir hundar hafa upprétt eyru og hringað skott.  Það er því ljóst að íslenski fjárhundurinn hefur borist hingað frá Noregi en skyldleikinn við karelíska bjarnarhundinn bendir líka til þess að til Noregs hafi hundurinn komið úr austri, rétt eins og íslenska hestakynið því hann er ættaður frá Noregi og á þaðan rætur að rekja austur til Mongólíu. Mynd: Íslenskur fjárhundur sem líklega hefur átt heimili á Suðurnesjum. Úr Ljósmyndasafni Byggðasafnsins á Garðskaga. Höfundur og ártal óþekkt.

Hundabann í Reykjavík í 60 ár

Hundabann í Reykjavík í 60 ár

Þjóðfélagið á Íslandi breyttist hratt og mikið á 20.öld.  Síldarævintýri hófst með tilkomu velknúinna báta, sjávarþorp mynduðust og þéttbýli fjölgaði. Fólk í sveitum landsins skyldi við búskapinn og flutti í þéttbýli. Gjarnan fylgdu hundarnir húsbændum sínum.  Á þessum tíma var enn stundaður búskapur innan bæjarmarka Reykjavíkur og blönduðust aðkomuhundarnir við smalahundana sem þar voru fyrir. Í kjölfar varð mikil fjölgun flækingshunda sem hlupu þar lausir um götur borgarinnar og vorum mörgum til ama.  Árið 1910 var hundafjöldinn í bænum orðinn mjög mikill og aðgerðir til að sporna gegn sullaveikinni höfðu ekki enn þá náð takmarki sinu. Þetta tvennt var aðdragandi hundabannsins í Reykjavík. Til þess að bregðast við ástandinu var settur reglugerð nr. 124 frá 26. október 1910 um takmarkanir á hundahaldi í Reykjavík. Reglugerðin kvað um skyldu hundaeigenda til þess að merkja hunda sína með sérstakri ól merktri Reykjavík. Þeir hundar sem ekki báru slíka ól eða töldust til óskilahunda, þeir hundar sem ekki var vitjað innan þriggja daga frá því að þeir voru auglýstir, voru gerðir réttdræpir. Hinsvegar hafði reglugerðin að geyma ákvæði um árlega hreinsun hunda og að sullir skyldu grafnir í jörð.  Þegar þessi aðgerðir reyndust hinsvegar árangslausir var lagt fram frumvarp til laga um heimild fyrir bæjarstjórnir til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum árið 1924. Frumvarpinu var samþykkt og lög nr. 8/1924 um bann gegn hundahaldi í kaupstöðum og kauptúnum til. Á grundvelli þessa nýju laga var reglugerð um hundahald í Reykjavík til.  í henni var kveðið á um að á kaupstaðarlóð Reykjavíkur mætti enginn hafa hund nema hafa leyfi fyrir þarfahund. Þá var hver hundur gerður réttdræpur sem fyndist innan lögsagnarumdæmisins og ekki hafði verið veitt heimild fyrir nema hann væri í fylgd með utanbæjarmanni.  Lögreglan þurfti að framfylgja banninu og hundruðum hunda lógað í Reykjavík eftir að hundabannið komst á. Flestum hundum var lógað árið 1948 eða 170 hundum. Árið 1953 var 64 hundum lógað og a.m.k. 70 hundum árið 1954. Ólöglegum hundum var því engin miskunn sýnd og þeir teknir og aflífaðir. [Heimild: Vísir](https://timarit.is/page/1180763#page/n11/mode/2up) Árið 1968 var allt búfjárhald innan marka borgarinnar bannað og þar með endaði líka tíminn þarfahundanna.  Á svipuðum tíma hófst umræða um framtíð íslenska fjárhundsins en menn töldu að stofninn hér á landi væri allt að því kominn í útrýmingarhættu. Kallað var eftir íhlutun hins opinbera í formi styrkja til hundaræktunar. Árið 1969 voru tvö félög stofnuð utan um hagsmuni hundavina, Hundavinafélagið og Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ). Markmið félaganna var að berjast fyrir löglegu hundahaldi í borginni en meginmarkmið HRFÍ var þó einna helst að standa vörð um íslenska fjárhundakynið með vandaðri ræktun. Tilkoma félaganna hafði mikil áhrif á þróun umræðunnar um hunda og hundahald í þéttbýli borgarinnar. Árin 1983 og 1984 mörkuðu þáttaskil í baráttunni gegn hundabanninu og framfylgd þess af hálfu stjórnvalda.  Tvennt ber að nefna í því samhengi.  Annars vegar átti sér stað atvik í Reykjavík þegar tveir hundar voru aflífaðir á staðnum án dóms og laga 1983. [Sjá grein í Morgunblaðinu](https://timarit.is/page/1580725#page/n47/mode/2up). Hins vegar var það mál Albert Guðmundssonar fjármálaráðherrans. Fréttamaðurinn Rafn Jónsson kærði Albert fyrir ólöglegt hundahald eftir að hafa lýst hundahaldi hans opinberlega í sjónvarpinu.  Rafn hélt því fram að almenningur sætti ofsóknum á meðan yfirstéttin héldi hunda sína óáreitt. Albert var mótfallinn hundabanninu frá upphafi og taldi hann lögin um hundahald úrelt og óréttmæt. Eftir að Albert hafði verið kærður lýsti hann því yfir að hann myndi heldur flytja úr landi en láta tíkina Lucy. Málið fékk mikla athygli bæði [innlendis](https://timarit.is/page/4029413#page/n3/mode/2up) sem [erlendis](https://timarit.is/page/2235862#page/n0/mode/2up). Mál Alberts varð til þess að borgarstjórn Reykjavíkur sá sig knúna til þess að bregðast við að leita lausnar á vandanum. Eftir 60 ár var hundabannið aflétt árið 1984 með _Samþykkt um hundahald í Reykjavík Nr. 385/1984 með síðari breytingum_ ([sjá einnig hér](https://timarit.is/page/1595163#page/n25/mode/2up)). Hundahaldið var enn þá bannað en hægt var að sækja um undanþágu.  Það var þó ekki fyrr en 2007 að hundabanninu var með öllu aflétt og undanþágu frá banni á hundahaldi var breytt í leyfisveitingu. [Sjá einnig hér](http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=284570&pageId=4134833&lang=is&q=Hundabanni%20afl%E9tt).   Í þessum pósti er bara stiklað á stóru um býsna stórt mál en ég reyndi að draga saman það mikilvægasta. Áhugasömum lesendum vil ég benda á tvær ritgerðir sem fjalla ýtarlega um þetta mál. Martha Elena Laxdal (2014) [Saga hundahalds í Reykjavík 1924-1984](https://skemman.is/bitstream/1946/18784/1/Lokaskil_BAritg_Martha_Saga_hundahalds_%c3%ad_Reykjav%c3%adk_1924_til_1984_HEILDIN.pdf) Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir (2012) [Hundahald í þéttbýli](https://skemman.is/bitstream/1946/13457/1/Hundahald%20%C3%AD%20%C3%BE%C3%A9ttb%C3%BDli.pdf) Góða samantekt um núgildandi lög og reglugerðir varðandi hundahaldi á Íslandi er hægt að sjá á upplýsingarvefsíðunni [Hundahald.is](https://www.hundahald.is/). Það er líka áhugavert að skoða nútímareglugerðir með tillit til sögu hundahaldsins á Íslandi. Í lokin er vert að nefna að núgildandi lög veita sveitarfélögum mikið sjálfsákvörðunarvald varðandi hundahald. Til dæmis kveður [_Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað_](https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-hundahald-i-akureyrarkaupstad) í 2.gr\_.\_ um að "Hundahald er bannað í Grímsey og mega hundar hvorki dvelja þar né koma í heimsóknir."  [Sjá einnig hér](https://www.ruv.is/frettir/innlent/hundabann-i-grimsey) um stjórnsýslukæru vegna málsins sem hefur verið vísað frá.

Sullaveiki og hreinsun hunda

Sullaveiki og hreinsun hunda

Sullaveiki hrjáði Íslendinga í margar aldir og var um tíma einn af mannskæðustu sjúkdómum landsins.  _Það er alkunnugt, að Ísland hefur lengi verið talið versta sullaveikisbælið í Norðurálfu og þó víðar væri leitað_ - skrifar Guðmundur Magnússon í [Yfirlit yfir sögu sullaveikinar á Íslandi, Reykjavík 1913](https://timarit.is/page/4911631#page/n0/mode/2up). Talið er að sullaveikin hafi upphaflega borist til landsins með sýktum hundum sem fluttir voru inn frá Vesturlöndum, einkum frá Þýskalandi. Elstu fornbókaheimildir geta þess að um 1200 hafi sjúkdómsmynd sullaveiki þekkst bæði í mönnum og skepnum. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda _Echinococcus_ bandorms sem nota millihýsil (grasætur; kindur og kýr), sem innbyrðir egg bandormsins, og smitast svo yfir í lokahýsil (hundar) þegar sá étur líffæri millihýsilsins sem er sýkt með bandormsbelgjum fullum af lirfum. Heimild: [visindavefur.is](https://www.visindavefur.is/svar.php?id=62075) Danski læknirinn Harald Krabbe kom til landsins árið 1863 og dvaldi á Íslandi við rannsóknir á bandormum í hundum ásamt Jóns Finsen, héraðslæknis á Akureyri. Komust þeir að því að 28% íslenskra hunda væru sýktir. Á þessum tíma voru Íslendingar um 70 þúsund talsins en áætlaður hundafjöldi var á sama tíma 15 – 20 þúsund, eða einn hundur á hverja 3-4 íbúa. Ályktaði Krabbe að útbreiðsla og algengi sullaveikinnar á Íslandi skýrðist einkum af því að hér voru, miðað við höfðatölu, mun fleiri hundar en annars staðar (Guðmundur Magnússon, 1913). Sullaveikin gat dregið fólk og skepnur til bana og áætlað var að fimmti hver Íslendingur var smitaður af sulli. Taldi Krabbe að besta leiðin væri að fækka hundum og fræða íslenska alþýðu um eðli sullaveikinnar og leiðir til varnar smithættu. Fylgdi þessum niðurstöðum [_Tilskipun um hundahald 1869_](https://timarit.is/page/4911674#page/n43/mode/2up) til að fækka hundum og _Lög um hundaskatt 1890_ en það dugði ekki til að bæta ástandið. Það var til siðs á mörgum bæjum að hundum var leyft að sleikja aska fólksins, komast í sláturúrgangi, valsa um tún og hlöður, liggja í fóðurheyi sauðfjár um nætur og lepja neysluvatn úr ílátum manna. Upp úr aldamótum komu hundalækningar til sögu. Hundar voru safnaðir saman til hreinsunar á ákveðnum dögum og þeim gefið ormalyf. Hundahreinsun fór fram í húsi eða kofa, þar sem gólf og veggir voru steinsteyptir eða úr öðru þéttu efni, sem auðvelt var að hreinsa. Svelta þurfti hundana í sólarhring fyrir inngjöfina. Það þurfti að passa að hundarnir ældu ekki eftir inngjöfina annars þurfti að endurtaka hana og þegar þeir voru búnir að hreinsa sig með miklum niðurgangi á meðan þeir voru bundnir í kofanum í allt að sex klukkutímum þurfti að baða hundanna í sérstöku hreinsuefni áður en þeir fengu að fara heim til sín. Þessari aðferð var beitt lengi í sumum sveitarfélögum, sjá grein í [Dýraverndaranum](https://timarit.is/page/4954468?iabr=on#page/n29/mode/2up/search/averndarinn) frá 1. febrúar 1978. Myndin er tekin úr þeirri grein. En hundahreinsunin eins harkaleg og hún var, varð til þess að sullaveikinni var útrýmt á Íslandi á 20. öld og finnst því veikin ekki lengur á Íslandi. Í dag þarf að framkvæma hundahreinsun með ormalyfi vegna vöðvasullsbandormsins en sem betur fer eru aðferðirnar öðruvísi en áður fyrr. Sjá [nánar](https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/bandormahreinsun-hunda) á vef MAST.

Vaskur frá Þorvaldsstöðum - fyrirmynd merkisins HRFÍ

Vaskur frá Þorvaldsstöðum - fyrirmynd merkisins HRFÍ

Vaskur frá Þorvaldsstöðum var einn af átta hundum sem Mark Watson keypti á Íslandi og flutti til Kaliforniu á 6. áratug til að rækta íslenska fjárhunda svo þeir yrðu ekki aldauða.  Áhugasömum er bent á þessa [grein úr Morgunblaðinu 1958](https://timarit.is/page/3284932#page/n5/mode/2up). Fljótlega eftir að hundarnir komu til Kaliforníu kom upp hundapest og drápust sumir hundana. Þeir sem lifðu eignuðust afkvæmi og virtust ekki hafa blandast öðrum kynjum. Watson flutti seinna til Englands og tók hundana með sér og lét halda ræktuninni áfram. Vaskur lifði hundapestina af og flutti með Watson til Englands þar sem hann gerði garðann frægan á Crufts sýningu 1960 þegar hann varð BOB (besti hundur tegundar) sjö ára gamall. Í [grein frá February 1960](https://drive.proton.me/urls/4JV6CQVNYM#xVGAiQfZfkSL) sem er mjög líklega úr blaðinu [Our dogs](https://www.ourdogs.co.uk/subindex/home.php) er haft eftir dómaranum Mrs. W. Barber: "Vaskur completely won over me as a good looking medium sized dog, sound and with the essentials of his breed standard clearly defined, he was a happy and friendly dog to meet and appeared to be enjoying his outing." Vaskur var dæmdur:"Novice 1" og "Open 1". Hér er hægt að sjá [ræktunarmarkmið](https://drive.proton.me/urls/XPXMMA6CHG#mjGHVKziw0wn) þess tíma sem Vaskur hefur líklega verið dæmdur eftir. Árið 1969 var Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) stofnað á Hótel Sögu í Reykjavík en 29 áhugamenn um ræktun íslenska fjárhundsins stóðu að stofnun félagsins. Eitt markmið þess var að vernda og rækta íslenska fjárhundinn og var fyrsta stjórnarsamþykktin sú að undirbúa skráningu á sérkennum íslenska fjárhundsins.  Mynd af Vaski frá Þorvaldsstöðum var síðan fyrirmynd í merki [Hundaræktarfélags Íslands](http://www.hrfi.is/). Félagið fékk seinna aðild að alþjóðahundaræktarsamtökunum FCI og hundaræktarsamtökum Norðurlandanna NKU og er í dag samstarfsvettvangur eigenda og áhugafólks ýmissa hundakynja.  [Deild íslenska fjárhundsins (DÍF)](https://www.dif.is/DIF/index.php) var stofnuð 1979 og starfar innan HRFÍ sem ein stærsta deild félagsins.  Merki deildarinnar er það sama nema að Vaskur horfir í hina áttina. Vonandi fær Vaskur að vera í friði í merki félagsins um ókomna tíð sem fulltrúi þjóðarhunds Íslendinga. Mynd af Vask úr bók Mark Watsons _The Iceland dog 874-1956._

Merkishundar

Merkishundar

Í grúskinu mínu um sögu íslenska fjárhundsins hef ég rekist á margar áhugaverðir frásagnir um hunda og fólk. Ég er að reyna að fá einskonar strúktur í allt efnið sem ég er búin að lesa og safna til að koma því svo á framfæri á þessari síðu og einnig í sýningunni. Til þess er ég að lesa margt oftar en einu sinni til að átta mig betur á öllum samhengjum. Til dæmis datt ég núna áðan aftur í [grein um Kát frá Keldum](http://hundalifspostur.is/2016/01/27/ur-sami-katur-fra-keldum/) en þar stendur: _"Kátur frá Keldum Ól. 11-68 andaðist 22. des. 1978. Þessi merkishundur, sem flestir eða allir Ólafsvallahundar rekja ætt sína til, var fæddur á Keldum í október 1959 og var því á tuttuguasta aldursári er hann lést. Hann var fyrstu ár ævi sinnar á Írafelli í Kjós, en kom til Sigríðar og Kjartans á Ólafsvöllum árið 1964 og var þar síðan til dauðadags. Kátur frá Keldum var mikill eftirlætishundur á þessu stóra heimili og naut þar ýmissa forréttinda, en þar var jafnan margt hunda. Síðustu tvö árin var honum nokkuð farið að hraka, sjón og heyrn biluð og hann var orðinn giktveikur. Kátur var mjög fallegur hundur þegar hann var upp á sitt besta. Rauðgulur, með hvítan blett í hnakka, hvítar lappir og ljós í rófu. Hann var stór og myndarlegur, e.t.v. ívið of langur ef nokkuð var, byggingin annars prýðileg. Geðslag var sérstaklega gott og um gáfur hans efaðist enginn, sem til þekkti. Af honum er kominn mikill ættbogi. Foreldrar Káts voru Klói frá Sellátrum og Pollý frá Keldum, en til þeirra merkishunda eiga allir núlifandi íslenskir hundar ætt sína að rekja. G.S."_ Myndin af Kát sem fylgir greininni minnti mig á myndina sem ég notaði í blogg-póstinum um Strút, Kol og Mark Watson. Sú mynd er af Koli, pabba Strúts. Ég fór að leita í efninu sem Salín sendi mér um Strút og þar er meðal annars afrit af ættbók Strúts. Þar sá ég að Kolur, pabbi Strúts er ekki undan Kát heldur er mamma Strúts undan Kát frá Keldum. Sú tík hét Píla frá Ólafsvöllum og mamma hennar hét Táta. Við nánari skoðun kemur í ljós að Táta, Kátur og mamma Kols, sem hét Skotta frá Sætúni, voru alsystkini. Ég mæli með að skoða myndina hér fyrir ofan. Foreldrar þeirra voru, eins og fram kemur, Klói frá Sellátrum og Pollý frá Keldum. Klói átti fjögur afkvæmi með Pollý en Pollý átti samkvæmt [gagnagrunni DÍF](https://www.dif.is/hundarnir/hundar_grunnur_einstaklingur.php?id=4582) líka Snotru. Snotra var undan Trygg en hann var undan alsystkynunum Kát og Skottu. Snotra er ekki skráð í [gagnagrunni ISIC](http://www.islenskurhundur.com/Dog/Details/5097) frá því sem ég best veit. Þarna sést vel áskorunin á þeim tímum í því að framrækta íslenskan fjárhund úr mjög litlum hundastofn og hreint út sagt ótrúlegt afrek að þetta tókst. Ég ákvað að láta ættbók Strúts (með þakklæti til Salínar) fylgja þessum pósti en myndir af Klóa og Pollý er hægt að finna í [gagnagrunni ISIC](http://www.islenskurhundur.com/Dog/Details/4965).

Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!

Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!

Við tókum á móti hóp breskra ferðamanna í gær í okkar vinsæla prógrammi Horses&Heritage. Eins og oft áður sýndu gestirnir hundunum ekki minni áhuga og hestunum og fengu þeir að sjálfssögðu kynningu á þjóðarhundinum. Hópurinn var búinn að koma við í Glaumbæ og höfðu fengið upplýsingar um breska aðalsmanninn Mark Watson og björgunaraðgerðir hans varðandi gamla bæinn.  Ég útskyrði fyrir fólkinu hvaða hlutverk Watson átti í björgun íslenska fjárhundsins og þau voru aldeilis hissa á því að tengundin er ekki meira þekkt í Bretlandi en raun ber vitni.  Gat ég þá sagt þeim frá því að íslenski fjárhundurinn var í sérstöku uppáhaldi hjá fyrirfólki Bretlands á 15.öld og að William Shakespeare hafði meira en að segja nefnt hann í leikritinu „Henry V.“ sem skrifað var um 1600: **Pish for thee Iceland Dog! Thou prick-ear´d cur of Iceland!** **Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!** Þetta eru sennilega ekki fallegustu orð sem hafa verið skrifuð um íslenska fjárhundinn en þrátt fyrir það eru þau heimild um að hundategund frá okkar afskekktu eyju í Atlantshafinu var þekktur í Bretlandi á þeim tíma. Þessum bresku ferðamönnum fannst mjög áhugavert að fræðast um íslenska fjárhundinn og tengingu hans við þeirra eigin heimaland.

Er íslenski fjárhundur vinnuhundur?

Er íslenski fjárhundur vinnuhundur?

Ég var að velta fyrir mér hvað fólk notar íslenska fjárhunda mikið sem vinnuhunda. Ég setti spurninguna fram á facebooksíðu Deild Íslenska fjárhundsins um daginn og fékk rosalega mikil viðbrögð á stuttum tíma. Það virðist að hundurinn er talsvert notaður í kringum sauðfé. Þeir taka virkan þátt í smalamennsku á haustin og spara þeir mönnum og hestum mörg hlaup í afréttum landsins. Það er bæði hægt að senda þá langt frá sér og láta þá gelta við hlið sér.  Íslenski fjárhundurinn er rekstrahundur og heldur túnum sem og skógarreitum hreinum af sauðféi í ákveðnum radíus og er þar með ómetanlegur fyrir marga. Hundurinn fær líka notkun í kringum hross. Sumir hundar sækja hesta úr haganum og reka þá til eiganda sinna. Sagt var frá hundum sem veiða mýs á borð við ketti og er það vel þegið á sveitabæjum.  Umræða átti sér stað um vinnueðli íslenska fjárhundsins sem er mjög frábrugðið smalaeðli í Bordercollie (BC) hundum. Á meðan BC hundar eru að safna féi með því að hlaupa í kring og þegja að jafnaði á meðan, er íslenski fjárhundurinn að nota geltið við vinnuna. Þetta eðli hefur hentað (og hentar ennþá) við íslenskar aðstæður og landslag. Eflaust vilja flestir sem eiga íslenskan fjárhund í borginni að hann gelti sem minnst og er hér að finna ákveðna togstreitu á milli eðli hundsins sem átti rétt á sér í þúsund ár og væntingar til hundsins í nútímasamfélagi. En enginn vill eiga gjammara - það eru allir sammála um og eru ræktendur íslenska fjárhundsins með óumdeilda ábyrgð þegar kemur að því að velja hunda til undaneldis. Arnþrúður Heimisdóttir sem hefur ræktað íslenska fjárhunda síðan 1998 undir nafninu Fljóta-ræktun kom með mjög fróðlegt innlegg um kenningar sínar varðandi sögu og ræktun íslenskra hunda í gegnum árin. Ég fékk leyfi fyrir því að birta innslag hennar hér: **\--** **Til hvers höfðu Íslendingar hunda:** 1\. Til að forða pínulitlum krökkum, að forða þeim frá því að ganga af göflunum og sturlast úr hræðslu og einmannaleik, krakkar sem áttu að vera smalar á nóttu sem degi, dauðhrædd við sögur um að tröll og draugar og annað dræpu þau. Vera vinir þeirra (enda eru þeir kannski bestu hundar í heimi til að efla fólki traust og kjark, vinalegir og kjarkaðir).  2\. Til að reka kindur úr túnum, vera virtual fence, enda byggði fólk bæi sína í miðjum bestu túnunum, svo hengu hundarnir heima við bæ og ráku fé úr túnum allan sólarhringinn.  Ég heyrði í útvarpsþætti um daginn, Illuga lesa upp úr ferðasögu útlendings frá því 18 hundruð og eitthvað, þar sem hann lýsir því hvernig allir bændur þá eiga ca. 5 hunda sem reka úr túnum og hreinsa út ráfandi fé og hesta (enda voru engar girðingar á þeim tíma).  Ég las í Landbúnaðarsögunni að það var gríðarleg áhersla upp úr landnámi að girða og girða, með steingörðum, girða af afrétti og tún og alls kyns. Allir karlmenn voru skyldaðir samkvæmt lögum til að vinna við þetta einn mánuð á ári. Svo um árið 1200 var þetta tekið úr lögum, allt of mikil vinna. Mín kenning er að þá fóru menn að rækta þessa heimaríku hunda sem reka úr túnum, enda urðu flestir/allir steingarðarnir fljótlega ónothæfir.  3\. Til að smala í göngum og þessháttar, líka við vetrarbeit þegar fullorðnir menn héldu fé að útibeit á sinu í snjó og alls kyns slæmu árferði, líka hjálpa krökkunum/smölunum að reka hjörðina í burt og heim (annars vegar hjarðir af lömbum, hins vegar hjarðir af fé sem var mjólkað). En ég efast um að þeir hafi nokkurn tímann sótt fé eins og borderar, amk. hef ég ekki orðið vör við að neinn Íslendingur í dag geri það, en kannski getið þið bent á dæmi um annað.  4\. Að hjálpa fólki til að rata heim í fárviðrum, bæði fólki á ferðalögum sem lenti óvænt í fárviðri, og vetrarsmölum sem lentu í sama, með kindur.  5\. Að hjálpa fólki að finna fé sem hafði grafist í snjó í fárviðrum. **\--** Ég þakka öllum sem tóku þátt í umræðunni sem var bæði fróðleg og þörf. Við megum aldrei gleyma fyrir hvað hundurinn var notaður í aldanna rás sem mótaði eðli hundsins sem við þekkum í dag.  Ég persónulega vil sjá fleiri íslenska fjárhunda í sveitum landsins. Sem þjóðarhundur Íslendinga ætti hann að vera bæjarprýði á mörgum ef ekki öllum sveitabæjum. Að vera sveitahundur útilokar ekki að hundurinn geti líka staðið sig vel sem sýningarhundur. Það eru nokkur dæmi um íslenska fjárhunda sem hafa hlotið meistarastig og meistarartitla á sýningum HRFÍ sem standa sig einnig mjög vel í smölun og rekstri búpenings. Verum stolt af þessum vinalega og duglega þjóðarhundi okkar og vinnum gegn fordómum að um gagnslausa gjammara sé að ræða. Sýnum ábyrgð í ræktun og berum virðingu fyrir eðli hundsins. Þjálfum hann vel og leyfum honum að vinna samkvæmt eðli ef tækifærið gefst!

Um Strút, Kol og Mark Watson

Um Strút, Kol og Mark Watson

Það er mjög áhugavert og gaman að vinna að svona verkefni. Ég finn fyrir miklum áhuga og ekki síður þörf á því að safna saman upplýsingum og sögum um íslenska fjárhundinn. Það þarf að varðveita þá og gera þá aðgengilega til framtíðar. Hundurinn er þjóðararfur Íslendinga, og hann hefur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt í meira en 1000 ár. Það er ábyrgð okkar nútímafólks að viðhalda vitneskju um sögu hans. Ég rakst á facebook póst í sambandi við Dag Íslenska fjárhundsins þar sem kanadísk kona sýndi mynd af hundinum Strút. Strútur var fyrsti íslenski fjárhundurinn í Kanada sem vitað er um í nútímanum en hann kom þangað 1969. Ég komst í samband við Salín Guttormsson, konuna sem póstaði myndinni og við höfum skrifast talsvert á á undanförnu. Salín hefur nýlega gefið út grein um sögu Strúts sem birt var í "Lögberg - Heimskringla" og fékk ég leyfi til að birta greinina hér á vefsíðunni (sem verður væntanlega í haust). Faðir Salíns hafði verið í bréfasamskiptum við Mark Watson 1970 en hann reyndi að kaupa bókina "The Iceland dog" sem var því míður orðin ófáanleg. Watson svaraði honum að bókin væri uppseld og ekkert eftir af prentuninni en sendi honum ljósrit af helstu köflum bókarinnar ásamt uppfærðum formála. Watson skrifar í bréfinu sínu að um það bil 50 íslenskir fjárhundar væru til í Bretlandi og þeir viðurkenndir af breska hundaræktarfélaginu. Breska hundaræktunarfélagið hafði viðkennt tegundina 1905. Hins vegar er tegundin ekki viðurkennd nú til dags þar sem of fáir Íslenskir fjárhundar eru til í Bretlandi. Watson skrifar einnig í bréfinu að hann hafði nýlega flutt tvo hunda til Englands sem hann keypti frá Sigríði Pétursdóttir á Ólafsvöllum. En Strútur var einnig úr ræktun Sigríðar og læt ég hér fylgja mynd af Kol, faðir Strúts. Sigríður Pétursdóttir tók myndina 1969. Salín leyfði mér að sýna þessa mynd og ég þakka henni kærlega fyrir að segja mér frá Strút og bréfasamskiptum þeirra Watsons og faðir hennar. Það er ómetanlegt fyrir mig að fá þessar frásagnir.

Hátíðardagur

Hátíðardagur

Þjóðarhundur Íslendinga á daginn í dag! Í ræktunarmarkmiðinu fyrir íslenskan fjárhund stendur: "Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga. Hann er afkomandi hunda sem bárust til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og yfirsetu og vinnueiginleikar hans hafa aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum. Íslenski fjárhundurinn er norrænn smalahundur, tæplega meðalstór og kröftugur, með upprétt eyru og hringað skott. Séð frá hlið mynda lengd og hæð hundsins rétthyrning. Mildur, greindarlegur og brosleitur svipur, öruggt og fjörlegt fas er einkennandi fyrir íslenska fjárhundinn. Hárafar er með tvennu móti, ýmist snöggt eða loðið. Báðar gerðir eru þéttar og mjög veðurþolnar. Kynjamunur er greinilegur á milli rakka og tíkar." Áhugasamir geta haldið áfram að lesa í [FCI-Ræktunarmarkmið nr: 289](https://www.dif.is/UmTegundina/raektunarmarkmid_islenskur_fjarhundur_islenska_18-07-2018.pdf) Við kíktum að venju við í Glaumbæ í dag og glöddum og fræddum gesti safnsins um þjóðargersemina okkar! Til hamingju með daginn!

Mark Watson - bjargvættur íslenska fjárhundsins

Mark Watson - bjargvættur íslenska fjárhundsins

Mark Watson er mörgum Íslendingum kunnugur.  Afrekum Watsons eru ekki gerð skil á í stuttum bloggpósti og hann mun fá meira pláss á vefsíðunni og á sýningunni von bráðar en ég ætla samt að draga saman nokkra punkta því nú styttist í Dag íslenska fjárhundsins þann 18. júlí, sem er fæðingardagur Mark Watsons. Mark Watson var fæddur 18. júlí 1906 í Bretlandi. Fjölskylda hans var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London. Watson var vel menntaður og stundaði nám við bestu skóla Bretlands og einnig á meginlandinu. Hann talaði reiprennandi frönsku og góða þýsku. Hann ferðaðist víða um heim og fékk áhuga á Íslandi strax í æsku. Honum dreymdi um ævintýri á Íslandi og kom í sína fyrstu ferð til Íslands sumarið 1937. Árið á eftir fór hann ríðandi um landið. Á þessum ferðum tók hann ljósmyndir og hreyfimyndir sem sýndar voru í London og á heimssýningunni í New York árið 1939. Watson var Íslendingum örlátur. Hann gaf þjóðminjasafninu á annað hundrað vatnslitamyndir eftir Collingwood, breskann málara sem ferðaðist um Ísland í lok nítjándu aldar, auk annarra listaverka sem hann færði safninu að gjöf. Sumarið 1938 kom hann í Glaumbæ í Skagafirði og tók ástfóstur við gamla bæinn. Watson vildi kaupa Glaumbæ, og endurreisa í upprunalegri mynd og gera að safni. En bærinn var ekki falur. Þegar hann var kominn heim ákvað hann að senda tvöhundruð sterlingspund til Íslands, svo hefja mætti viðgerðir á Glaumbæ. Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út. Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.  Árið 1957 gaf Mark Watson út bók um íslenska hundakynið. Bókin heitir _The_ _Icelandic dog 874 – 1956_ og í henni telur Watson upp öll gögn sem hann fann um íslenska fjárhundinn. Watson aðstoðaði Sigríði Pétursdóttir frá Ólafsvöllum (sem mun fá ýtarlegri umfjöllun á þessum vettfangi síðar) við að flytja íslenska fjárhundshvolpa úr hans ræktun frá Englandi til Íslands til að hefja mikilvægt ræktunarstarf. Sigríður Pétursdóttir stofnaði ásamt fleirum Hundaræktarfélag Íslands árið 1969. Markmið félagsins var verndun og ræktun íslenska fjárhundakynsins. Á stofnfundinum var samþykkt að sýna Íslandsvininum Mark Watson þá virðingu að gera hann að heiðursstofnfélaga, þar sem hann hefur haft frumkvæði að verndun íslenska fjárhundsins, auk þess sem hann skrifaði bók um hundategundina. Í byrjun árs 1973 gaf Watson, Íslendingum dýraspítala með öllum búnaði. Mark Watson lést á heimili sínu í London í mars 1979. Áhugasömum er bent á smárit Byggðasafns Skagafjarðar [Mark Watson og Glaumbær](https://www.glaumbaer.is/static/files/Skjol/vi-mark-watson-og-glaumbaer.pdf) og greinina [Mark Watson og dagur íslenska fjárhundsins](http://hundalifspostur.is/2015/11/30/mark-watson-og-dagur-islenska-fjarhundsins/) eftir Þórhildi Bjartmarz til að fræðast meira um hann.

Listaverk til heiðurs íslenska fjárhundsins

Listaverk til heiðurs íslenska fjárhundsins

Ég fékk ungu listakonuna Josefina Morell, sem búsett er í Borgarfirðinum til að gera útilistaverk handa mér til heiðurs íslenska fjárhundsins. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að hún myndi gera höggmynd eða einskonar prófilmynd úr líparítstein. Viðeigandi steinn fannst loksins í Bæjargilinu í Húsafelli. Steinninn er fjólublár og mjög fallegur. Mynd af Sóma var síðan fyrirmynd og útkoman er glæsileg. Josefina kom og afhenti mér verkið í fyrradag. Steininum var komið fyrir á vegg torfréttarinnar til að byrja með en staðsetningin verður endurskoðuð við tækifæri. Ég er rosalega ánægð með verkið og hver veit, kannski er þetta eina höggmynd af íslenskum fjárhundi sem til er á Íslandi? Allavega finnst mér vera kominn tími til þess að eiga minnismerki um þjóðarhundinn!

Gamlar myndir

Gamlar myndir

Eitt af því sem ég ætla að gera í þessu verkefni er að setja upp gagnagrunn með myndum, gömlum og nýjum, svarthvítum og lituðum.  Myndir segja alltaf sögu um samband manns og hunds.  Ég er búin að fá nokkrar myndir úr ljósmynda- og byggðasöfnum og einnig nokkrar úr einkaeign.  Myndin sem fylgir þessum pósti var tekin 1960 í Þernuvík í Ísafjarðadjúpi og sýnir hundinn Brand og dreng að nafni Gunnars. Það er Gilla frá Hnífsdalsræktun sem sendir mér þessa mynd og áhugaverð saga um Brand fylgir henni. Hún verður sögð síðar. **Ef þú átt myndir kæri lesandi, sem þú ert tilbúin/n að láta af hendi í gagnagrunninn, endilega hafðu samband við mig!**

Kirkjuferðir

Kirkjuferðir

Það finnst margt áhugavert á [Sarpur.is](https://www.sarpur.is/), sem er menningarsögulegt gagnasafn. Meðal annars er stórt safn um þjóðhætti og þegar leitað er eftir efni um hunda kemur margt forvitnilegt upp. Eins og frásögn um kirkjuferðir í gamla daga: "...Það var varla hægt að segja að kirkjuferðir væru nein undantekning frá því að þá væru hundar með í för. Til kirkju komst oft margt hunda bæði viljandi og óviljandi og voru oft þar til mikilla leiðinda, t.d. komust inn í kirkjugarðinn og fóru þar í áflog sem oft var vani þeirra sem áður sagði. Sumir sluppu inn í sjálfa kirkjuna meðan á messu stóð og skriðu undir bekkina. Ekki leist þeim þó að vera þar inni. Það var ekki trútt um að mesta andaktin færi af sumum þegar meðhjálparinn kom, tók í hnakkadrambið á hundinum og dró hann ýlandi út úr kirkjunni..." [Sarpur/Þjóðhættir. Karlmaður, fd. 1912, Kirkjubæjarklaustri](https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=542101)

Bókagjöf

Bókagjöf

Ég hef verið svo heppin að eignast bókina "THE ICELAND DOG 874-1956" eftir Mark Watson nýlega en bókin er algjör fjársjóður fyrir áhugafólk um sögu íslenska fjárhundsins eins og mig. Bókin var gefin út árið 1957 en í henni telur Watson upp öll gögn sem hann fann um íslenska fjárhundinn frá landnámsárunum til "dagsins í dag" eins og stendur í formálanum sem var skrifaður af Watson árið 1956.  Watson kostaði sjálfur útgáfu bókarinnar og ágóða sölunnar gaf hann Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. Talið er að bókin var gefin út í 500 eintökum sem er að sjálfsögðu ekki mjög mikið og þess vegna er bókin mjög sjaldgæf og verðmæt í dag. Bókin er gjöf til mín fyrir sýninguna um sögu íslenski fjárhundsins en það er Jørgen Metzdorff sem gaf mér hana eftir að hann frétti af verkefninu mínu. Jørgen ræktar íslenska fjárhunda í Danmörku ([Naskur ræktun](https://www.naskur.dk/)) og er mikinn áhugamaður um sögu hundsins. Hann hefur rannsakað bókina mjög vel og haldið fyrirlestur um hana í tengslum við Dag íslenska fjárhundsins.  Þar sem Jørgen átti þrjú eintök af bókinni ákvað hann að gefa mér eitt eintak fyrir sýninguna. Er ég honum mjög þakklát fyrir það!  Bókin er ómissandi fyrir sýninguna um íslenska fjárhundinn.  [Hægt er að fletta í gegnum bókina hér.](https://drive.proton.me/urls/MSZXKPRSBW#NJ3Xh5blzdvJ)

Lifandi listaverk

Lifandi listaverk

Þann 15. febrúar 1994 flutti Guðni Ágústsson, alþingismaður, til­lögu um að auka veg og virðingu íslenska fjárhundsins: **"Íslenski fjárhundurinn er þjóðararfur og þjóðargersemi Íslendinga, hann er lifandi listaverk sem okkur ber að varðveita."** Alþingi ályktaði honum að skipa nefnd til að gera tillögur um aðgerðir til að vernda íslenska fjárhundinn og hreinrækta stofninn.  [Tillöguna er hægt að lesa hér](https://www.althingi.is/altext/117/s/0588.html). Friðjón Þórðarson, fyrrverandi ráðherra og sýslumaður, sá það glettna bæði í greinargerðinni og málflutningi Guðna og dró efni ræðunn­ar sam­an í vísu sem hljómar svona:  **  Ó,íslenski fjárhundur,lifandi listaverk** **  með ljómandi augu sem höfða til réttlætiskenndar.** **  Með hringaða rófu og hálsband um loðna kverk,** **  Nú heiti ég á þig að komast til allsherjarnefndar.** ** ** ## **Gleðilega þjóðhátíð!**

Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar

Til að byggja upp tengslanet og kynna verkefnið er óumflýjanlegt að vera sýnilegri á samfélagsmiðlum.  Facebook síða var nýlega set upp þegar blogg síðan fór í loftið og mun ég færa þar inn fréttir um verkefnið og síðan um sýninguna. Instagram reikningurinn er meira hugsaður fyrir daglega hundalífið á Lýtingsstöðum og geta áhugasamir fylgst með okkur þar. Við hlökkum til að tengjast sem flestum.

75 ára afmælishátíð í Glaumbæ

75 ára afmælishátíð í Glaumbæ

Það var blásið í glæsilega afmælishátíð í Glaumbæ þann 29 maí, en þá voru 75 ár liðin frá því að Mark Watson gaf peninga til að varðveita bæinn. Byggðasafn Skagfirðinga er þar með elsta byggðasafn Íslands - þökk sé þessarar peningagjafar Watsons.  Mark Watson er, eins og kom fram í fyrri færslu, líka kallaður bjargvættur íslenska fjárhundsins.  Það gaf tilefni til þess að koma með íslenska fjárhunda á afmælishátíð og vöktu 12 hundar mikla athygli og kátínu hjá gestum og gangandi.

Lógóið

Lógóið

Mér finnst nauðsynlegt að byrja sem fyrst að kynna verkefnið en til þess þarf fallegt merki.  Sómi átti að vera í merkinu enda er hann upphaf alls sem viðkemur íslenska fjárhundinum hér á bæ.  Þar sem hann og torfhúsin á Lýtingsstöðum eru óaðskiljanleg var ákveðið að hafa þau líka með.  Í verkið fékk ég unga konu frá Bandaríkjunum sem á og ræktar íslenska fjárhunda vestan hafs og gerir hundatengt markaðsefni ([greyfindesign.com/home-dog](https://www.greyfindesign.com/home-dog)).  Kristine Olivia hannaði merkið fyrir mig eftir þessari mynd af Sóma.

Styrkurinn

Styrkurinn

Í desember 2022 var mér tilkynnt að verkefninu mínu Þjóðarhundur Íslendinga yrði veittur styrkur úr uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra upp á 1,6 milljón.  Ég er mjög þakklát því, vegna þess að styrkurinn gerir mér kleift að geta unnið verkefnið og byrjað var strax í janúar 2023 við undirbúning.  Framundan er rannsóknarvinna, vinna að heimasíðu verkefnisins, markaðsaðgerðir, skrif texta og söfnun sagna um hunda. Ég mun nýta þetta ár til að undirbúa sýninguna og stefni á að opna hana um sumarið 2024.

Þjóðarhundur Íslendinga

Þjóðarhundur Íslendinga

Ég byrjaði að sökkva meira og meira í sögu íslenska fjárhundsins. Ekki bara til að kynna hann betur fyrir gestina mína heldur var ég farin að falla gjörsamlega fyrir þessari tegund.  Sem menningarfræðingur blundar í mér forvitni og áhugi fyrir öllu sem er íslenskt og einstakt. Haustið 2022 tók ég þá ákvörðun um að sækja um styrk hjá SSNV til að setja upp sýningu um sögu íslenska fjárhundsins.  Á meðan ég skrifaði umsóknina mótaði ég hugmyndina um þessa sýningu.  Ég kom mér í samband við fólk sem ég vissi að hefur unnið undanfarna áratugi við að styrkja ímynd íslenska fjárhundsins.  Mig langar að nefna Þórhildi Bjartmarz sem hefur safnað miklu efni um hundinn, haldið fyrirlestra um viðfangsefnið og haldið út vefsíðunni [hundalifspostur.is](https://hundalifspostur.is/) þar sem margt áhugavert er að finna. Þórhildur tók vel á móti mér og sýndi mér öll gögnin sem hún hefur safnað að sér. Við spjölluðum margt og þessi fundur með henni gaf hugmyndinni minni meiri dýpt og ég er henni mjög þakklát fyrir þessa innsýn og velvild í minn garð.

Dagur íslenska fjárhundsins

Dagur íslenska fjárhundsins

Post Covid - Þegar lífið var komið aftur á eðlilegan stað mætti ég með Sóma á hundasýningar og með Sóma og Hraundísi á viðburði í tengslum við dag íslenska fjárhundsins (18.júlí ár hvert) í Glaumbæ. Þangað koma gjarnan hundaeigendur á Norðurlandinu saman.  Í því samhengi er vert að nefna Mark Watson sem gjarnan er kallaður bjargvættur íslenska fjárhundsins (meira um það síðar) en hann er líka bjargvættur Glaumbæjar þar sem hann gaf rausnarlega peningaupphæð til að varðveita gamla bæinn.  Fæðingardagurinn hans er 18.júlí sem var valinn sem dagur íslenska fjárhundsins.  Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlega síðan 2016 og Deild íslenska fjárhundsins innan HRFÍ heldur utan um hann hér á Íslandi.

Horses & Heritage

Horses & Heritage

Frá því um sumarið 2021 tóku Sómi og Hraundís þátt í móttöku ferðamannahópa og urðu strax mjög vinsæl í prógramminu okkar sem við köllum Horses & Heritage.  Í þessu prógrammi kynnum við sögu og eiginleika íslenska hestsins, torfhúsin sem byggingararf íslendinga og íslenska fjárhundinn.  Oft stelar hundarnir senunni og leika kúnstirnar sínar upp á torfhúsinu.  Það er alveg óhætt að segja að hundarnir slá alltaf í gegn hjá ferðamönnunum.

Hraundís

Hraundís

Í apríl 2021 eignaðist ég yndislega tík, hana Huldudals Hraundísi, kölluð Skottu í daglegu tali.  Þegar ég tók við henni var hún 9 mánaða og illa slösuð.  Hún fór í aðgerð þar sem þurfti að fjarlægja mjaðmakúluna. Aðgerðin og bataferlið gekk vonum framar og eftir fimm mánuði var hún næstum því óhölt.  Við þurfum að fylgjast vel með henni en hún lifir góðu lífi í dag.  Hraundís er að mörgu leyti allt öðruvísi en Sómi og það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með þeim.  Hún tekur að sér hlutverkið að fylgjast vel með hrossunum og er dugleg að smala þeim heim og inn í hús með tilheyrandi gelti á meðan Sómi er meira fyrir sauðfé.

Heimsfaraldur

Heimsfaraldur

Í mars 2020 skall heimsfaraldurinn á og fólk var beðin um að halda sig heima.  Myndir af Sóma glöddu vini og vandamen um allan heim á þessum skrítnum tímum endar hafði ég nógan tíma til að mynda og setja á samfélagsmiðla. Örfáir ferðamenn sóttu okkur heim þetta örlagaríka ár en Sómi heillaði alla sem komu á hlað.  Unnið var að ýmsum markaðsaðgerðum fyrir starfsemi okkar á Lýtingsstöðum sumarið 2020 og lék Sómi hlutverk í þeim öllum. Smátt og smátt kviknaði hugmynd um að gera meira úr viðfangsefni íslenska fjárhundsins en fyrst vildi ég kynna mér betur umhverfi hundsins á Íslandi. Ekki auðvelt í miðjum heimsfaraldri en samfélagsmiðlar gáfu tækifæri til að kynnast öðrum eigendum og ræktendum íslenska fjárhundsins á Íslandi.  Einnig var mikið um fræðslu í gegnum netfyrirlestra.

Íslands Sómi

Íslands Sómi

Í desember 2019 bættist íslenski fjárhundurinn Reykjavalla Íslands Sómi í fjölskylduna okkar. Á undan honum höfum við átt Border Collie blendinga, sem voru einnig yndislegir hundar. Fljótlega eftir að Sómi kom heim varð okkur ljóst að hann væri gersemi og gæti nýst í þá uppbyggingu sem búin er að eiga sér stað hér á Lýtingsstöðum í nokkur ár: að kynna íslenska menningararfleifð.  Sómi uppgötvaði þakið á torfhúsunum okkar sem útsýnisstað alveg eins og hundar gerðu í gamla daga.  Sómi og torfhúsin urðu strax vinsælasta myndefnið á komandi mánuðum.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun