Hungursneyð um 990

Hero Image

25.11.2024Evelyn Ýr

Í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar er sagt frá því að um árið 990 hafi verið hungursneyð í landinu. Arnór kerlingarnefur lagði þá til að lóga skyldi flestum eða öllum hundum í landinu, þar sem þeir voru svo margir að það gæti bjargað fjölda mannslífa ef ekki þyrfti að fóðra þá. En bændurnir fóru ekki að þessum ráðum og hundarnir héldu lífi.

Þessi kafli er hluti af þeim ágripum um sögu íslenska fjárhundsins sem hægt er að finna á netinu. Þar má nefna tillögu Guðna Ágústssonar, alþingismanns, frá 15. febrúar 1994, þar sem hann lagði fram hugmyndir um að auka veg og virðingu íslenska fjárhundsins. Sjá bloggpóst minn og grein úr Morgunblaðinu frá 19. desember 1999.

Mig hefur lengi langað að fletta þessari sögn upp, og eyddi ég dágóðum tíma í það í dag. Ég fann enska útgáfu af Sögu Ólafs konungs Tryggvasonar, og kafli 226 á blaðsíðu 360 segir frá aðdraganda þess, sem fékk Arnór til þessarar tillögu.

Ekki hefur mér tekist að finna þennan kafla í íslenskri útgáfu, en mér sýnist að sagan sé aðeins til í Ólafs sögu Tryggvasonar hin mesta. Sú saga var samin um 1300 og styðst meðal annars við Ólafs sögu Tryggvasonar, eins og Snorri Sturluson gekk frá henni í Heimskringlu. Hins vegar bætir hún frásögnina með öðru efni. Yngri útgáfa af Ólafs sögu Tryggvasonar hin mesta er varðveitt í Flateyjarbók, þar sem sagan er mikið aukin með því að skjóta inn heilum sögum eða köflum úr sögum sem tengjast Ólafi konungi Tryggvasyni.

Ekki tókst mér í dag að skoða Flateyjarbókina til að finna frumtextann á íslensku, en það verður kannski verkefni seinna – hver veit? Ég er þó ánægð með að hafa fundið söguna í kringum tillögu Arnórs.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun