Hero Image

Íslenski Fjárhundurinn

Uppgötvaðu sögu íslenska fjárhundsins og endurræktun hans sem þjóðarhund Íslands. Fylgdu okkur fram að opnun sýningarinnar tileinkaða þessara einstöku tegund. Hjálpaðu til við að dreifa boðskapnum um þessa merku tegund og taktu þátt í að styrkja nærveru hennar á alþjóðavettvangi.

BLOG



Bósi

Bósi

Bósi Bósi! geltu Bósi minn! en bíttu ekki, hundur! ella dregur einhvur þinn illan kjaft í sundur. Hafðu' ekki' á þér heldra snið höfðingja, sem brosa, en eru svona aftan við æru manns að tosa. [Jónas Hallgrímsson (1844-5)](https://digicoll.library.wisc.edu/Jonas/Bosi/Bosi.html) Franski landkönnuðurinn Paul Gaimard heimsótti Ísland árin 1835 og 1836. Seinna sumarið stýrði hann vísindaleiðangri á vegum frönsku stjórnarinnar. Vísindarit hans _Voyage en Islande et au Groënland_ voru gefin út í níu bindum eftir heimkomuna. Gaimard varð svo frægur á Íslandi að Jónas Hallgrímsson [orti kvæði um hann.](https://digicoll.library.wisc.edu/Jonas/Herra/Herra.html) Ritið _Voyage en Islande et au Groënland_ (1840–1842) inniheldur margar teikningar, skýrslur og rannsóknir á náttúru, dýralífi og menningu Íslands. Myndin hér að ofan er úr þessu riti. Henni fylgir eftirfarandi lýsing: Þetta er sjaldgæf prentmynd með titlinum _"Mammifères Plate 7 - Chien Islandais (Canis familiaris Islandicus)"_, sem sýnir íslenska fjárhundinn. Þetta er koparstungumynd með samtíma handlitaðri skreytingu á velínpappír. Hún var gerð af listamanninum Massard eftir teikningu Werner. Slíkar prentmyndir eru ekki aðeins merkilegar sem listaverk heldur einnig sem vísindaleg skjöl frá 19. öld. Þær höfðu oft þann tilgang að lýsa nákvæmlega dýrategundum með náttúrufræðilegum áherslum, og í þessu tilviki er íslenski fjárhundurinn sýndur. Samkvæmt merkingu á myndinni er um að ræða prent númer 1 af 5, og með mikilli ánægju get ég upplýst að ég eignaðist einmitt þetta eintak á dögunum fyrir sýninguna. [Nánar um leiðangur Gaimards er hægt að lesa hér.](https://timarit.is/page/4372104#page/n3/mode/2up)

Njord

Njord

Ég var að leita að upplýsingum um þessa mynd, sem er einnig í bók Watsons og merkt Njord, en henni fylgja engar frekari skýringar. Aftur var það [Jørgen Metzdorff](https://naskur.dk/) sem gat hjálpað mér, en hann vissi að þessi mynd var prentuð í danska tímaritinu _Vor Hunde_. Sennilega var Njord einn af íslenskum fjárhundum sem voru í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Teikningin af Njord líkist mjög hundinum á ljósmynd frá [_Københavns Zoologiske Have_](https://drive.proton.me/urls/MHDE8XE8QR#DiBpN4PYfz5e). Sú mynd var tekin 1898/99 og er af þeim síðustu sem lifðu í dýragarðinum. Þau höfðu þann draum að rækta og kynna mismunandi þjóðarhunda – íslenska fjárhunda, grænlenska hunda og Grand Dan. Myndin hékk lengi á skrifstofu forstjóra dýragarðsins. Jørgen reyndi að leita frekari upplýsinga í skjalasafni dýragarðsins en var því miður ekki svo heppinn að finna meira. Þannig mun ráðgátan um Njord áfram standa.

Hver var Pillar?

Hver var Pillar?

Í leit minni að gömlum myndum og teikningum rakst ég á mynd af "Pillar" en hún kemur fram í bókinni "Dogs of all Nations" eftir Mason sem ég nefndi í bloggfærsluna [Les Races de Chiens (1897)](https://www.fjarhundur.is/is/blog/les-racen-de-chiens-1897) fyrir nokkrum dögum. Danski rannsóknarfélagi minn, [Jørgen Metzdorff](https://naskur.dk/) fræddi mig hins vegar meira um þessa mynd, og mig langar að koma þessum upplýsingum hér á framfæri. Hann segir frá því að myndin af Pillar var upphaflega birt í grein í [“Vore Hunde”](https://drive.proton.me/urls/H706PG7DKR#ihCMe0IeZOJF) í apríl 1900. Pillar var svokallaður stríðshundur sem gegndi mikilvægu hlutverki. Jørgen segir að fjöldi íslenska fjárhundar var fluttur frá Íslandi til Danmerkur um 1890 til að sinna samskiptahlutverkum. Hundarnir voru hluti af hernaðartilraun þar sem íslenskir fjárhundar voru notaðir til að bera skilaboð milli framsækra hersveita, svokallaðir stríðshundar. Tilraunin var hafin af Christensen skipstjóra, og íslenski fjárhundurinn var valinn vegna fjölhæfni sinnar, sjálfstæðis og greindar. Notkun íslenska fjárhundsins sem stríðshundar var þó aðeins tilraun, þar sem skilaboðaflutningur var fljótlega tekinn yfir af öðrum uppfinningum. Pillar bjó hjá Sergeanti Lindholm í Álaborg og var veitt heiðursverðlaun á sýningu í Danska hundaræktarfélaginu árið 1897 og fyrsta verðlaun bæði 1898 og 1899. Pillar var, svo best sem við vitum, notuð til ræktunar tvisvar sinnum. Bókin [_The Iceland Dog_](https://drive.proton.me/urls/MSZXKPRSBW#NJ3Xh5blzdvJ) eftir Mark Watson inniheldur myndir úr sýningarskrám Danska hundaræktarfélagsins. Tvær myndir eru frá sýningunni í júlí 1900, þar sem þrír afkomendur Pillars (fæddir 1899 undan Svart) tóku þátt. Aðrar tvær myndirnar eru frá hundasýningu í Kaupmannahöfn árið 1901 og sýna tvo aðra afkomendur Pillars (fæddir 1900 undan Sampa, í eigu Sergents Andersen). Allir afkomendur voru í eigu Sergents Lindholm. Nokkrir af þessum syndum hundum voru til sölu á 50-100 DKK, sem samsvarar 4200- 8400 DKK (85.000-170.000 ISK) á núgildandi verðlagi (2024). **Smá innskot:** Venjulegur danskur verkamaður þénaði 0,39 DKK á klukkustund samkvæmt tölum frá árinu 1907. Ef þessi upphæð er uppfærð til ársins 2024 jafngildir hún 33 DKK á klukkustund. Árið 1900 tók það um 250 vinnustundir til að greiða fyrir hund. Meðallaunin í Danmörku árið 2024 eru 240 DKK á klukkustund – þannig myndi hundur, miðað við sömu forsendur, kosta um 60.000 danskar krónur eða 1,2 milljónir ISK. Hundar voru tiltölulega dýrir á þeim tíma miðað við í dag.  Þannig gerði Pillar garðinn frægan í Danmörku á þessum árum, og mynd af henni var síðar notuð í bók Masons.

Sjá meira

SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun