03.04.2025Evelyn Ýr
Í lok árs 2024 bárust þær fréttir að íslenski fjárhundurinn yrði viðurkenndur sem hundategund hjá breska hundaræktunarfélaginu, The Kennel Club. Viðurkenningin tók gildi þann 1. apríl 2025 og frá þeim degi er leyfilegt að rækta íslenska fjárhunda í Bretlandi, fá útgefnar ættbækur fyrir þá og taka þátt í opinberum hundasýningum, þar með talið CRUFTS, sem er ein elsta hundasýning í heimi og hefur verið haldin síðan 1891.
The Kennel Club birti tegundalýsingu íslenska fjárhundsins á vefsíðu sinni þann 1. apríl. Fyrirsæta tegundarinnar er enginn annar en hundurinn minn, Reykjavalla Íslands Sómi, sem gerir mig einstaklega stolta. Ekki aðeins birtust tvær ljósmyndir af honum heldur einnig fallegt listaverk sem unnið var eftir ljósmyndinni hér að ofan.
Það verður gaman að fylgjast með þróuninni og stöðu íslenska fjárhundsins í Bretlandi, en hundurinn naut vinsælda þar á miðöldum og hefur verið þekktur alla tíð síðan, þótt fjöldi íslenskra fjárhunda hafi aldrei verið mikill þar í landi.
Sími: +354 893 3817
[email protected]