18.júlí - Dagur íslenska fjárhundsins

Hero Image

17.07.2024Evelyn Ýr

Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga. Hann er afkomandi hunda sem bárust til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og yfirsetu og vinnueiginleikar hans hafa aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum. 

Úr FCI ræktunarmarkmiðinu

Á morgun 18.júlí 2024 verður dagur íslenska fjárhundsins haldinn í níunda skiptið. Það er orðin hefð að eigendur Íslenskra fjárhunda gera hundana sína “extra” sýnilega þennan dag. 

Við Sómi og Hraundís munum mæta ásamt fleirum í Glaumbæ frá klukkan 16-18. Þar ætla ég einnig að halda stutt erindi um íslenska fjárhundinn og sýninguna sem ég ætla mér að opna í ár. 

Í Árbæjarsafni í Reykjavík taka íslenskir fjárhundar á móti gestum og gangandi í tilefni dagsins frá klukkan 13-16:30. 

Ég hefði gjarnan viljað vera tilbúin til að opna sýninguna á þessum degi en eins og ég hef skrifað um töfðust byggingarframkvæmdirnar sérstaklega vegna veðurs. En framkvæmdum miðar vel núna og húsið verður reist á næstunni. 

Þannig ætti að vera hægt á opna sýninguna seinna á þessu ári en góðir hlutir gerast hægt og ég vil vinna þetta verkefni vel frekar en í flýti. 

Ég óska öllum eigendum og hundunum þeirra gleðilegann dag á morgun!


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun