19.07.2024Evelyn Ýr
Í gær var haldinn Dagur Íslenska fjárhundsins og þjóðarhundinum var fagnað víða um landið sem og í útlöndum. Samfélagsmiðlar fylltust af myndum og hátíðarkveðjum.
Í hádegisfréttum á RÚV kom innslag og viðtal við Þórarinn Eldjárn, rithöfund og ljóðskáld um mynd sem hann birti á facebook síðuna sína í tilefni dagsins. Myndin sést hér að ofan (með leyfi Þórarinns fyrir birtingu) og sýnir Mark Watson, breskur ferðafélagi hans, Þórarinn Eldjárn (þá 9 ára) og Hjört Benediktsson frá Marbæli, safnvörður í Glaumbæ. Myndina tók pabbi hans Þórarinns, hann Kristján Eldjárn, rithöfundur og fræðimaður sem var forseti Íslands frá 1968 til 1980.
Þórarinn segir frá því að 7. júlí 1958 var hann í ferð með pabba sínum, sem þá var þjóðminjavörður, og leiðin lá í Glaumbæ í Skagafirði. Þeir feðgar voru að reyna að ná þangað áður en Mark Watson kæmi til að tryggja að hann þyrfti ekki að greiða fyrir aðgang að safninu sem hann hafði sjálfur kostað. Þegar þeir komu í Glaumbæ var Mark Watson kominn og var búinn að greiða aðgangseyrinn. Sjá einnig hér.
Ég hafði mjög gaman að þessu innslagi og myndina sem ég hef aldrei séð áður. Þegar ég mætti í Glaumbæ um klukkan 16 hittumst við hundaeigendur sem komu saman til að fagna deginum akkúrat við sama húsagafl og myndin var tekin fyrir 66 árum síðan.
Okkur til mikillrar ánægju mætti líka RÚV á viðburðinn og fangaði þessa yndislegu stemmningu í Glaumbæ sem myndast á hverju ári á þessum hátíðardegi. Sagt var frá viðburðinum í kvöldfréttum á RÚV.
Það er frábært að sjá að Dagur Íslenska fjárhundsins vekur meiri og meiri eftirtekt. Hér er hægt er að sjá myndir frá viðburðinum í Glaumbæ og hér frá viðburðinum í Árbæjarsafninu í Reykjavík.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]