16.10.2024Evelyn Ýr
Annað nafn sem kemur fyrir í sögulegum ágripum um íslenska fjárhundinn er Martin Behaim, og ætla ég hér að taka saman nokkur orð um hann.
Martin Behaim (1459–1507) var þýskur kortagerðarmaður, landkönnuður og kaupmaður frá Nürnberg. Hann er þekktastur fyrir að hafa smíðað elsta varðveitta jarðkúlan, svokallaðan „Erdapfel“ (1492).
Á jarðkúlunni eru öll þau lönd dregin, sem kunn voru, áður en Ameríka fannst; þar er ritað margt á kúluna um löndin, og meðal annars dálítil klausa um Ísland. Ísland er þar sett norður af norðvesturhorni Skotlands nokkru fyrir norðan heimsskautsbaug; það er sporöskjumyndað og smáskorur inn í það hér og hvar. Hjá landinu er skrifað á þýzku: „Á Íslandi eru fagurlega hvítir menn, og eru þeir kristnir. Þeir eru vanir að selja hunda sína dýrt, en börn sín gefa þeir kaupmönnum fyrir ekkert, svo hin önnur hafi fæði. Á Íslandi eru einnig áttræðir menn, sem aldrei hafa smakkað brauð; þar vex ekkert korn, og í stað brauðs eta menn þurr fisk. Á Íslandi fæst harðfiskurinn, sem fluttur er í vort land.“
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]