15.10.2024Evelyn Ýr
John Caius (1510–1573) var enskur læknir, fræðimaður og stofnandi Gonville and Caius College í Cambridge. Hann var þekktur húmanisti á endurreisnartímanum og skrifaði bókina De Canibus Britannicis.
De Canibus Britannicis eftir John Caius frá árinu 1570 er eitt af fyrstu verkum til að flokka breska hundakyn markvisst, þar sem lýst er gerðum þeirra, hlutverkum og einkennum. Skrifuð á latínu, veitir hún innsýn í hlutverk hunda á elísabetartímanum, þar á meðal kyn sem voru notuð til veiða, varðhalds og félagsskapar.
Í kafli um erlendir hundar skrifar hann meðal annars um íslenska hunda:
„Externos aliquos & eos majusculos, Islandicos dico & Littuanicos, usus dudum recepit: quibus toto corpore hirtis, ob promissum longumque pilum, nec vultus est, nec figura corporis. Externa prælata. Multis tamen quòd peregrini sunt, & grati sunt, & in Melitæorum locum assumpti sunt: usque adeo deditum est humanum genus etiam sine ratione novitatibus. ἐρῶμεν ἀλλοτρίων, παρορῶμεν συγγενεῖς, miramur aliena, nostra non diligimus.“
"Sumir erlendir hundar, sérstaklega stærri, eins og íslenskir og litháískir hundar, hafa verið notaðir hér lengi. Þessir hundar eru algerlega þaktir loði, með sítt, flæðandi hár, og hafa hvorki greinilegt andlit né líkamsform. Útlendir hundar eru í uppáhaldi. Vegna þess að þeir eru útlendir, eru þeir metnir mikils og hafa komið í stað Melítahundanna, þar sem mannkynið er svo gefið fyrir nýjungum, jafnvel án nokkurrar ástæðu. Við elskum það sem er útlent, en vanrækjum okkar eigið."
Þannig virðist sem íslenskir hundar, sem eru svo loðnir að varla megi greina höfuð þeirra frá búknum, séu í miklu uppáhaldi hjá aðlinum í Bretlandi.
Má einnig nefna aftur í þessu samhengi að William Shakespeare nefndi íslenskan hund í leikritinu Henry V. sem var skrifað um 1600:
Pish for thee Iceland Dog! Thou prick-ear´d cur of Iceland!
"Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!"
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]