Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!

Hero Image

07.10.2023Evelyn Ýr

Við tókum á móti hóp breskra ferðamanna í gær í okkar vinsæla prógrammi Horses&Heritage. Eins og oft áður sýndu gestirnir hundunum ekki minni áhuga og hestunum og fengu þeir að sjálfssögðu kynningu á þjóðarhundinum.

Hópurinn var búinn að koma við í Glaumbæ og höfðu fengið upplýsingar um breska aðalsmanninn Mark Watson og björgunaraðgerðir hans varðandi gamla bæinn. 
Ég útskyrði fyrir fólkinu hvaða hlutverk Watson átti í björgun íslenska fjárhundsins og þau voru aldeilis hissa á því að tengundin er ekki meira þekkt í Bretlandi en raun ber vitni. 
Gat ég þá sagt þeim frá því að íslenski fjárhundurinn var í sérstöku uppáhaldi hjá fyrirfólki Bretlands á 15.öld og að William Shakespeare hafði meira en að segja nefnt hann í leikritinu „Henry V.“ sem skrifað var um 1600:

Pish for thee Iceland Dog! Thou prick-ear´d cur of Iceland!

Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!

Þetta eru sennilega ekki fallegustu orð sem hafa verið skrifuð um íslenska fjárhundinn en þrátt fyrir það eru þau heimild um að hundategund frá okkar afskekktu eyju í Atlantshafinu var þekktur í Bretlandi á þeim tíma.

Þessum bresku ferðamönnum fannst mjög áhugavert að fræðast um íslenska fjárhundinn og tengingu hans við þeirra eigin heimaland.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun