Chien de l'Islande 1755

Hero Image

16.09.2024Evelyn Ýr

Ég datt inn í þessar sögulegu myndir í dag og langar að halda áfram að sýna fundi. Myndin er koparstunga frá 1755, grafin af Gaillard eftir teikningu Jacques de Sève.

Franski náttúrufræðingurinn Georges-Louis Leclerc, greifi de Buffon, nefndi íslenska hundinn – „chien de l'Islande“ – í verki sínu "Histoire naturelle, générale et particulière," sem hann gaf út á 18. öld.

Buffon lýsti íslenska hundinum sem meðalstóru dýri sem væri sérstaklega aðlagað að harðbýlu loftslagi Íslands. Hann tók fram að hundurinn væri með þykkan, þéttan og veðurþolinn feld sem hjálpaði honum að lifa af í köldu og röku norðlægu loftslagi. Buffon lagði áherslu á harðgeran og vinnusaman karakter íslenska hundsins og taldi hann vera mikilvægan félaga íslenskra fjárhirða og bænda.

Hann lýsti íslenska hundinum sem hugrökkum, orkumiklum og vakandi, eiginleikum sem gerðu hann sérstaklega hæfan til að gæta sauðfjár og annarra dýra. Athugult og lifandi eðli hans gerði hann að verðmætum gæslumanni og verndara.

Koparstungumyndin af hundi á móti hrjóstrugu íslensku landslagi fylgdi lýsingu hans í stórvirkinu „Histoire Naturelle“.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun