17.09.2024Evelyn Ýr
Henri de Bylandt (1860-1943) var belgískur aðalsmaður og kynológisti. Hann var þekktur fyrir verk sín um hundakyn, sérstaklega bókina „Les Races de Chiens“ frá 1897, sem var mikilvægt framlag til fræðigreinarinnar um hundarækt og hundakyn. Bókin kom út á ensku 1904 sem „Dogs of All Nations“.
Bókin inniheldur ítarlegar lýsingar og myndir af fjölmörgum hundakynjum eins og þau voru viðurkennd í byrjun 20. aldar. Verk Bylandts er mikilvægt fyrir rannsóknir á hundakynjum og var notað sem viðmið fyrir ræktendur, dómara og hundaaðdáendur. Það sýnir þróun staðla fyrir hundakyn og framfarir í alþjóðlegri viðurkenningu þeirra.
Bókin virðist ekki vera til í rafrænu formi (sem skannað eintak) og eins og er hef ég því míður ekki aðgang að bókasafni til að glugga í henni.
Í bók Mark Watsons er fjallað um bókina „Dogs of all Nations“ eftir Walter Esplin Mason, sem kom út árið 1915, þar sem Watsons skrifar að Mason virðist hafa tekið lýsinguna úr bók Bylandts. Þar kemur einnig fram að Mason segi að eyrun á íslenska hundinum geti stundum verið hálf reist. Mynd af íslenska hundinum í bók Masons er einmitt af hundi með hálf reist eyru.
Hér er hægt að skoða bók Masons, og kaflinn um íslenska hundinn er á blaðsíðu 93.
Myndin hér að ofan er úr bók Bylandts og má finna hana á blaðsíðu 35 í „The Iceland Dog 874-1956“ eftir Mark Watson.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]