Sögulegar myndir

Hero Image

16.09.2024Evelyn Ýr

Það er ekki mikið til af sögulegum teikningum af íslenskum fjárhundum, og þær sem ég hef fundið eru aðallega í aldagömlum erlendum hundabókum, alfræðiorðabókum og ferðabókum. Þessar myndir eru ekki endilega fallegar, og stundum er erfitt að trúa að um íslenskan fjárhund sé að ræða. Til dæmis hundurinn á þessari "Quadruped" teikningu úr "THE CYCLOPAEDIA or Universal Dictionary of Arts, Sciences & Literature". Hundurinn merktur með 5 á að vera íslenskur fjárhundur, en hann er frekar ólíkur hundinum eins og við sjáum hann í dag. En hver veit nema íslenski fjárhundurinn hafi líkst þessum hundi árið 1804?

Við finnum frásagnir um íslenska hundinn, til dæmis í Ferðabókinni miklu eftir Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson frá árunum 1752-1757. 

Þeir lýsa hundinum svona: „Íslenski hundurinn er litill og sterkur, með langan fótlegg og snögghærðan feld. Hann er lipur og fljótur til ferða, hefur mikla orku og er sérstaklega gott fyrir fjárhirtingu. Hann hefur mjög góðan smalahundshæfileika, getur staðið lengi uppi í fjöllunum og eltir féð af mikilli lagni. Hundurinn er líka mikill vinur bóndans og er traustur vörður heimilisins.“

Einnig skrifa þeir: "Á Íslandi eru hundar almennt litlir að vexti, harðgerir og mjög duglegir við smölun. Þeir hafa þann eiginleika að geta þolað mikla vinnu og kulda án þess að veikjast. Hundar hér eru sérstaklega vel þjálfaðir til að vinna með kindum og reka þær saman. Þeir eru mjög trúir húsbónda sínum og verja búfénaðinn af miklum krafti. Oft er hægt að sjá þá hlaupa langar vegalengdir á eftir kindum í fjöllunum, og þeir hafa mjög næmt skilningarvit, sérstaklega á þef og heyrn."

Kannski hefur teiknarinn lesið þennan texta og teiknað myndina eftir þessari lýsingu, því það er ekki víst að hann hafi komið til Íslands og séð íslenskan fjárhund.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun