Haustið

Hero Image

14.09.2024Evelyn Ýr

Það er komið haust, yndislegur tími sem fylgir alls konar störfum í sveitum landsins, meðal annars göngur og réttir.

Fyrir nokkru síðan rakst ég á þessa mynd sem fylgdu litlar sem engar upplýsingar. Höfundurinn var ekki rétt skráður. Fram kom að Þjóðverjinn Franz-Karl Freiherr von Linden hefði tekið myndina, en hann heimsótti Ísland árið 1868. Brúin yfir Fnjóská var byggð árið 1908, þannig að það getur ekki passað. Myndin er þó áhugaverð því hún sýnir fjárrekstur, sennilega verið að reka sláturfé vestur yfir brúna, inn yfir Vaðlaheiði. Á myndinni sjást tveir hundar fyrir aftan reksturinn. Stemmningin er svo íslensk!

Ég nýtti liðið sumar til að "æfa mig" í frásögn um íslenska fjárhundinn og kanna hvar áhugasvið fólks liggja til að fræða um hundinn. Hver hópur ferðamanna sem heimsótti okkur á Lýtingsstöðum fékk kynningu á íslenska hestinum og íslenska hundinum. Það var mjög áberandi að fæstir erlendir ferðamenn vissu um tilvist íslenska fjárhundsins, en áhuga á að vita meira um hann skortir aldeilis ekki.

Ég var oft spurð um vinnueðli hundsins, og það var gaman að geta útskýrt hvernig hundurinn nýtist í okkar víðfeðma landi til að reka kindurnar úr fjöllunum heim. En í frásögnum varð mér líka meira og meira ljóst hversu rosalega fjölhæfur íslenski hundurinn er, og það er ekki hægt að tala bara um hann sem "fjárhund" – hann er svo mikið meira en það. 

Framkvæmdunum við húsið undir sýninguna miðar vel áfram, en vinnan innan hússins er enn eftir. Ég mun nýta tímann vel í haust til að undirbúa uppsetningu sýningarinnar og vona að það verði hægt að fá fleiri styrki fyrir verkefnið.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun