12.01.2024Evelyn Ýr
Þó að ég hef ekki skrifað mikið að undanförnu hef ég jafnt og þétt unnið að verkefninu, lesið og grúskað.
Næsti hluti vefsíðunnar er alveg að verða tilbúinn en í honum verður hægt að fletta upp og lesa sögur um íslenska fjárhunda sem ég fékk aðsendar. Þetta eru allskonar sögur, stuttar og langar og það verður gaman að setja þær af stað.
Í gær auglýsti ég aftur eftir gömlum ljósmyndum og fékk svo mikil viðbrögð, svo margar ábendingar og myndir að ég sat við tölvuna langt fram að nótt. Takk öll sem höfðu samband! Mér finnst ég loksins vera skrefi nærri ljósmyndum fyrir sýninguna.
Svo er margt framundan hjá okkur á næstu vikum.
Við ætlum að taka þátt í ferðaþjónustusýningunni, Mannamótum í næstu viku þar sem við munum meðal annars kynna sýninguna okkar fyrir ferðaskrifstofur og leiðsögumenn og dreifa markaðsefni.
Í febrúar fáum við svo til okkar teymi sem ætlar að taka upp allskonar hundatengt myndefni og myndbönd fyrir sýninguna og ég hlakka mjög til. Við þekkjum þetta unga fólk sem hefur áður búið til markaðsefni fyrir okkur og við fundum í dag til að setja saman hugmyndir og vinnuplan.
Vá, þetta er að verða allt saman svo raunverulegt!
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]