Verkefnið fær fleiri styrki

Hero Image

16.12.2023Evelyn Ýr

Í haust sótti ég aftur um styrki fyrir verkefnið um Þjóðarhund Íslendinga en án fjármagns er ekki hægt að vinna svona verkefni og koma hugmyndum í framkvæmd.

Fyrir stuttu var mér svo tilkynnt um styrkveitingar en það er Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra sem mun styrkja mig í annað sinn. Þessi styrkur mun tryggja hönnun og uppsetningu sýningarinnar. 

Einnig fæ ég styrk úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðina sem mun koma sér að góðum notum til að standa undir straum kostnaðar til dæmis sem varða markaðsmálum.

Ég er mjög þakklát fyrir þennan fjárhagslega stuðning sem sýnir líka traust í hugmyndirnar mínar og getu til að koma upp sýningunni um sögu íslenska fjárhundsins sem mun lyfta ímynd þjóðarhundsins á hærra plan.

Takk fyrir mig!


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun