14.10.2024Evelyn Ýr
Þar sem við finnum ekki margar lýsingar og myndir íslenska fjárhundsins í gegnum aldinar sem eiga upruna hjá Íslendingum sjálfum, gefa okkur ferðabækur og frásagnir erlendra ferðamanna oft góða mynd af íslenska hundinum. Bæði í orðum og myndum.
Bók sem inniheldur að minnsta kosti tvær lýsingar á íslenska hundinum er By fell and fjord or Scenes and studies in Iceland eftir Elizabeth Jane Oswald frá árinu 1882. Ég ætla að gera útdrátt úr bókinu og set sögurnar Kára og Móra inn í söguhluta vefsíðunnar. Einnig mæli ég með að glugga í bókina, sjá tengill hér að ofan.
Frásagnir eins og þessi eru afar mikilvægar fyrir varðveislu sögu hundsins, hvernig útlitið hans var, fyrir hvað hann var notaður og svo framvegis. Og eins og oft áður sannar það sig að glögga auga gestsins er ómetanlegt til að lýsa því sem fyrir augað hans ber en þykir sjálfsagt fyrir fólk sem hefur alist upp hér.
Mynd eftir Auguste Mayer, 1836.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]