Bósi

Hero Image

30.09.2024Evelyn Ýr

Bósi

Bósi! geltu Bósi minn!
en bíttu ekki, hundur!
ella dregur einhvur þinn
illan kjaft í sundur.

Hafðu' ekki' á þér heldra snið
höfðingja, sem brosa,
en eru svona aftan við
æru manns að tosa.

Jónas Hallgrímsson (1844-5)

Franski landkönnuðurinn Paul Gaimard heimsótti Ísland árin 1835 og 1836. Seinna sumarið stýrði hann vísindaleiðangri á vegum frönsku stjórnarinnar. Vísindarit hans Voyage en Islande et au Groënland voru gefin út í níu bindum eftir heimkomuna. Gaimard varð svo frægur á Íslandi að Jónas Hallgrímsson orti kvæði um hann.

Ritið Voyage en Islande et au Groënland (1840–1842) inniheldur margar teikningar, skýrslur og rannsóknir á náttúru, dýralífi og menningu Íslands. Myndin hér að ofan er úr þessu riti. Henni fylgir eftirfarandi lýsing:

Þetta er sjaldgæf prentmynd með titlinum "Mammifères Plate 7 - Chien Islandais (Canis familiaris Islandicus)", sem sýnir íslenska fjárhundinn. Þetta er koparstungumynd með samtíma handlitaðri skreytingu á velínpappír. Hún var gerð af listamanninum Massard eftir teikningu Werner.

Slíkar prentmyndir eru ekki aðeins merkilegar sem listaverk heldur einnig sem vísindaleg skjöl frá 19. öld. Þær höfðu oft þann tilgang að lýsa nákvæmlega dýrategundum með náttúrufræðilegum áherslum, og í þessu tilviki er íslenski fjárhundurinn sýndur.

Samkvæmt merkingu á myndinni er um að ræða prent númer 1 af 5, og með mikilli ánægju get ég upplýst að ég eignaðist einmitt þetta eintak á dögunum fyrir sýninguna.

Nánar um leiðangur Gaimards er hægt að lesa hér.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun