Njord

Hero Image

21.09.2024Evelyn Ýr

Ég var að leita að upplýsingum um þessa mynd, sem er einnig í bók Watsons og merkt Njord, en henni fylgja engar frekari skýringar.

Aftur var það Jørgen Metzdorff sem gat hjálpað mér, en hann vissi að þessi mynd var prentuð í danska tímaritinu Vor Hunde. Sennilega var Njord einn af íslenskum fjárhundum sem voru í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Teikningin af Njord líkist mjög hundinum á ljósmynd frá Københavns Zoologiske Have. Sú mynd var tekin 1898/99 og er af þeim síðustu sem lifðu í dýragarðinum. Þau höfðu þann draum að rækta og kynna mismunandi þjóðarhunda – íslenska fjárhunda, grænlenska hunda og Grand Dan. Myndin hékk lengi á skrifstofu forstjóra dýragarðsins.

Jørgen reyndi að leita frekari upplýsinga í skjalasafni dýragarðsins en var því miður ekki svo heppinn að finna meira.

Þannig mun ráðgátan um Njord áfram standa.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun