20.09.2024Evelyn Ýr
Í leit minni að gömlum myndum og teikningum rakst ég á mynd af "Pillar" en hún kemur fram í bókinni "Dogs of all Nations" eftir Mason sem ég nefndi í bloggfærsluna Les Races de Chiens (1897) fyrir nokkrum dögum.
Danski rannsóknarfélagi minn, Jørgen Metzdorff fræddi mig hins vegar meira um þessa mynd, og mig langar að koma þessum upplýsingum hér á framfæri.
Hann segir frá því að myndin af Pillar var upphaflega birt í grein í “Vore Hunde” í apríl 1900. Pillar var svokallaður stríðshundur sem gegndi mikilvægu hlutverki. Jørgen segir að fjöldi íslenska fjárhundar var fluttur frá Íslandi til Danmerkur um 1890 til að sinna samskiptahlutverkum.
Hundarnir voru hluti af hernaðartilraun þar sem íslenskir fjárhundar voru notaðir til að bera skilaboð milli framsækra hersveita, svokallaðir stríðshundar. Tilraunin var hafin af Christensen skipstjóra, og íslenski fjárhundurinn var valinn vegna fjölhæfni sinnar, sjálfstæðis og greindar.
Notkun íslenska fjárhundsins sem stríðshundar var þó aðeins tilraun, þar sem skilaboðaflutningur var fljótlega tekinn yfir af öðrum uppfinningum.
Pillar bjó hjá Sergeanti Lindholm í Álaborg og var veitt heiðursverðlaun á sýningu í Danska hundaræktarfélaginu árið 1897 og fyrsta verðlaun bæði 1898 og 1899.
Pillar var, svo best sem við vitum, notuð til ræktunar tvisvar sinnum. Bókin The Iceland Dog eftir Mark Watson inniheldur myndir úr sýningarskrám Danska hundaræktarfélagsins. Tvær myndir eru frá sýningunni í júlí 1900, þar sem þrír afkomendur Pillars (fæddir 1899 undan Svart) tóku þátt. Aðrar tvær myndirnar eru frá hundasýningu í Kaupmannahöfn árið 1901 og sýna tvo aðra afkomendur Pillars (fæddir 1900 undan Sampa, í eigu Sergents Andersen). Allir afkomendur voru í eigu Sergents Lindholm.
Nokkrir af þessum syndum hundum voru til sölu á 50-100 DKK, sem samsvarar 4200- 8400 DKK (85.000-170.000 ISK) á núgildandi verðlagi (2024).
Smá innskot: Venjulegur danskur verkamaður þénaði 0,39 DKK á klukkustund samkvæmt tölum frá árinu 1907. Ef þessi upphæð er uppfærð til ársins 2024 jafngildir hún 33 DKK á klukkustund. Árið 1900 tók það um 250 vinnustundir til að greiða fyrir hund. Meðallaunin í Danmörku árið 2024 eru 240 DKK á klukkustund – þannig myndi hundur, miðað við sömu forsendur, kosta um 60.000 danskar krónur eða 1,2 milljónir ISK. Hundar voru tiltölulega dýrir á þeim tíma miðað við í dag.
Þannig gerði Pillar garðinn frægan í Danmörku á þessum árum, og mynd af henni var síðar notuð í bók Masons.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]