23.05.2023Evelyn Ýr
Ég byrjaði að sökkva meira og meira í sögu íslenska fjárhundsins. Ekki bara til að kynna hann betur fyrir gestina mína heldur var ég farin að falla gjörsamlega fyrir þessari tegund.
Sem menningarfræðingur blundar í mér forvitni og áhugi fyrir öllu sem er íslenskt og einstakt.
Haustið 2022 tók ég þá ákvörðun um að sækja um styrk hjá SSNV til að setja upp sýningu um sögu íslenska fjárhundsins.
Á meðan ég skrifaði umsóknina mótaði ég hugmyndina um þessa sýningu.
Ég kom mér í samband við fólk sem ég vissi að hefur unnið undanfarna áratugi við að styrkja ímynd íslenska fjárhundsins.
Mig langar að nefna Þórhildi Bjartmarz sem hefur safnað miklu efni um hundinn, haldið fyrirlestra um viðfangsefnið og haldið út vefsíðunni hundalifspostur.is þar sem margt áhugavert er að finna. Þórhildur tók vel á móti mér og sýndi mér öll gögnin sem hún hefur safnað að sér. Við spjölluðum margt og þessi fundur með henni gaf hugmyndinni minni meiri dýpt og ég er henni mjög þakklát fyrir þessa innsýn og velvild í minn garð.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]