Dagur íslenska fjárhundsins

Hero Image

23.05.2023Evelyn Ýr

Post Covid - Þegar lífið var komið aftur á eðlilegan stað mætti ég með Sóma á hundasýningar og með Sóma og Hraundísi á viðburði í tengslum við dag íslenska fjárhundsins (18.júlí ár hvert) í Glaumbæ. Þangað koma gjarnan hundaeigendur á Norðurlandinu saman. 

Í því samhengi er vert að nefna Mark Watson sem gjarnan er kallaður bjargvættur íslenska fjárhundsins (meira um það síðar) en hann er líka bjargvættur Glaumbæjar þar sem hann gaf rausnarlega peningaupphæð til að varðveita gamla bæinn. 
Fæðingardagurinn hans er 18.júlí sem var valinn sem dagur íslenska fjárhundsins. 

Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlega síðan 2016 og Deild íslenska fjárhundsins innan HRFÍ heldur utan um hann hér á Íslandi.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun