Listaverk til heiðurs íslenska fjárhundsins

Hero Image

03.07.2023Evelyn Ýr

Ég fékk ungu listakonuna Josefina Morell, sem búsett er í Borgarfirðinum til að gera útilistaverk handa mér til heiðurs íslenska fjárhundsins. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að hún myndi gera höggmynd eða einskonar prófilmynd úr líparítstein. Viðeigandi steinn fannst loksins í Bæjargilinu í Húsafelli. Steinninn er fjólublár og mjög fallegur. Mynd af Sóma var síðan fyrirmynd og útkoman er glæsileg. Josefina kom og afhenti mér verkið í fyrradag. Steininum var komið fyrir á vegg torfréttarinnar til að byrja með en staðsetningin verður endurskoðuð við tækifæri.

Ég er rosalega ánægð með verkið og hver veit, kannski er þetta eina höggmynd af íslenskum fjárhundi sem til er á Íslandi? Allavega finnst mér vera kominn tími til þess að eiga minnismerki um þjóðarhundinn!


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun