Gamlar myndir

Hero Image

24.06.2023Evelyn Ýr

Eitt af því sem ég ætla að gera í þessu verkefni er að setja upp gagnagrunn með myndum, gömlum og nýjum, svarthvítum og lituðum. 

Myndir segja alltaf sögu um samband manns og hunds. 
Ég er búin að fá nokkrar myndir úr ljósmynda- og byggðasöfnum og einnig nokkrar úr einkaeign. 

Myndin sem fylgir þessum pósti var tekin 1960 í Þernuvík í Ísafjarðadjúpi og sýnir hundinn Brand og dreng að nafni Gunnars. Það er Gilla frá Hnífsdalsræktun sem sendir mér þessa mynd og áhugaverð saga um Brand fylgir henni. Hún verður sögð síðar.

Ef þú átt myndir kæri lesandi, sem þú ert tilbúin/n að láta af hendi í gagnagrunninn, endilega hafðu samband við mig!


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun