Kirkjuferðir

Hero Image

23.06.2023Evelyn Ýr

Það finnst margt áhugavert á Sarpur.is, sem er menningarsögulegt gagnasafn.

Meðal annars er stórt safn um þjóðhætti og þegar leitað er eftir efni um hunda kemur margt forvitnilegt upp. Eins og frásögn um kirkjuferðir í gamla daga:

"...Það var varla hægt að segja að kirkjuferðir væru nein undantekning frá því að þá væru hundar með í för. Til kirkju komst oft margt hunda bæði viljandi og óviljandi og voru oft þar til mikilla leiðinda, t.d. komust inn í kirkjugarðinn og fóru þar í áflog sem oft var vani þeirra sem áður sagði. Sumir sluppu inn í sjálfa kirkjuna meðan á messu stóð og skriðu undir bekkina. Ekki leist þeim þó að vera þar inni. Það var ekki trútt um að mesta andaktin færi af sumum þegar meðhjálparinn kom, tók í hnakkadrambið á hundinum og dró hann ýlandi út úr kirkjunni..."

Sarpur/Þjóðhættir. Karlmaður, fd. 1912, Kirkjubæjarklaustri


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun