Myndatakan

Hero Image

16.02.2024Evelyn Ýr

Það var mikið um að vera hjá okkur síðustu daga en við vorum með kvikmyndateymi hjá okkur og á fullu í að taka upp myndir og myndbönd fyrir sýninguna og kynningarefni tengt henni. 

Á sunnudaginn mætti góður hópur fólks með hunda í myndatöku við torfhúsin okkar. Þetta var rosalega skemmtilegt, veðrið sérstaklega gott, kalt en sólríkt. 
Mig langar að nefna hér alla hunda því þeir muna leika sitt hlutverk í alskonar efni tengt verkefninu:

Leiru Tryggur (sjá myndin)

Breiðanes Kría

Breiðanes Björt

Breiðanes Eldur

Breiðanes Elding

Gerplu Kvika

Sunnusteins Prins

Stokk-Sels Bósi

Á mánudegi tókum við upp efni hér bæ. Hundarnir okkar Reykjavalla Ísland Sómi og Huldudals Hraundís léku aðalhlutverkið en við vorum að fókusar á samskipti þeirra við hrossin og kindur og vinnueðli íslenska fjárhundsins. Þeir fengu meðal annars GoPro myndavél á bakið sér sem mun veita öðruvísi sjónarhorn en við erum vön.

Á þriðjudaginn tókum við viðtal við Hönnu Kristin á Reykjavöllum um hennar sýn á íslenska fjárhundinn og hennar ræktunarmarkmið. Fylgdumst svo við gönguferð Hönnu með hundunum sínum 

Reykjavalla Sæla

Reykjavalla Viska

Reykjavalla Vaskur

Vestandvindur Hrauni Tindsson

Nærmyndir voru teknar af Vask og Hrauna. Þeir eru ásamt Visku alspora hundar en að rækta alspora hunda er eitt af ræktunarmarkmiðum hennar Hönnu.

Síðan fórum við í Glaumbæ og fengum leyfi til að mynda inn í gamla bænum. Það gengur ennþá mjög hægt að fá gamla myndir af íslenskum fjárhundum þannig að við hugsuðum í lausnum og ég hlakka til að sjá útkomuna.

Fimmtudagurinn var síðasti tökudagur og þá var komin að okkur bændum að segja frá okkar hundalif og tala um eiginleika íslenska fjárhundsins. Sómi og Hraundís fengu í lokin sína myndatöku við torfhúsin. Kvöldinu var nýtt til að fara í frekara hugmyndavinnu fyrir sýninguna en mér finnst ég er komin með ágætis mynd hvernig best verður að setja hana upp. 

Við erum frekar lúin eftir þessa viku en erum rosalega spennt fyrir að sjá allt myndefni. Það er ennþá gríðalega mikil vinna eftir áður en við getum opnað sýninguna en við erum á réttri leið.

Að fara í einskonar hágæðis efnistöku eins og við gerðum undanfarnar daga væri ekki hægt án styrksins sem við fengum úr Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra. Styrkurinn gerði okkur kleift að ráða fagmenn í vinnu en þar sem við erum búin að vinna með sama teymið áður vitum við að við eigum von á frábæra útkomu.

Mig langar að þakka öllum sem aðstoðuðu okkur í þessum hlut verkefnisins; þeim sem lögðu land undir fót til að koma með hundana sína í myndatöku, Hönnu fyrir móttökuna, safnastjóranum og starfsfólkinu í Glaumbæ sem veittu okkur sérstaka og alls ekki sjálfsagða leyfi og sérstaka þakkir til eiginamannsins og sonarins fyrir þolinmæði og stuðningu við öllum mínum hugmyndum.

Í lokin vil ég minnast á samfélagsmiðlana okkar. Það borga sig að setja "læk" á facebook síðuna til að frétta af nýju efni á þessa síðu og þeim sem langar að fylgjast með daglegu hundalífi á bænum okkar Lýtingsstaðir er bent á instagram-ið okkar.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun