Lifandi listaverk

Hero Image

17.06.2023Evelyn Ýr

Þann 15. febrúar 1994 flutti Guðni Ágústsson, alþingismaður, til­lögu um að auka veg og virðingu íslenska fjárhundsins:

"Íslenski fjárhundurinn er þjóðararfur og þjóðargersemi Íslendinga, hann er lifandi listaverk sem okkur ber að varðveita."

Alþingi ályktaði honum að skipa nefnd til að gera tillögur um aðgerðir til að vernda íslenska fjárhundinn og hreinrækta stofninn. 

Tillöguna er hægt að lesa hér.

Friðjón Þórðarson, fyrrverandi ráðherra og sýslumaður, sá það glettna bæði í greinargerðinni og málflutningi Guðna og dró efni ræðunn­ar sam­an í vísu sem hljómar svona: 

  Ó,íslenski fjárhundur,lifandi listaverk

  með ljómandi augu sem höfða til réttlætiskenndar.

  Með hringaða rófu og hálsband um loðna kverk,

  Nú heiti ég á þig að komast til allsherjarnefndar.

Gleðilega þjóðhátíð!


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun