19.06.2023Evelyn Ýr
Ég hef verið svo heppin að eignast bókina "THE ICELAND DOG 874-1956" eftir Mark Watson nýlega en bókin er algjör fjársjóður fyrir áhugafólk um sögu íslenska fjárhundsins eins og mig.
Bókin var gefin út árið 1957 en í henni telur Watson upp öll gögn sem hann fann um íslenska fjárhundinn frá landnámsárunum til "dagsins í dag" eins og stendur í formálanum sem var skrifaður af Watson árið 1956.
Watson kostaði sjálfur útgáfu bókarinnar og ágóða sölunnar gaf hann Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur á sínum tíma.
Talið er að bókin var gefin út í 500 eintökum sem er að sjálfsögðu ekki mjög mikið og þess vegna er bókin mjög sjaldgæf og verðmæt í dag.
Bókin er gjöf til mín fyrir sýninguna um sögu íslenski fjárhundsins en það er Jørgen Metzdorff sem gaf mér hana eftir að hann frétti af verkefninu mínu. Jørgen ræktar íslenska fjárhunda í Danmörku (Naskur ræktun) og er mikinn áhugamaður um sögu hundsins. Hann hefur rannsakað bókina mjög vel og haldið fyrirlestur um hana í tengslum við Dag íslenska fjárhundsins.
Þar sem Jørgen átti þrjú eintök af bókinni ákvað hann að gefa mér eitt eintak fyrir sýninguna. Er ég honum mjög þakklát fyrir það!
Bókin er ómissandi fyrir sýninguna um íslenska fjárhundinn.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]