Vaskur frá Þorvaldsstöðum - fyrirmynd merkisins HRFÍ

Hero Image

09.10.2023Evelyn Ýr

Vaskur frá Þorvaldsstöðum var einn af átta hundum sem Mark Watson keypti á Íslandi og flutti til Kaliforniu á 6. áratug til að rækta íslenska fjárhunda svo þeir yrðu ekki aldauða. 
Áhugasömum er bent á þessa grein úr Morgunblaðinu 1958.

Fljótlega eftir að hundarnir komu til Kaliforníu kom upp hundapest og drápust sumir hundana. Þeir sem lifðu eignuðust afkvæmi og virtust ekki hafa blandast öðrum kynjum. Watson flutti seinna til Englands og tók hundana með sér og lét halda ræktuninni áfram.

Vaskur lifði hundapestina af og flutti með Watson til Englands þar sem hann gerði garðann frægan á Crufts sýningu 1960 þegar hann varð BOB (besti hundur tegundar) sjö ára gamall.

Í grein frá February 1960 sem er mjög líklega úr blaðinu Our dogs er haft eftir dómaranum Mrs. W. Barber: "Vaskur completely won over me as a good looking medium sized dog, sound and with the essentials of his breed standard clearly defined, he was a happy and friendly dog to meet and appeared to be enjoying his outing." Vaskur var dæmdur:"Novice 1" og "Open 1".

Hér er hægt að sjá ræktunarmarkmið þess tíma sem Vaskur hefur líklega verið dæmdur eftir.

Árið 1969 var Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) stofnað á Hótel Sögu í Reykjavík en 29 áhugamenn um ræktun íslenska fjárhundsins stóðu að stofnun félagsins. Eitt markmið þess var að vernda og rækta íslenska fjárhundinn og var fyrsta stjórnarsamþykktin sú að undirbúa skráningu á sérkennum íslenska fjárhundsins. 

Mynd af Vaski frá Þorvaldsstöðum var síðan fyrirmynd í merki Hundaræktarfélags Íslands.

Félagið fékk seinna aðild að alþjóðahundaræktarsamtökunum FCI og hundaræktarsamtökum Norðurlandanna NKU og er í dag samstarfsvettvangur eigenda og áhugafólks ýmissa hundakynja. 

Deild íslenska fjárhundsins (DÍF) var stofnuð 1979 og starfar innan HRFÍ sem ein stærsta deild félagsins. 
Merki deildarinnar er það sama nema að Vaskur horfir í hina áttina.

Vonandi fær Vaskur að vera í friði í merki félagsins um ókomna tíð sem fulltrúi þjóðarhunds Íslendinga.

Mynd af Vask úr bók Mark Watsons The Iceland dog 874-1956.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun