Um Strút, Kol og Mark Watson

Hero Image

20.08.2023Evelyn Ýr

Það er mjög áhugavert og gaman að vinna að svona verkefni. Ég finn fyrir miklum áhuga og ekki síður þörf á því að safna saman upplýsingum og sögum um íslenska fjárhundinn. Það þarf að varðveita þá og gera þá aðgengilega til framtíðar. Hundurinn er þjóðararfur Íslendinga, og hann hefur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt í meira en 1000 ár. Það er ábyrgð okkar nútímafólks að viðhalda vitneskju um sögu hans.

Ég rakst á facebook póst í sambandi við Dag Íslenska fjárhundsins þar sem kanadísk kona sýndi mynd af hundinum Strút. Strútur var fyrsti íslenski fjárhundurinn í Kanada sem vitað er um í nútímanum en hann kom þangað 1969. Ég komst í samband við Salín Guttormsson, konuna sem póstaði myndinni og við höfum skrifast talsvert á á undanförnu. Salín hefur nýlega gefið út grein um sögu Strúts sem birt var í "Lögberg - Heimskringla" og fékk ég leyfi til að birta greinina hér á vefsíðunni (sem verður væntanlega í haust).

Faðir Salíns hafði verið í bréfasamskiptum við Mark Watson 1970 en hann reyndi að kaupa bókina "The Iceland dog" sem var því míður orðin ófáanleg. Watson svaraði honum að bókin væri uppseld og ekkert eftir af prentuninni en sendi honum ljósrit af helstu köflum bókarinnar ásamt uppfærðum formála.

Watson skrifar í bréfinu sínu að um það bil 50 íslenskir fjárhundar væru til í Bretlandi og þeir viðurkenndir af breska hundaræktarfélaginu. Breska hundaræktunarfélagið hafði viðkennt tegundina 1905. Hins vegar er tegundin ekki viðurkennd nú til dags þar sem of fáir Íslenskir fjárhundar eru til í Bretlandi.

Watson skrifar einnig í bréfinu að hann hafði nýlega flutt tvo hunda til Englands sem hann keypti frá Sigríði Pétursdóttir á Ólafsvöllum. En Strútur var einnig úr ræktun Sigríðar og læt ég hér fylgja mynd af Kol, faðir Strúts. Sigríður Pétursdóttir tók myndina 1969. Salín leyfði mér að sýna þessa mynd og ég þakka henni kærlega fyrir að segja mér frá Strút og bréfasamskiptum þeirra Watsons og faðir hennar. Það er ómetanlegt fyrir mig að fá þessar frásagnir.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun