Hátíðardagur

Hero Image

18.07.2023Evelyn Ýr

Þjóðarhundur Íslendinga á daginn í dag!

Í ræktunarmarkmiðinu fyrir íslenskan fjárhund stendur:

"Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga. Hann er afkomandi hunda sem bárust til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og yfirsetu og vinnueiginleikar hans hafa aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum.

Íslenski fjárhundurinn er norrænn smalahundur, tæplega meðalstór og kröftugur, með upprétt eyru og hringað skott. Séð frá hlið mynda lengd og hæð hundsins rétthyrning. Mildur, greindarlegur og brosleitur svipur, öruggt og fjörlegt fas er einkennandi fyrir íslenska fjárhundinn. Hárafar er með tvennu móti, ýmist snöggt eða loðið. Báðar gerðir eru þéttar og mjög veðurþolnar. Kynjamunur er greinilegur á milli rakka og tíkar."

Áhugasamir geta haldið áfram að lesa í FCI-Ræktunarmarkmið nr: 289

Við kíktum að venju við í Glaumbæ í dag og glöddum og fræddum gesti safnsins um þjóðargersemina okkar!

Til hamingju með daginn!


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun