16.10.2023Evelyn Ýr
Þjóðfélagið á Íslandi breyttist hratt og mikið á 20.öld.
Síldarævintýri hófst með tilkomu velknúinna báta, sjávarþorp mynduðust og þéttbýli fjölgaði. Fólk í sveitum landsins skyldi við búskapinn og flutti í þéttbýli. Gjarnan fylgdu hundarnir húsbændum sínum.
Á þessum tíma var enn stundaður búskapur innan bæjarmarka Reykjavíkur og blönduðust aðkomuhundarnir við smalahundana sem þar voru fyrir. Í kjölfar varð mikil fjölgun flækingshunda sem hlupu þar lausir um götur borgarinnar og vorum mörgum til ama.
Árið 1910 var hundafjöldinn í bænum orðinn mjög mikill og aðgerðir til að sporna gegn sullaveikinni höfðu ekki enn þá náð takmarki sinu. Þetta tvennt var aðdragandi hundabannsins í Reykjavík.
Til þess að bregðast við ástandinu var settur reglugerð nr. 124 frá 26. október 1910 um takmarkanir á hundahaldi í Reykjavík. Reglugerðin kvað um skyldu hundaeigenda til þess að merkja hunda sína með sérstakri ól merktri Reykjavík. Þeir hundar sem ekki báru slíka ól eða töldust til óskilahunda, þeir hundar sem ekki var vitjað innan þriggja daga frá því að þeir voru auglýstir, voru gerðir réttdræpir. Hinsvegar hafði reglugerðin að geyma ákvæði um árlega hreinsun hunda og að sullir skyldu grafnir í jörð.
Þegar þessi aðgerðir reyndust hinsvegar árangslausir var lagt fram frumvarp til laga um heimild fyrir bæjarstjórnir til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum árið 1924. Frumvarpinu var samþykkt og lög nr. 8/1924 um bann gegn hundahaldi í kaupstöðum og kauptúnum til.
Á grundvelli þessa nýju laga var reglugerð um hundahald í Reykjavík til.
í henni var kveðið á um að á kaupstaðarlóð Reykjavíkur mætti enginn
hafa hund nema hafa leyfi fyrir þarfahund. Þá var hver hundur gerður
réttdræpur sem fyndist innan lögsagnarumdæmisins og ekki hafði verið veitt heimild fyrir nema hann væri í fylgd með utanbæjarmanni.
Lögreglan þurfti að framfylgja banninu og hundruðum hunda lógað í Reykjavík eftir að hundabannið komst á. Flestum hundum var lógað
árið 1948 eða 170 hundum. Árið 1953 var 64 hundum lógað og a.m.k. 70 hundum árið 1954. Ólöglegum hundum var því engin miskunn sýnd og þeir teknir og aflífaðir. Heimild: Vísir
Árið 1968 var allt búfjárhald innan marka borgarinnar bannað og þar með endaði líka tíminn þarfahundanna.
Á svipuðum tíma hófst umræða um framtíð íslenska fjárhundsins en menn töldu að stofninn hér á landi væri allt að því kominn í útrýmingarhættu. Kallað var eftir íhlutun hins opinbera í formi styrkja til hundaræktunar.
Árið 1969 voru tvö félög stofnuð utan um hagsmuni hundavina, Hundavinafélagið og Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ). Markmið félaganna var að berjast fyrir löglegu hundahaldi í borginni en meginmarkmið HRFÍ var þó einna helst að standa vörð um íslenska fjárhundakynið með vandaðri ræktun. Tilkoma félaganna hafði mikil áhrif á þróun umræðunnar um hunda og hundahald í þéttbýli borgarinnar.
Árin 1983 og 1984 mörkuðu þáttaskil í baráttunni gegn hundabanninu og framfylgd þess af hálfu stjórnvalda.
Tvennt ber að nefna í því samhengi.
Annars vegar átti sér stað atvik í Reykjavík þegar tveir hundar voru aflífaðir á staðnum án dóms og laga 1983. Sjá grein í Morgunblaðinu.
Hins vegar var það mál Albert Guðmundssonar fjármálaráðherrans. Fréttamaðurinn Rafn Jónsson kærði Albert fyrir ólöglegt hundahald eftir að hafa lýst hundahaldi hans opinberlega í sjónvarpinu.
Rafn hélt því fram að almenningur sætti ofsóknum á meðan yfirstéttin
héldi hunda sína óáreitt. Albert var mótfallinn hundabanninu frá upphafi og taldi hann lögin um hundahald úrelt og óréttmæt. Eftir að Albert hafði verið kærður lýsti hann því yfir að hann myndi heldur flytja úr landi en láta tíkina Lucy. Málið fékk mikla athygli bæði innlendis sem erlendis. Mál Alberts varð til þess að borgarstjórn Reykjavíkur sá sig knúna til þess að bregðast við að leita lausnar á vandanum.
Eftir 60 ár var hundabannið aflétt árið 1984 með Samþykkt um hundahald í Reykjavík Nr. 385/1984 með síðari breytingum (sjá einnig hér). Hundahaldið var enn þá bannað en hægt var að sækja um undanþágu.
Það var þó ekki fyrr en 2007 að hundabanninu var með öllu aflétt og undanþágu frá banni á hundahaldi var breytt í leyfisveitingu. Sjá einnig hér.
Í þessum pósti er bara stiklað á stóru um býsna stórt mál en ég reyndi að draga saman það mikilvægasta. Áhugasömum lesendum vil ég benda á tvær ritgerðir sem fjalla ýtarlega um þetta mál.
Martha Elena Laxdal (2014)
Saga hundahalds í Reykjavík 1924-1984
Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir (2012)
Hundahald í þéttbýli
Góða samantekt um núgildandi lög og reglugerðir varðandi hundahaldi á Íslandi er hægt að sjá á upplýsingarvefsíðunni Hundahald.is. Það er líka áhugavert að skoða nútímareglugerðir með tillit til sögu hundahaldsins á Íslandi.
Í lokin er vert að nefna að núgildandi lög veita sveitarfélögum mikið sjálfsákvörðunarvald varðandi hundahald. Til dæmis kveður Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað í 2.gr_._ um að "Hundahald er bannað í Grímsey og mega hundar hvorki dvelja þar né koma í heimsóknir."
Sjá einnig hér um stjórnsýslukæru vegna málsins sem hefur verið vísað frá.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]