13.04.2024Evelyn Ýr
Um daginn fékk ég stóra rafræna sendingu af áhugaverðum heimildum frá Kanada til að hafa á sýningunni.
Ég hef áður skrifað um Strút frá Ólafsvöllum, fyrsti íslenski hundurinn sem var fluttur til Kanada. Núna fékk ég í hendur bréf og önnur skjöl um kaup hans og útflutning, blaðagreinar, myndir og einnig ljósrit af bréfasamskiptum við Mark Watson um bók hans.
Það er afar ánægjulegt að fá svona heimildir sem reka þessa áhugaverðu sögu Strúts og varðveita hana.
Aðalræðisskrifstofa Íslands / Consulate General of Iceland in Winnipeg aðstoðaði við ljósritun gagna sem Salín Guttormsson var að útvega. Ég er Salín og Aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg mjög þakklát fyrir þessa samvinnu. Ljósritin eru af bestu gæðum svo auðvelt verður að prenta gögnin og hafa þau til sýnis á sýningunni.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]