Spori

Hero Image

06.02.2024Magnús Skúlason

Spori var fæddur í Þverholtum og ég fékk hann sem hvolp árið 2010. Ég var bóndi í Norðtungu í Mýrasýslu.

Spori var mér afskaplega kær og tryggur frá fyrsta ári, han var magnaður hundur og trygglindið einstakt. Hann nýtist mér vel, var afbragðsgóður smalahundur sem hægt var að senda frá um 200 metra til að stugga við kindum. Ef hann heyrði ekki í mér var hægt að stjórna honum með handabendingum að koma til baka eða stugga áfram við sauðféinu.

Það rifjast upp sögur af Spora. Hann átti vingott við tík á bænum Höfða sem Rósa heitir. Heimsóttu þau hvort annað reglulega og var vel til vina. Rifust þó stundum eins og eðlilegt kærustupar, en ekki varð þeim hvolpa auðið.

Önnur tík var á Höfða. Íslensk botnótt, held hún hafi heitið Botna. Þegar Spori hitti Botnu urðu þau uppátektarsöm og hlupu í sauðfé bændum til ama.

Eitt skipti var Botna að lóða og var höfð inni í kjallara heima að Höfða svo hundar kæmust ekki að henni. Spori gerði sig heimakominn á Höfða en komst ekki til fundar við Botnu þar sem hún var lokuð af í kjallaranum þar til Spori sá að viðarspjald var í einum glugga á kjallaranum. Spori klóraði spjaldið úr glugganum og komst til fundar við Botnu. Ekki varð þeim hvolpa auðið en Spori var staðinn að verki.

Spori var ekki hafður inni í bæ nema veðrið væri vont, heldur svaf úti í fjósi í heyi framan við nautgripi eða lá undir herbergisglugganum mínum. Það var höfð lúga á fjóshurðinni þannig að hann var jafnan frjáls ferða sinna. Hitinn í íbúðarhúsi var of mikill fyrir Spora. Ef hann lá í snjó þá bráðnaði ekki snjórinn undir honum feldurinn var svo þykkur og þéttur.

Spori var í Norðtungu alla æfi eða þar sem hann dó í slysi 2022.

Myndirnar eru teknar 2015.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun