Snjófells Draupnir (Bolli)

Hero Image

05.02.2024Ragna Árný Björnsdóttir

Mér datt í hug saga af honum Bolla. En það kom hér maður í heimsókn þegar hann var hvolpur og settist inn í stofu. Bolli hljóp upp í fangið á honum og heilsaði hressilega. Maðurinn tok utan um hann, settist á gólfið og sagði: "Mikið ert þú fallegur og góður hvolpur." En eftir þetta elskaði hundurinn þennan mann, ég veit ekki hvað en mjög áberandi öðruvísi framkoma við hann en aðra gesti. Hann td. geltir alltaf ef dyrabjölluni er hringt eða bankað en þessi maður gat bankað, labbað inn og hundurinn gelti ekki eða flaðraði upp eða neitt. Svo settist maðurinn inn í eldhúsi eða stofu, þá kom Bolli strax til hans settist stiltur við fætur hans, lagði hausin á hnéið og fékk klapp í smá stund. Þegar maðurinn sagði: "Ertu þarna kallinn"- þá lagðist hann niður við fætur hans og lá þar meðan hann stoppaði. Hann skeitti ekkert um okkur, við vorum einfaldlega ekki til.

Stundum hugsa ég um þetta núna þegar maðurinn er dáinn og hundurinn stendur upp og labbar að stólnum sem maðurinn sat í stofuni þegar hann kom í heimsókn - horfir smá stund upp stólin, dæsir og legst eins og hann lyggi við fæturnar á einhverjum. Skildi hann koma stundum en í heimsókn (en hann er velkomin ef svo er)?

Maðurinn var gamall bóndi, Sigurjón frá Fossum í Svartárdal.

422818480_761794502062449_910309922496138793_n.jpg

Ég á enga mynd af þeim saman því miður. Hugsuðum ekki út í það. En þvílík vinátta sem var á milli þeirra! Ég hef stundum hugsað hvort Bolli væri endurfæddur hundur sem hann hefði átt. Þetta var svo sérstakt.

Snjófells Draupnir (Bolli) *06.03.2018


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun