Kollý frá Sellátrum

Hero Image

06.02.2024Höskuldur Davidsson

ÍSLENSKI FJÁRHUNDURINN Á SELLÁTRUM Í TÁLKNAFIRÐI

Líklega hefur þetta hundakyn komið á æskuheimili mitt með langafa og langömmu minni, Kristjáni Arngrímssyni og Þóreyju Eiríksdóttur, þegar þau fluttust að Sellátrum úr Arnarfirði árið 1895.

Engar heimildir hef ég hinsvegar um þetta, og nefni því aðeins það sem gerðist í minni 18 ára sögu á þessu æskuheimili mínu.

Á bænum voru því miður, aðeins aldar tíkur, en hundar að mestu gefnir burt, sem og umfram tíkur.

Ekkert var í minni tíð þarna, hugsað um að viðhalda þessu dásamlega kyni og fóru tíkurnar um sveitina, þegar kallið kom.

Fyrsta tíkin sem ég man eftir á bænum, hét Lubba og var gul-kolótt útlits.

Hún var orðin gömul, en dóttirin Kollý á frjósemis skeiði sínu.

Hún var gul að lit, með örlitlum hvítum yrjum.

150890462_447318753251634_8205796162619987330_n.jpg

Á tímum Kollýar fór að vakna áhugi á því á Íslandi og einnig erlendis, að passa uppá tilveru þessa undursamlega hundakyns.

Kannski var það Ameríku maðurinn Mark Watson, sem vakti þennan áhuga, en hann kom einhverjar ferðir að Sellátrum og hafði með sér hvolpa Kollýar, til undaneldis í Ameríku.

Einnig fóru hvolpar að Ólafsvöllum, en þar hófst síðan ræktun þessa hundakyns.

416345117_357975443706820_4253639990866930532_n.jpg

Klói frá Sellátrum í eigu Birgi Kjarans, alþingismanns.

Að alast upp sem barn og unglingur, með þessum dásamlegu hundum, held ég að hafi verið mjög mannbætandi.

151239051_463135991506170_2797825744033124565_n.jpg

Þeir voru fullgildir meðlimir fjölskyldunnar og skildu flest sem sagt var.

Kollýu var hægt að segja hvað hún ætti að gera í smalamennskum, og hún gerði það.

Það eru margar ljúfar sögur sem hægt væri að segja hér, um líf okkar krakkanna með þessum dásamlegu verum, en það er önnur saga.

Reykjavík í febrúar 2024.

Kollý og Höskuldur.jpg

Undirritaður að gefa Kollý og afkvæmum ferska mjólk.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun