Fljóta-Píla

Hero Image

30.01.2024Arnþrúður Heimisdóttir

Við eigum íslenska tík, sem er sveitahundur og við erum með stórt hrossabú. Svo, hún Fljóta-Píla lifir draumalífi, er að dóla með einhverju okkar allan daginn, það er alltaf einhver heima, oftast að brasa úti við. Svo það er voða gaman hjá henni, og hún er svo ljúf, glaðasti hundur í heimi.

En, sveitalífinu fylgja oft drullugir fætur, og hún fær ekki að fara inn á heimilið, heldur er með rúmgott þvottahús þar sem hún er á næturnar, dauðþæg og yndisleg, en opið til okkar beint inn í eldhús.

En, eftir nokkurra ára tilveru komst upp um hana. Dyrnar voru opnar inn í þvottahús, eins og venjulega, klukkan var 2 um nótt, en unglingurinn á heimilinu var eitthvað að unglingast þarna seint um nótt inni í stofu. Allt í einu birtist lítil Píla að skoða og dúlla sér inni í stofu. Hvað henni brá þegar hún sá kauða, stökk upp og hljóp fram í þvottahús, og sat þar svo... "Hvað ég, ég fór aldrei neitt"

Við grunum hana um að hafa stundað þetta oft þegar allir voru sofnaðir. Svo hélt ég að stöku hundalokkur hefði bara borist þangað inn með einhverjum trekki eða sokkum.

Í litla þægðarljósinu býr semsagt pínu ponsu prakkari... "Þá sjaldan maður lyftir sér upp".

Á myndinni sést ein "alsaklaus" Píla þar sem hún þykist aldrei hafa yfirgefið þvottahúsið sitt.

Æ við elskum hana alveg í spað, hún er besti hundur í heimi fyrir okkur!

Mars 2023

Janúar 2024: PS. Það fór svo að okkur finnst að Píla eigi bara að fá það sem hún vill, og hún er orðin bæði stofuhundur og kjölturakki.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun