Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum

Hero Image

13.12.2023Evelyn Ýr

Sigríður Pétursdóttir (1934-2016) á Ólafsvöllum í Skeiðahreppi átti án vafa stærsta þáttinn í að bjarga stofni íslenska fjárhundsins á Íslandi með því að hefjast ræktunarstarf á sjöunda áratug á síðustu aldar í samstarfi við Pál A. Pálsson yfirdýralæknir á Keldum, sjá einnig hér
Páll A. Pálsson skynjaði þá hættu sem steðjaði að íslenska hundastofninum og lét rækta kynhreina íslenska hvolpa út af tíkinni sem eftir varð á Keldum af þeim hundum sem Mark Watson hafði safnað saman til útflutnings. Tíkin hét Pollý og kom úr Tálknafirði í Vestfjörðum. 

Sigríður átti einnig í samstarf við Mark Watson og fleiri aðila í Bretlandi sem veittu henni ómetanlega aðstoð og upplýsingar. Sigríður flutti síðan tvo hvolpa hingað frá Bretlandi sem Mark Watson gaf henni. Ræktunarstofninn var mjög fátæklegur á þessum tíma en Sigríður tókst þetta umfangsmikla verkefni. 

Sigríður stofnaði ásamt fleirum Hundaræktarfélag Íslands árið 1969. Árið 2008 var hún sæmd íslensku fálkaorðu á Bessastöðum fyrir störf sín að ræktun íslenska fjárhundsins. Í tilefni þess var viðtal við hana birt í Bændablaðinu 29. janúar 2008. Því miður fannst viðtalið ekki á uppgefna slóð en það birtist með góðfúslegu leyfi ritstjóra Bændablaðsins á vef Hundalífspóstsins.

Margt áhugavert finnst í gömlum viðtölum og greinum um Sigríði sem segir svo margt um hennar skoðun á tegundina og ræktunarmarkmiðum hennar. 
Má nefna grein frá 1973 þar sem hún segir meðal annars 
- "Þetta (frama íslenskra hunda á sýningum erlendis) er ekki mér að þakka nema að litlu leyti, sagði Sigriður, heldur starfar það af því hvað íslenzki stofninn er eðlisgóður. Hann hefur haldizt við hjá einstöku bændum, sem hafa viljað halda í sitt hundakyn og skyldleikaræktað það. Þessum tiltölulega fáu bændum eigum við það að þakka, að stofnuninn skuli hafa haldizt hreinn...hætta á úrkynjun er alltaf fyrir hendi við slíkar aðstæður, en þessir gömlu menn hafa vitað hvað þeir voru að gera og þeim hefur tekizt að fá sterkan stofn en ekki úrkynjaðan."
Aðspurð um skapgerð hundsins svarar Sigríður: "...íslenzki hundurinn tengist manninum ákaflega sterkum böndum og er mjög tilfinninganæmur gagvart manninu. Þeir eru mjög glaðlyndir og þó fylgja þeir skapi eigandans. Þeir eru glettnir og gamansamir, ef eigandinn er í þannig skapi og þeir eru rólegir, ef húsbóndi þeirra er rólegur. Grimmd þekkist ekki í hreinræktuðum íslenzkum hundi. Grimmd er óæskilegur eiginleiki hjá íslenzkum fjárhundi, því að honum er ætlað að reka féð til og frá en ekki að gæta þess fyrir árás eins og sumstaðar er ætlazt til af fjárhundum...þannig hefur valizt úr þessi góða skapgerð og að mínu áliti eru þessi gæði og glaðlyndi sterkasta einkenni íslenzka hundsins."

Í viðtal 1978 sem birtist í Morgunblaðinu segir hún um eðli hundsins: "Sá íslenzki er talinn sá eini af þessum Spitztegundum, sem lifa í löndum kring um Norðurheimskautið, sem ekki er grimmur. Auk þess er íslenzki hundurinn mjög greindur, þó hann sé seinþroska....Íslenzki hundurinn er mjög mannelskur og þarf að fá að vera mikið með manni."

Í einu viðtali var Sigríður spurð um alspora en það eru hundar sem eru með tvöfaldar sporar á afturfótum og framfótum. Í gamla daga var það trú manna, að ef hvolpur fæddist alspora, fengist ekki betra fjárhundsefni.
"-- Á þessi tröllatrú á alspora hundum sér kannski einhverja stoð í raunveruleikanum?
---Ætli þetta sé ekki bara hjátrú eins og margt annað. Hitt er annað mál, kannski hafa menn lagt meiri rækt við að kenna alspora hvolpum, því að þeir gengu á hærra verði en aðrir hvolpar og álitið var, að meira von væri um árangur. Þá hefur hvolpurinn fengið meiri tækifæri til þess að læra og orðið betri hundur fyrir bragðið." Heimild

Hvað það þýðir að rækta upp stofninn úr örfáum einstaklingum kemur vel fram i viðtalinu frá 2008: 
„Það sem mér finnst ánægjulegast við ræktunina mína á sínum tíma er að hún skyldi takast. En það sem mér fannst erfiðast var þegar ég valdi undaneldisdýrin og þurfti að láta lóga eða svæfa hluta því ekki var hægt að láta frá sér nema takmarkað af dýrum sem ekki voru ætluð til undaneldis. Þetta var engin „framleiðsla“, heldur nákvæm og ákaflega úthugsuð ræktun og því þurfti að velja og vera passasamur um hvað maður var að gera. Það var ekki endanlega hægt að velja undaneldisdýr nema þegar þau voru orðin ákveðið gömul og þegar hægt var að sjá eðli, skapferli, vöxt og feld. Það varð allt að passa heim og saman, eða svo nærri sem hægt var, við það sem ég var að leitast við að ná fram. Hundarnir urðu að vera orðnir upp undir sex mánaða þegar hægt var að meta þá og þá voru þeir orðnir hændir að manni." Heimild

Þessi orð hennar sýna að hún hafði mikla ábyrgð með að rækta hundana. Hún lýsti líka áhyggjur sínar að vinsældi hundsins gæti aukast of mikið. Hún sagði: "Ef hann verður tískufyrirbrigði þá verður farið að framleiða hann í stað þess að rækta hann." Heimild

Ég sjálf hef aldrei kynnst Sigríði en ég ber mikla virðingu fyrir þessa afrekskonu. Ég vona að afrekið hennar, að bjarga íslenska fjárhundinn mun aldrei gleymast og verður haldið á lofti um ókomin ár! 
Mynd: Víkan - 47. tölublað 1973


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun