Þefskyn

Hero Image

22.11.2023Evelyn Ýr

Það er dimmt úti og veturinn genginn í garð með tilheyrandi hríðaveðri. Þá er best að grúska aðeins og í dag er það spurningarskrá um hunda í Sarpinum sem varð fyrir valinu. Datt svo inn á frásögn um ratvísi og þefskyn hundanna sem mig langar að vitna hér í. Það er karlmaður, fæddur 1912 sem skrifar:

"Sögur um ratvísi hunda munu nær óteljandi en þó skortir mig kunnugleika til að rekja þær hér enda yrði það allt of langt mál. Það er víst að margir sem villtir urðu í hríðarveðrum eða dimmviðrum brugðu á það ráð að láta hundinn ráða ferðinni heim og brást það sjaldan. Áður kom það oft fyrir að fé fennti í stórhríðum og lifði stundum í fönn svo vikum og mánuðum skipti. 
Þá kom sér vel að eiga hunda er fundið gátu féð og þá áttu sumir bændur og voru þeir þá fengnir til leitar. Þetta voru hundar af íslensku kyni. Þeir gerðu sumir greinarmun á því hvort kindurnar í fönninni voru lifandi eða dauðar. Bóndi einn átti tvo slíka hunda, leitaði annar eingöngu að lifandi fé, en hinn að dauðu. "

Læt fylgja mynd frá því í október á þessu ári.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun