Vaskur frá Þorvaldsstöðum

Hero Image

24.02.2025Evelyn Ýr

Vaskur frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal var einn af átta hundum sem Mark Watson keypti á Íslandi og flutti til Kaliforníu á sjötta áratugnum til að rækta íslenska fjárhunda og koma í veg fyrir að þeir yrðu útdauðir.

Fyrir utan Vask sem flutti út árið 1956, vitum við nöfn fjögurra annarra hunda:

Bósi frá Höskuldsstöðum (1955, Blönduhlíð/Skagafjörður)

Brana frá Hvanná (1955, Jökuldalur)

Konni frá Lindarbakka (1956, Breiðdalur)

Auli frá Sleðbrjót (1956, Jökulsárhlíð)

MW10(1).jpg

Fljótlega eftir að hundarnir komu til Kaliforníu kom upp hundapest og sumir hundanna drápust. Watson flutti síðar aftur til Englands og tók þá hunda sem lifðu af með sér.

Vaskur lifði hundapestina af og flutti með Watson til Englands. Þar vakti hann athygli á Crufts-sýningunni árið 1960. Hann keppti í flokknum „Any Variety Not Classified at this Show“, sem var blandaður flokkur, og hlaut þar fyrsta sæti. Dómarinn, Mrs. W. Barber, hafði þetta að segja um Vask:

„Vaskur completely won me over as a good-looking, medium-sized dog. Sound and with the essentials of his breed standard clearly defined, he was a happy and friendly dog to meet and appeared to be enjoying his outing.“

vaskur á crufts 1960(1).jpg

Vaskur var dæmdur í flokkunum „Novice 1“ og „Open 1“.


Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) var stofnað árið 1969 á Hótel Sögu í Reykjavík. Eitt helsta markmið félagsins var að vernda og rækta íslenska fjárhundinn.

Mynd af Vaski frá Þorvaldsstöðum var síðar notuð sem fyrirmynd að merki félagsins.

Deild íslenska fjárhundsins (DÍF) var stofnuð árið 1979 og starfar innan HRFÍ sem ein stærsta deild félagsins. Merki deildarinnar er það sama, nema að Vaskur horfir í hina áttina.


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

HAFA SAMBAND

Sími: +354 893 3817
[email protected]

HEIMILISFANG

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
561 Varmahlíð
Ísland

SoknaraetlunStjórnarráðRoyal Canin