12.12.2024Evelyn Ýr
Hinn 12. okt. 1869 kom á Norðurlandi aftaka stórhríðar bylur. Jörð var auð og sauðfé alt úti, veðrið ofsalegt og fannkoman svo mikil, að á einum sólarhring kyngdi niður þeim firnindum af snjó, að skaflar í grófum og giljum urðu 5—7 álna (3-4,2 m) þykkir. Fenti þann dag mörg þúsund fjár í ýmsum sveitum, einkum í Þingeyjarsýslu.
Flest af fénu fanst eftir nokkra daga, ýmist dautt eða lifandi. Þeir sem áttu margar sauðkindur í fönninni létu leita daglega, þegar fært veður var.
Aðferðin var sú, að menn boruðu með löngum járnnafri niður ískaflana, jafnhliða því, að þeir létu hunda leita með sér. Kom það þá fram, að einstöku hundar sköruðu langt frám úr öðrum að fundvísi. Þeir fundu næstum hverja kind, alt hvað ekki var dýpra niður að þeim en 3—4 álnir (1,8-2,4 m); slíkir hundar voru lánaðir bæ frá bæ, en eigandinn varð að fylgja með, annars leitaði hundurinn ekki.
Á þann hátt fundust margar kindur í djúpri fönn. Hundar þessir leituðu þannig, að þeir gengu þefandi eftir hjarnsköflunum, þar til þeim fanst eitthvað grunsamt, þá námu þeir staðar, þefuðu kringum sig og rifu svo miður í bjarnið, stundum ýlfrandi eða hálf geltandi; brást það þá sjaldan, að kind fanst þar undir.
Eg var einn dag sjónarvottur þess, að einn af þessum hundum fann 8 kindur sína á hverjum stað, sem búnar voru að vera undir gilbarði í fönn á fjórðu viku; á því svæði hafði áður verið leitað með járnnöfrum. (Tryggvi Gunnarsson í Dýravini Il, 1887 bls, 84—35).
Hinn 11. okt. 1877 fenti líka víða fé nyrðra. Þá er sagt, að sumir hundar t. d. á Kroppi í Eyjafirði og Þverá í Laxárdal hafi reynst bestir að finna fé með þefvísi sinni, djúpt í fönnum alt að 3—5 álnum (1,8-3 m) og aldrei brugðist, að þar sem þeir rifu niður í fönnina hafa skepnurnar legið eða staðið undir (Norðanfari 16. árg. 1877, bls. 152).
Frásögn þessi er að finna í bókinni Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen, fjórða bindi, fyrsta hefti, 1920.
Myndir af Stokk-Sels Bósa, Gerplu Kviku, Sunnusteins Mána Prins, Breiðanes Kríu og Breiðanes Björt, teknar á Lýtingsstöðum í febrúar 2024.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]