12.12.2024Evelyn Ýr
Það eru illir dagar fyrir smalana, þegar hundafárið kemur.
Það er óhappasending frá Finnum. Einhverju sinni kom skip á Eyrarbakka, og var með því maður frá Finnmörk. Honum varð þelkalt við einn landsmanna út úr kaupum og hugði á hefndir. Næsta sumar kom hann aftur og hafði með sér flösku og bað að selja sér konumjólk og kúa. En skipstjóri stakk því að landsmönnum, að gera það ekki, heldur láta hann hafa tíkamjólk og katta, og svo var gert. Finnurinn tók flöskuna og færði hana móður sinni, en hún kunni fyrir sér í betra lagi. Tekur hún flöskuna og setur hana milli tveggja potta og seiðir til góuloka. Þá gelti bæði og mjálmaði í flöskunni. Þá varð kerlingu svo bilt, að hún stökk út og drap sig, en Finnurinn fór með flöskuna út til Íslands um sumarið og helti þar úr henni, því er í henni var; kom þá upp fár mikið í hunda og ketti (hundafár, hundapest, kattapest), og hefir hún siðan gengið við og við hér um land.
Saga þessi er þjóðsaga og finnst í bókinni Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, bls. 180.
Mynd: Norður-Atlantshaf eftir Abraham Ortelius frá 1573.
Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]