Brandur

Hero Image

30.01.2024Gilla Kristín Smoter Gísladóttir

Samkvæmt mömmu mína var Brandur hreinræktaður íslenkur hundur og undan Kolu tíkinni sem mamma og pabbi áttu.

Mér skilst á mömmu að hann hafi verið duglegur i smölun en það leit ekki þannig út fyrst því fyrstu 2 árin vildi hann bara hlaupa á eftir kisum en eftir 2 ára fór hann að apa eftir mömmu sinni henni Kolu. Foreldra mínir notuðu hann mikið í smölun, Brandur var góður smalahundur og Oddur frændi sagði mér að hann var rosalega góður í að passa börn.

Hann bjargaði lífi 2 bræðra minna frá eldi sem þeir hefðu kveikt upp í kamínu og systir mín átti að vera að passa þá en það kviknaði í eldhúsinu. Foreldrar mínir voru úti að gefa beljum og rollum þegar Brandur kom alveg trylltur geltandi út í eitt og náði í pabba og pabbi skyldi ekkert í hundinum en sá reyk stíga upp frá húsinu og Brandur hafði togað bræður mína út en pabbi ásamt öðrum bónda náðu að slökkva eldinn og sem betur fer fór allt vel. Ég veit að foreldra mínir þurftu að þrifa allt og mála en restin af húsinu var ennþá í lagi.

Ég sjálf kynntist Brandi ekki en hefði alveg vilja vera til þá en foreldra mínir fluttu á Ísafjörð þegar mamma gekk með mig.

Ég sjálf á yndislegan hund sem lætur mig vita þegar ég hef fengið flog og það er nú hún Kersins Sillý okkar. Þegar ég var að fá flog oft á sínum tíma þá skyldi ég ekki fyrst hvað væri að hundinum því hún beit í buxurnar og reyndi að toga mig áfram svo eftir samtal við hundaþjálfara þá var ég spurð hvort ég hafi fengið flog í þessi skifti og sú var raunin. Hún var að láta mig vita að ég ætti að leggjast. Hundar eru æðislegir.

Efri myndin af Brand er tekin 1960 í Þernuvík í Ísafjarðadjúpi og það er frændi minn sem er á myndinni, hann heitir Gunnar .


SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun