Hero Image

Íslenski Fjárhundurinn

Uppgötvaðu sögu íslenska fjárhundsins og endurræktun hans sem þjóðarhund Íslands. Fylgdu okkur fram að opnun sýningarinnar tileinkaða þessara einstöku tegund. Hjálpaðu til við að dreifa boðskapnum um þessa merku tegund og taktu þátt í að styrkja nærveru hennar á alþjóðavettvangi.

BLOG



De Canibus Britannicis 1570

De Canibus Britannicis 1570

**John Caius** (1510–1573) var enskur læknir, fræðimaður og stofnandi Gonville and Caius College í Cambridge. Hann var þekktur húmanisti á endurreisnartímanum og skrifaði bókina _De Canibus Britannicis_. [_De Canibus Britannicis_](https://www.gutenberg.org/files/27050/27050-h/27050-h.htm#dogges) eftir John Caius frá árinu 1570 er eitt af fyrstu verkum til að flokka breska hundakyn markvisst, þar sem lýst er gerðum þeirra, hlutverkum og einkennum. Skrifuð á latínu, veitir hún innsýn í hlutverk hunda á elísabetartímanum, þar á meðal kyn sem voru notuð til veiða, varðhalds og félagsskapar. Í kafli um erlendir hundar skrifar hann meðal annars um íslenska hunda: **„Externos aliquos & eos majusculos, Islandicos dico & Littuanicos, usus dudum recepit: quibus toto corpore hirtis, ob promissum longumque pilum, nec vultus est, nec figura corporis. Externa prælata. Multis tamen quòd peregrini sunt, & grati sunt, & in Melitæorum locum assumpti sunt: usque adeo deditum est humanum genus etiam sine ratione novitatibus. ἐρῶμεν ἀλλοτρίων, παρορῶμεν συγγενεῖς, miramur aliena, nostra non diligimus.“** "Sumir erlendir hundar, sérstaklega stærri, eins og íslenskir og litháískir hundar, hafa verið notaðir hér lengi. Þessir hundar eru algerlega þaktir loði, með sítt, flæðandi hár, og hafa hvorki greinilegt andlit né líkamsform. Útlendir hundar eru í uppáhaldi. Vegna þess að þeir eru útlendir, eru þeir metnir mikils og hafa komið í stað Melítahundanna, þar sem mannkynið er svo gefið fyrir nýjungum, jafnvel án nokkurrar ástæðu. Við elskum það sem er útlent, en vanrækjum okkar eigið." Þannig virðist sem íslenskir hundar, sem eru svo loðnir að varla megi greina höfuð þeirra frá búknum, séu í miklu uppáhaldi hjá aðlinum í Bretlandi. Má einnig nefna aftur í þessu samhengi að William Shakespeare nefndi íslenskan hund í leikritinu _Henry V._ sem var skrifað um 1600: **Pish for thee Iceland Dog! Thou prick-ear´d cur of Iceland!** "Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!"

Olaus Magnus 1555

Olaus Magnus 1555

Ég ákvað að skyggnast aðeins lengra aftur í tímann. Í þeim stuttu ágripum af sögu íslenska fjárhundsins sem hægt er að finna, er Olaus Magnus oft nefndur. Yfirleitt er þetta orðað svona: "Árið 1555 skrifaði Olaus Magnus að íslenskir hundar væru vinsælir hjá prestum og aðalskonum. Hann lýsir hundinum jafnframt sem ljósum eða hvítum og með þykkan feld." Ég reyndi að finna meira, mögulega frumtextann, því mér finnst betra að skoða heimildina sjálfa til að fá heildarmyndina betur, en það tókst ekki. Kannski ekki furðulegt, þar sem þessi lýsing er úr verki hans **Historia de gentibus septentrionalibus** (Saga norrænna þjóða), sem var skrifað á latínu. Verkið var gefið út í Róm árið 1555 og er talið eitt merkasta rit um menningu og líf norrænna þjóða á 16. öld. **En hver var Olaus Magnus?** Olaus Magnus (1490–1557) var sænskur biskup, landkönnuður og rithöfundur, þekktastur fyrir verk sitt **"Historia de gentibus septentrionalibus"**. Hann fæddist í Linköping í Svíþjóð og var menntaður bæði í Svíþjóð og í Þýskalandi. Hann ferðaðist víða um Norðurlönd og safnaði upplýsingum um þjóðir og menningu norðursins. Olaus var mikill talsmaður kaþólsku kirkjunnar og bjó við útlegð í Róm eftir siðaskiptin í Svíþjóð. Hann helgaði líf sitt því að skrifa og varðveita sögu og menningu Norðurlanda. Bæði verk hans og teikningar eru ennþá virt í dag fyrir að lýsa bæði menningu og náttúru Norðurlanda með stórfenglegum hætti. **"Historia de gentibus septentrionalibus"** fjallar sérstaklega um Norðurlönd, þar á meðal Ísland, Svíþjóð, Noreg og Finnland, auk þess sem það tekur til ýmissa atriða úr daglegu lífi fólks, svo sem veiðar, sjómennsku, búskap og jafnvel galdrar. Olaus Magnus leggur áherslu á hina erfiðu veðráttu og harða lífsskilyrði, en hann lýsir líka óvenjulegum siðum, trúarbrögðum og skrítnum sögupersónum úr munnmælasögum. Verkið er skreytt mörgum myndum. Olaus Magnus teiknaði einnig stórmerkilega kort, **Carta Marina**. Þetta er eitt elsta kortið sem sýnir norðlægar slóðir með nákvæmum hætti.  **Carta Marina** er ekki aðeins landfræðilegt kort, heldur einnig mikilvæg heimild um hugmyndir miðalda um heiminn og sér í lagi um Norðurlönd. Á kortinu eru til dæmis myndir af skrímslum í Norðurhöfum, sem á þeim tíma voru talin raunverulegar verur af sjómönnum og ferðamönnum. Þetta kort hefur haft mikla þýðingu fyrir sögulegan skilning á Norðurlöndum og var mikil framför í samanburði við fyrri kortagerð.  **Carta Marina** er bæði listaverk og fræðirit, og það gefur innsýn í veröld norrænna þjóða á 16. öld. Áhugasömum er bent á eftirfarandi vefsíður til að lesa meira um Olaus og skoða myndskreytingar:  ["Historia de gentibus septentrionalibus"](https://gallery.lib.umn.edu/exhibits/show/olausmagnus/historia) [Olaus Magnus - History of the Nordic Peoples (from 1555) - Illustrations with Comments](https://www.avrosys.nu/prints/prints23-b-olausmagnus-intro.htm) [Carta Marina](https://gallery.lib.umn.edu/items/show/1026)

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Þar sem við finnum ekki margar lýsingar og myndir íslenska fjárhundsins í gegnum aldinar sem eiga upruna hjá Íslendingum sjálfum, gefa okkur ferðabækur og frásagnir erlendra ferðamanna oft góða mynd af íslenska hundinum. Bæði í orðum og myndum. Bók sem inniheldur að minnsta kosti tvær lýsingar á íslenska hundinum er [By fell and fjord or Scenes and studies in Iceland](https://drive.proton.me/urls/3Q1KHSM1N8#bDgLp2dOvXp3) eftir Elizabeth Jane Oswald frá árinu 1882. Ég ætla að gera útdrátt úr bókinu og set sögurnar Kára og Móra inn í söguhluta vefsíðunnar. Einnig mæli ég með að glugga í bókina, sjá tengill hér að ofan. Frásagnir eins og þessi eru afar mikilvægar fyrir varðveislu sögu hundsins, hvernig útlitið hans var, fyrir hvað hann var notaður og svo framvegis. Og eins og oft áður sannar það sig að glögga auga gestsins er ómetanlegt til að lýsa því sem fyrir augað hans ber en þykir sjálfsagt fyrir fólk sem hefur alist upp hér. Mynd eftir Auguste Mayer, 1836.

Sjá meira

SAMFÉLAGSMIÐLAR

HAFA SAMBAND

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

SAMFÉLAGSMIÐLAR->

HAFA SAMBAND->

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð.
Phone: +354 893 3817
[email protected]

Soknaraetlun